Húnavaka - 01.05.2005, Blaðsíða 166
164
H Ú N A V A K A
með æðruleysi sínu, jákvæðni og bjartsýnu hugarfari tekist að vinna bug
á sjúkdómnum, vel studdur af Steinunni konu sinni og börnunum og
ástvinum öllum. En vegna þess hve honum hafði tekist vel að vinna bug
á krabbameininu þess meiri varð hryggðin og harmurinn þegar hann
var í skyndi burtkallaður.
Kalli var eins og danskurinn segir „alt muligt man“ og flest lék í hönd-
unum á honum. Hann hafði áhuga á öllu vélatengdu eins og bílaeign
hans gefur til kynna. Einn bíl smíðaði hann sjálfur og fjölmargir eru þeir
sem hann hefur gert við í gegnum tíðina og ósjaldan fékk hann hringing-
ar frá börnum sínum eða vinum þar sem beðið var um aðstoð við bílaúð-
gerðir. Draumaverkefni þeirra hjónanna var húsbíllinn sem Kalli
innréttaði og í honum ferðuðust þau mikið yfir landið þvert og endi-
langt. Uppáhaldsferðalög þeirra Kitlla og Steinunnar voru t\4mælalaust
fjallaferðirnar sem urðu býsna rnargar í það heila tekið og í slíkum ferð-
um, með góðum vinum á góðum degi, var oft glatt á hjalla.
Kalli Rós var ekki margmáll maður, sem talaði af sér í tíma og ótíma,
heldur hægur, hógvær og þolinmóður. En á hann var hlustað þegar hann
lagði orð í belg. Það laðaðist að honum fólk enda hafði hann hlýja og
góða nærveru og var drengur góður. Það fundu börnin hans glöggt sem
hann fylgdist mjög náið og stoltur með og þá ekki síður barnabörnin
hans tvö sem máttu vart af honum sjá.
Karl var jarðsunginn frá Langholtskirkju 6. apríl.
Sr. Magnús Magnússon.
Dagný Guðmundsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 24. júlí 1907 - Dáin 22. apríl 2004
Lífsferðalag Dagnýjar Guðmundsdóttur hófst í Króksseli í Skagahreppi.
Hún var dóttir hjónanna, Guðmundar Kristjánssonar, (f. 1872, d. 1942)
og Maríu Eiríksdóttur, (f. 1872, d. 1931). Dagný var sjöunda í níu systkina
hópi og jafnframt síðust þeirra til að kveðja þennan heim en systkini
hennar voru í aldursröð: Kristján, (f. 1896, d. 1979), Eiríkur Guðmund-
ur, (f. 1897, d. 1998), Ásta Guðrún, (f. 1898, d. 1975), Líney, (f. 1901, d.
1997), Bjarni Theodór, (f. 1903, d. 1993), Sigrún, (f. 1905, d. 1984), Dag-
ný sjálf, Margrét, (f. 1909, d. 1971) og Fanney, (f. 1910, d. 1980).
Dagný giftist, 25. október 1942, Jóhannesi Björnssyni, (f. 1896, d.
1977). Þau eignuðust fjóra syni. Þeir eru í aldursröð: Páll Valdimar, f.
1934, Sigmar, (f. 1936, d. 2000), kvæntur Sigurbjörgu Angantýsdóttur,
(f. 1940, d. 1997) og eignuðust þau eina dóttur en fyrir átti Sigurbjörg
dóttur. Kristinn Vilberg, (f. 1941, d. 2002), kvæntur Agnesi Sæmunds-