Húnavaka - 01.05.2005, Blaðsíða 208
206
HUNAVAKA
stækka umdæmi lögreglunnar og
fækka þar með lögreglustjórum
verulega en halda sýslumannsemb-
ættunum óbreyttum. Onnur lnig-
mynd sem rædd hefur verið er að
fækka sýslumannsembættunum
töluvert en halda núverandi fyrir-
komulagi þannig að lögreglan
verði ekki skilin frá þeim. Ljóst er
að niðurstaða mun að öllum iík-
indum fást í þetta mál á árinu 2005
og í lok þess verði því ljóst hvert
framtíðarskipulag lögreglunnar
verður.
Kristján Þorbjörnsson,
yfirlögiegluþjónn.
MIKLAR BREYTINGAR í ATVINNU-
LÍFINU.
Arið 2004 var kjarasamningaár.
FlesUr kjarasamningar, sem Stéttar-
félagið Samstaða er aðili að, voru
lausir í ársbyrjun eða snemma á ár-
inu. Mikill tími fór því í viðræður
\ið atvinnurekendur og kjarasamn-
ingsgerð. Skrifað var undir nýjan
kjarasamning milli Starfsgreina-
sambands Islands og Samtaka at-
vinnulífsins en langflestir á
félagssvæði Samstöðn starfa eftir
þeim sanmingi. Samningurinn var
gerður til fjögurra ára og innihélt
rneðal annars, auk launahækkana
yfir tímabilið, nýja launatöflu og
hækkun á framlagi atvinnurek-
enda í lífeyrissjóð.
Þá var síðastliðið vor gengið frá
nýjum kjarasamningi milli starfs-
fólks hjá ríkinu og fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs. Sá
samningur var einnig gerður til
fjögurra ára og auk launahækkana
og nýrrar launatöflu/stofnana-
samninga, náðist verulegur árang-
ur í þ\í að færa kjör þessara starfs-
manna hvað varðar sjúkra- og
lífeyrissjóðsréttindi, nær öðrum
starfsmönnum ríkisins.
Verslunarmenn gerðu einnig
nýjan kjarasamning við SA síðast-
liðið vor og voru í honum meiri
hækkanir lægstu launa en í öðrum
samningum.
Síðustu heildarkjarasamning-
arnir, sent Samstaða tók þátt í á ár-
inu, voru samningar milli
Sjómannasambands Islands og
LIU en þessir aðilar höfðn ekki
getað gert kjarasamning í 11 ár,
svo það má segja að kjarasamning-
urinn, sem samþykktur var um ára-
mót 2004 og 2005, hafi verið
tímamótasamningur.
Hátíðahöld 1. maí voru með
hefðbundnu sniði. Hátíðadagskrá
var í Félagsheimilinu á Blönduósi,
USAH sá um kaffiveitingar, lúðra-
sveit A-Hún. lék undir stjórn
Skarphéðins Einarssonar, Idol
stjarna Húnvetninga, Ardís Vík-
ingsdóttir, söng og ræðumaður
dagsins var Signý Jóhannesdóttir,
verkalýðsforingi á Siglufirði.
Undanfarin ár hefur Stéttarfé-
lagið Samstaða farið með grnnn-
fræðslu um réttindi og skyldur á
vinnumarkaði í grunnskólana á
svæðinn. Kynningin hefur verið
fyrir 10. bekkjar nemendur. Þar er
til dæmis kynnt hvernig einfaldur
launaseðill er reiknaður út og
hverjir eru frádráttarliðir. Einnig
eru skýrð helstu hugtök í kjara-
samningum, réttindi og skyldur og
hvað ber að varast. Þetta er ekki
vitneskja sem fólk fæðist nteð held-
ur mikilvæg fræðsla sem þyrfti að