Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Síða 4
Laun starfsmanna Jarðborana hafa
verið lækkuð um allt að 25 prósent
vegna efnahagsástandsins og slæmr�
ar verkefnastöðu fyrirtækisins. Á
sama tíma lækkuðu forstjóri og aðr�
ir stjórnendur fyrirtækisins laun sín
um aðeins tíu prósent.
Stjórnendur bæti við sig vinnu
Ólga hefur verið meðal starfsmanna
Jarðborana vegna málsins sem tekið
var upp á fundi trúnaðarmanna fé�
lagsins á dögunum. Þær upplýsingar
fengust hjá Jarðborunum að vinnu�
tími þeirra sem mest lækka í launum
hafi skerst umtalsvert í samræmi við
launalækkunina. Vinnutíminn hjá
forstjóranum og öðrum stjórnend�
um hefur hins vegar ekki verið stytt�
ur þrátt fyrir kjaraskerðingu þeirra
og að sögn starfsmannastjóra fyrir�
tækisins hafa þeir bætt á sig aukinni
vinnu vegna ástandsins. Laun verka�
manna hafa skerst í samræmi við
skert starfshlutfall.
Starfsmenn ekki sáttir
„Menn eru ekkert sáttir en það að hafa
vinnu skiptir máli. Það er langur veg�
ur frá að menn séu sáttir. Menn geta
samþykkt að taka eitthvað svona á sig
tímabundið en ef þetta lagast ekki þýð�
ir það bara „game over“,“ segir einn af
trúnaðarmönnum starfsmanna Jarð�
borana sem DV hafði samband við.
Hann óskaði nafnleyndar.
Trúnaðarmaðurinn segir vilyrði
vera fyrir um 10 til 12 borholum á
þessu ári en til þess að þær verði að
veruleika þarf að koma fjármagn inn
í landið. Hann segist þó ekki sjá það
gerast í fljótu bragði núna á næstunni.
Ekkert vaktaálag
Upphaflega var sett á yfirvinnu�
bann hjá fyrirtækinu í haust en
stór hluti launa starfsmannanna er
vegna vaktaálags. Nú stendur fyrir�
tækið hins vegar frammi fyrir því að
Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkj�
un og Hitaveita Suðurnesja eru öll
að hægja á sínum framkvæmdum og
borar Jarðborana því að verða verk�
efnalausir. Í staðinn kemur að starfs�
menn vinna ekki lengur vaktavinnu
heldur aðeins dagvinnu sem skerðir
laun þeirra umtalsvert.
Verkefnalausir á launaskrá
Nokkrum starfsmönnum Jarðbor�
ana var sagt upp í október en síð�
an þá hefur fyrirtækið ekki þurft að
segja neinum upp í kjölfar þessara
breytinga, að sögn starfsmanna�
stjóra fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur
getað haldið mönnum á launaskrá
þrátt fyrir að lítil sem engin verk�
efni eru fyrir þá. Á móti kemur að
laun þeirra hafa lækkað umtalsvert.
„Launin hafa lækkað í samræmi við
skert starfshlutfall en eini hópurinn
sem hefur lækkað sig í launum en
skilað sama eða meira vinnuframlagi
eru stjórnendur,“ segir Ása M. Ólafs�
dóttir, starfsmannastjóri Jarðborana.
Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar versl�
unar námu laun forstjóra Jarðborana
um fjórum milljónum króna á mán�
uði árið 2007 og tekur hann á sig 10
prósenta launalækkun, á meðan al�
mennir starfsmenn taka á sig allt að
25 prósenta launalækkun.
þriðjudagur 13. janúar 20094 Fréttir
ritstjorn@dv.is
Innlendar FréttIr
Missti bætur
á ofsahraða
Rúmlega fertugur karlmaður tap�
aði í gær dómsmáli gegn vinnu�
veitanda sínum og tryggingafé�
laginu Verði. Maðurinn krafðist
þess að fá greiddar fullar bætur
vegna umferðarslyss sem hann
lenti í á bíl fyrirtækisins. Trygg�
ingafélagið hafði áður ákveðið að
greiða aðeins hálfar bætur vegna
stórkostlegs gáleysis mannsins.
Maðurinn lenti í árekstri þeg�
ar hann var að skipta um akrein,
lenti með aftari hluta bílsins á
framhorni annars bíls og missti
stjórn á bílnum. Bíllinn kastaðist
80 metra yfir umferðareyju og á
bíl sem kom úr gagnstæðri átt.
Dómurinn taldi að maðurinn
hefði líklega verið á 137 kíló�
metra hraða og staðfesti bóta�
missinn.
Lokað vegna
jólahátíðar
Jólafríum flestra landsmanna er
lokið, enda kominn 13. janúar
og þrettándinn að baki. Annað
mátti hins vegar halda þegar
hringt var í grænt númer Trygg�
ingastofnunar ríkisins í gær.
Eldri maður setti sig í sam�
band við DV og benti á að hann
hefði ekki getað fengið samband
við þjónustufulltrúa til að fara
yfir sín mál þar sem símsvari
hafi svarað þegar hringt var í
númerið. Kveðjan er hin jóla�
legasta. „Þetta er hjá Trygginga�
stofnun ríkisins. Við óskum ykk�
ur gleðilegra jóla. Það er lokað í
dag vegna jólahátíðarinnar. Takk
fyrir.“ Starfsfólk var þó komið úr
jólafríi en símkerfið bilað.
Laun starfsmanna Jarðborana hafa verið lækkuð um allt að 25 prósent vegna slæmrar
verkefnastöðu fyrirtækisins og efnahagsástandsins. Á sama tíma hefur vinnutímum
fækkað og yfirvinnubann verið á starfsmönnunum. Forstjóri og stjórnendur fyrirtæk-
isins lækkuðu laun sín um aðeins 10 prósent á sama tíma. „Menn eru ekki sáttir,“
segir einn af trúnaðarmönnum starfsmanna.
Sigurður MikaEl jónSSon
blaðamaður skrifar: mikael@dv.is
LÆGSTU LAUNIN
LÆKKUÐU MEST
„Það er langur vegur
frá að menn séu sáttir.
Menn geta samþykkt
að taka eitthvað svona
á sig tímabundið en ef
þetta lagast ekki þýðir
það bara „game over“.“
Verkefnalausir borar Verkefnastaða
jarðborana er slæm og til að mæta
harðnandi árferði hefur fyrirtækið gripið
til þess ráðs að skerða laun starfsmanna
sinna um 25 prósent. Yfirstjórn tekur á
sig mun lægri skerðingu.
Mynd Sigtryggur ari jóhannSSon
Töpum eign í
lífeyrissjóðum
Hrein eign lífeyriskerfisins
rýrnaði um ellefu prósent að
raungildi frá upphafi síðasta
árs til nóvemberloka. Þetta
kemur fram á vef Greining�
ar Glitnis. Þar kemur fram
að eignastaðan hafi heldur
batnað í nóvember, þó stærst�
ur hluti nafnaukningar eigna
hafi verið vegna þess hve lágt
gengi krónunnar var í lok nóv�
ember.
Í lok nóvember var hrein
eign lífeyrissjóða til greiðslu
lífeyris 1.713 milljarðar króna
samkvæmt tölum um efnahag
lífeyrissjóða sem Seðlabank�
inn birti á föstudag. Til sam�
anburðar voru eignirnar 1.697
milljarðar í upphafi árs 2008
og hefði þurft að vera 1.977
milljarðar í nóvemberlok til að
halda í við verðbólgu.
Ríkið tekur yfir
345 milljarða
Seðlabanki Íslands hefur fram�
selt 345 milljarða króna kröfur
á fjármálafyrirtæki til ríkissjóðs.
Ríkið afskrifar strax 75 milljarða
af skuldunum. Gegn yfirtöku
krafnanna greiðir ríkissjóður
270 milljarða króna með verð�
tryggðu skuldabréfi. Samkomu�
lag um þetta var gert í dag á
grundvelli heimildar í fjárauka�
lögum frá desember.
Kári þögull um lánveitingar
Rekstur Decode hefur gengið illa að undanförnu og leitað er leiða til endurfjármögnunar:
Decode Genetics, móðurfélag Ís�
lenskrar erfðagreiningar, hefur átt
undir högg að sækja fjárhagslega að
undanförnu. Viðræður hafa staðið
yfir við fjölmarga aðila um að koma
með nýtt fjármagn inn í félagið.
Þannig hafa forsvarsmenn Decode
reynt að fá lánsfé hjá bæði erlendum
og innlendum aðilum.
DV hefur heimildir fyrir því að
í síðustu viku hafi Landsbankinn
samþykkt lánveitingu til fyrirtækis�
ins upp á hundruð milljóna króna en
þetta hefur ekki verið staðfest.
DV kom fyrirspurn þess efnis
áleiðis til Kára Stefánssonar, forstjóra
Decode, á þriðjudag en þá fengust
þau svör að hann væri ekki til við�
tals, auk þess sem engar fréttir væri
að hafa af fyrirtækinu í bili.
Fréttastofa Stöðvar 2 náði hins
vegar tali af Kára á fimmtudag. Þá
sagði hann að einn þeirra fjárfest�
ingarsjóða sem viðræður stæðu yfir
við gæti tengst arabaheiminum en
að öðru leyti gæti hann aðeins stað�
fest að verið væri að ræða við fjölda
aðila.
Á föstudag hafði DV aftur sam�
band við Gísla Arnarsson, fjölmiðla�
fulltrúa Decode, sem sagði Kára
enn ekki tjá sig um mögulegt lán frá
Landsbankanum. „Ég veit því mið�
ur ekki hvenær fregna er að vænta,“
sagði Gísli. Í gær fengust enn engin
svör frá Decode.
Þegar haft var samband við
Landsbankann og spurst fyrir um lán
til Decode fengust þau svör að bank�
inn tjáði sig ekki um málefni ein�
stakra viðskiptavina.
erla@dv.is
Ekkert svar Kári Stefánsson
hefur hvorki játað því né neitað að
Landsbankinn hafi veitt decode
lán í síðustu viku en félagið hefur
verið í viðræðum við fjölda aðila um
rekstrarfé. Mynd: gEtty