Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Side 8
þriðjudagur 13. janúar 20098 Fréttir
ritstjorn@dv.is
Innlendar FréttIr
Afhentu upp-
sagnarbréf
Mótmælendur fóru á skrifstofu
ríkisspítalanna í gær og afhentu
þar uppsagnarbréf Guðmundar
Klemenssonar svæfingalæknis.
Bréfið var stílað á forstjóra Land-
spítalans og ritað í fyrstu persónu
eins og Guðmundur hefði sjálfur
skrifað það. Einnig afhentu mót-
mælendur uppsagnarbréf Ólafs
Klemenssonar hagfræðings í
Seðlabankanum. Tilefni bréfanna
er hegðun þeirra Guðmundar
og Ólafs við Hótel Borg á gaml-
ársdag. Á mbl.is birtist mynd-
band þar sem ekki sást betur en
þeir bræður hefðu átt upptök að
stympingum við mótmælendur.
Fækkun út-
gáfudaga
Fréttablaðsins
Stjórnendur 365 hafa ákveð-
ið að hætta útgáfu á Frétta-
blaðinu á sunnudögum. Þar
með kemur ekkert dagblað
á Íslandi út á sunnudögum
en sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins er dreift á laugar-
dögum.
Með þessu næst fram um-
talsverður sparnaður í rekstri
fyrirtækisins sem staðið hefur
höllum fæti að undanförnu.
Nokkrum starfsmönnum fyr-
irtækisins var sagt upp í októ-
ber í kjölfar skipulagsbreyt-
inga. Þannig voru fréttastofur
Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis
sameinaðar undir fréttastjórn
Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Þrír í framboði
hjá VR
Frestur til að bjóða sig fram til for-
manns VR rann út á hádegi í gær.
Þrír hafa sent inn skriflegt erindi
til kjörstjórnar og þannig gefið
kost á sér til formanns. Þetta eru
þeir Gunnar Páll Pálsson, núver-
andi fomaður, Lúðvík Lúðvíksson
og Kristinn Örn Jóhannesson.
Félagsmenn VR kjósa um
formannsframbjóðendurna 27.
janúar. Þá verða einnig kosnir sjö
stjórnarmenn en 23 buðu sig fram
til setu í stjórninni.
Fjórðungur ótt-
ast um starf sitt
Í nýrri skoðanakönnun sem
Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ
kemur fram að 14 prósent þeirra
sem eru í launaðri vinnu hafa
lent í beinni launalækkun frá
bankahruninu í byrjun október
og starfshlutfall hefur verið lækk-
að hjá 7 prósent aðspurðra. Mun
fleiri karlar en konur hafa þurft að
taka þessar skerðingar á sig. Laun
hafa verið lækkuð hjá 18 prósent
karla en 8 prósent kvenna.
Í könnuninni kemur fram að
85 prósent þeirra sem nú eru at-
vinnulausir misstu vinnuna eftir
bankahrunið í byrjun október. Þá
óttast 24,2 prósent þeirra sem eru
í launaðri vinnu um starf sitt.
Dieter Samson, 65 ára Þjóðverji, segist ekki hafa vitað af 20 kílóum af hassi og 1,7
kílóum af amfetamíni, sem voru falin í bíl sem hann kom með til Íslands. Hann
vill ekki gefa upp nöfn mannanna sem skipulögðu smyglið og borguðu fyrir bílinn.
Hann átti að hitta mann hjá Perlunni og fá þá frekari fyrirmæli.
HÉLT AÐ HASSIÐ
VÆRI PYLSUR
Aðalmeðferð í máli Dieters Sam-
son, 65 ára Þjóðverja, fór fram í gær
í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dieter
smyglaði 20 kílóum af hassi og 1,7
kílóum af amfetamíni til landsins í
september síðastliðnum. Fíkniefn-
in voru kyrfilega falin í farangurs-
geymslu bifreiðar sem hann kom
á til landsins með Norrænu. Diet-
er segist ekki hafa vitað af þeim og
haldið að þau væru meðal annars
pylsur.
Átti að skila bílnum við
Perluna
Dieter Samson lýsir atburðarásinni
á þann veg að kunningjar af rúss-
neskum uppruna hafi haft sam-
band við hann og látið hann hafa
2.500 evrur til að kaupa bíl sem átti
að flytja til Íslands. Á Íslandi hafi
hann átt að hitta ákveðinn aðila við
Perluna og fá fyrir það 5 þúsund
evrur og fara eftir frekari fyrirmæl-
um. Hann segist ekki hafa vitað að
fíkniefnum hefði verið komið fyrir í
bílnum en átti að fá að eiga bílinn
eftir að hann væri búinn að fylgja
frekari fyrirmælum á Íslandi.
„Ég vissi ekki að það væru fíkni-
efni í bifreiðinni en mér fannst klárt
að eitthvað væri ekki í lagi,“ sagði
Dieter í gær. Hann segir að daginn
áður en hann lagði af stað frá Þýska-
landi hafi kunningjarnir sótt bílinn
til að athuga „tæknileg atriði“. Þeg-
ar þeir skiluðu bílnum sá hann nið-
ursuðudósir merktar pylsum sem
honum sýndust vera ósnertar og
engin leið hafi verið fyrir hann að
sjá eða skynja hvort eitthvað væri
athugavert við ferðina til Íslands.
„Mér var lofað fimm þúsund evrum
fyrir ekki neitt,“ sagði Samson fyrir
dómara í gær. Hann segist ekki hafa
spurt mennina nánar út í málið, þótt
honum fyndist eitthvað ekki vera í
lagi. Hann sagðist ekki vera reiðu-
búinn að nafngreina mennina sem
hann segir að hafi skipulagt smygl-
ið. Ástæðan sem hann gaf upp fyrir
dómi í gær var að hann óttaðist um
heilsu sína.
Ratleikur skipuleggjenda
Í sakavottorði kemur fram að Diet-
er hafi tvisvar brotist út úr fang-
elsi, en hann neitar því algjörlega.
Hann segist aldrei hafa brotist út úr
fangelsi heldur hafi hann í tvígang
skilað sér of seint úr heimsóknar-
leyfum. Interpol segir hann vera
mjög hættulegan vegna strokutil-
rauna, en Dieter segist á móti allt-
af hafa farið eftir reglum þau 28 ár
sem hann sat í fangelsi. Hann lýs-
ir samskiptum sínum við skipu-
leggjendur smyglsins á þann veg
að hann hafi aldrei talað við þá í
síma heldur hafi þeir látið miða í
póstkassa hans þar sem stóð hvert
hann skyldi fara næst.
Allt að 83 milljónir á markaði
Tollgæslumaður á Seyðisfirði seg-
ir tollgæsluna hafa fengið ábend-
ingu frá tollinum í Færeyjum þess
efnis að fíkniefnahundurinn þar
hefði sýnt bifreið Dieters mikinn
áhuga þegar Norræna kom þar við
á leið sinni til Íslands. Við komuna
til Íslands var leitað í bílnum og
fundust 20 kíló af hassi og 1,7 kíló
af amfetamíni sem voru falin í far-
angursgeymslu og varadekki. Felu-
staðurinn var úthugsaður, að sögn
tollgæslumannsins, sem segir að
ekkert athugavert hafi verið að sjá
utan frá, allt hafi verið með eðli-
legasta móti. Hann segir að Dieter
hafi brugðist þannig við að fíkni-
efnafundurinn virtist koma honum
mjög á óvart. Rannsóknarlögreglu-
maður sem yfirheyrði Dieter segist
ekki geta fullyrt um hversu mikils
virði efnin væru á markaði en 20
kíló af hassi gætu selst á fyrir allt að
60 til 70 milljónir króna og amfet-
amínið á 12 til 13 milljónir króna.
Efnin voru send til rannsóknar til
að athuga styrkleika þeirra. Niður-
staða úr þeirri rannsókn leiddi í ljós
að efnin væru meðalsterk og gætu
flokkast undir neysluskammt, þó
væri erfitt að fullyrða um það.
Falsað ökuskírteini
Við komu Dieters til Íslands reynd-
ist ökuskírteini hans falsað og
lagði lögreglumaður fram gögn í
málinu frá lettneskum yfirvöldum
sem segja að skírteinið hafi aldrei
verið gefið út þar í landi. Dieter
segir að hann hafi farið til Riga
í Lettlandi í fjórtán daga og set-
ið þar námskeið með túlk og tekið
þar bílpróf. Huldumennirnir sem
virðast hafa skipulagt smyglið til
Íslands borguðu allan þann kostn-
að og segir Dieter að þeir hafi af-
hent honum ökuskírteinið í Þýska-
landi þremur vikum síðar. Hann
segist hafa gert ráð fyrir því að
skírteinið væri ófalsað, en hafi
þó ekki athugað útgáfudag
þess sérstaklega. Á skírtein-
inu stóð að það hefði verið
gefið út árið 2007 en í raun
fékk hann skírteinið árið
2008. Hann segir allt hafa
virst eðlilegt frá hans bæj-
ardyrum séð.
28 ár í fangelsi
Dieter hefur setið í
gæsluvarðhaldi frá
því í september. Á
65 ára ævi hefur
hann í heildina
verið dæmdur
í 40 ára fang-
elsi og hafa
margir af
þeim dóm-
um verið skil-
orðsbundnir og
gegn reynslu-
lausn, en hann hefur alls verið
fangelsaður í 28 ár. Meðal annars
hlaut hann ellefu ára fangelsisdóm
fyrir tilraun til manndráps. Árið
1992 var hann dæmdur í fjórtán og
hálfs árs fangelsi fyrir aðra tilraun
til manndráps, auk alvarlegrar kúg-
unar og ofbeldis sem átti sér stað
árið 1990. Afbrotaferill hans hófst
í kringum 1970. Í máli sækjanda
í gær kom fram að Dieter láti sér
ekki segjast og hann haldi áfram að
fremja glæpi þrátt fyrir að vera ný-
sloppinn úr fangelsi, en hann lauk
síðast afplánun 10. október árið
2006.
Þess er krafist að Dieter fái sex
til sjö ára fangelsi fyrir smygl-
ið og fölsun á ökuskírteini. Verj-
andi hans segir að hann geti ekki
gefið upp hverjir hafi skipulagt
smyglið af ótta um líf sitt. Diet-
er hafi setið í fangelsi og þekki
vel til þess að slíkir aðilar grípi til
hefnda ef upplýsingar séu gefn-
ar um þá. Hann hafi lokið af-
plánun refsingar fyrir þau brot
sem hann framdi og ekki gerst
sekur um fíkniefnabrot áður, fyr-
ir utan vörslu á litlu magni árið
1988. Jafnframt segist Dieter ekki
hafa átt nægan pening til að fjár-
magna kaupin á efnunum sjálfur,
hann fái einungis 345 evrur í elli-
lífeyri frá ríkinu.
Boði logASon
blaðamaður skrifar bodi@dv.is
„Mér var lofað 5 þúsund
evrum fyrir ekki neitt.“
Fíkniefni í niðursuðudósum
Maðurinn smyglaði 20 kílóum af
hassi og 1,7 kílóum af amfetamíni.
mynD SigtRygguR ARi JóhAnnSSon
Í héraðsdómi
dieter Samson hefur
tvisvar verið dæmdur fyrir
tilraun til manndráps.
Mynd KriStinn MagnúSSon