Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2009, Qupperneq 15
þriðjudagur 13. janúar 2009 15Umræða
Hver er maðurinn?
„Edgar Smári.“
Hvað drífur þig áfram?
„Konan mín og börnin mín.“
Hvar ertu uppalinn?
„uppi í Breiðholtinu, eða í gettóinu
eins og það er stundum kallað.“
Uppáhaldsstaður úr æsku?
„Fljótshlíðin.“
Hvernig var tilfinningin
að komast áfram í
Söngvakeppni Sjónvarpsins?
„Hún var bara mjög góð og kom mér
á óvart.“
Er draumurinn að syngja
á sviðinu í Rússlandi í maí?
„já, það myndi ég segja. Er ekki
draumur flestra að heimsækja svo
framandi stað?“
Hvað þurfa Íslendingar
til þess að vinna keppnina?
„Meiri hógværð, myndi ég segja. Við
erum alltaf búin að vinna allt áður en
við förum í það.“
Mun það einhvern
tímann gerast?
„það er allt hægt.“
Hvert er uppáhalds
Eurovision-lagið þitt?
„Ætli það sé ekki lagið non ho l‘eta
með hinni ítölsku gigliola Cinquetti.
Ellý Vilhjálms söng það á íslensku og
þá hét það Heyr mína bæn. Virkilega
fallegt lag.“
Hver væri
draumafélaginn í dúett?
„Bono.“
Hvaða tilfinningar berðu til
hinnar sálugu sveitar Luxor?
„Bara góðar tilfinningar. Ég kynntist
einum af mínum bestu vinum þar,
honum arnari. Hefði ég ekki farið í
Luxor hefði ég örugglega aldrei gert
það. Ég sé alls ekki eftir því. að hika
er sama og tapa.“
Hvað er fram undan
í tónlistinni hjá þér?
„að halda áfram að syngja og klára
að byggja húsið mitt. Og vonandi að
gera aðra plötu sem fyrst.“
Hvar sérðu sjálfan
þig eftir 15 ár?
„Í fallega húsinu mínu í Mosfellsbæ
með konunni minni og börnunum.
Vonandi verður þriðja barnið komið.“
Hvað finnst þér um átökin á Gaza-svæðinu?
„Mér finnst þau bara ömurleg. Ég er nú
samt hrifin af því sem Obama vill gera í
málunum. Hef trú á því. Hvað varðar
íslensk stjórnvöld þá mættu þau láta í
sér heyra. það þýðir ekki að hugsa
alltaf að við eigum nóg með okkur.
Verðum að láta vita að heimurinn
fylgist með.“
DagbjöRt ÓSk StEinDÓRSDÓtiR
40 ára SjúKraLiði
„Hræðileg, ef ég á að segja alveg eins
og er. Ég fylgist alltaf með þessum
fréttum. Íslensk stjórnvöld mættu
alveg taka meiri þátt í þessu en þar
fyrir utan eru þau bara búin að skíta
upp á bak, alveg sama hvort málið
snýst um ástandið hér heima eða
þarna niður frá.“
jÓnaS jÓnSSon
53 ára KjötMEiStari Hjá Krónunni
„Mér finnst þau hræðileg. Ég vinn
nokkuð mikið fyrir rauða krossinn og
fylgist því býsna vel með þessu. Mér
finnst líka að íslensk stjórnvöld mættu
gera meira í þessum málum.“
MaRgRét bjaRnaDÓttiR
59 ára HúSMóðir
„Skelfileg. Ég er heldur ekki svo viss um
að það yrði nokkuð tekið mark á því
þótt íslensk stjórnvöld myndu láta
eitthvað meira í sér heyra.“
ÞoRbERgUR ViðaRSSon
38 ára MáLari
Dómstóll götunnar
EDgaR SMáRi atLaSon
er kominn í úrslit Söngvakeppni
Sjónvarpsins. Hann langar að fara alla
leið til rússlands og byggir hús í
Mosfellsbæ í millitíðinni. Hann
kynntist einum besta vini sínum í
Luxor og sér ekki eftir neinu.
Vinur leyndist
í luxor
maður Dagsins
Jafn aðgangur landsmanna að
menntun og heilbrigðisþjónustu á
að vera skærasta leiðarljós okkar í
þeirri endurreisn, sem fram undan
er á íslensku samfélagi. Þeirri hug-
myndafræði má hvergi hvika frá,
sérstaklega þegar krafan um nið-
urskurð í opinberum rekstri verður
háværari.
Staða heilbrigðismála og ný-
kynntar tillögur heilbrigðisráðherra
um breytingar á þeim hafa verið
töluvert til umræðu að undanförnu.
Góð heilbrigðisþjónusta er horn-
steinn hvers samfélags – án góðs
aðgengis að öflugri heilbrigðisþjón-
ustu er stoðunum kippt undan því.
Allar breytingar á heilbrigðisþjón-
ustunni verða því að vera vel ígrund-
aðar og rökstuddar. Slíkar breyt-
ingar ná ekki fram að ganga nema
með nánu samstarfi og samráði við
heimamenn – enda þekkja þeir að-
stæður best. Það leiðir hugann að
því hvort sveitarfélögin séu best til
fallinn að reka heilbrigðisþjónust-
una á sínum svæðum –
en forsvarsmenn sveitarfélaganna
hafa margir lýst því yfir að sveitar-
félögin séu tilbúin að taka að sér
rekstur heilsugæslunnar í kjölfar
þess að heilbrigðisráðherra kynnti
sínar tillögur.
Verkaskipting ríkis
og sveitarfélaga
Mjög mismunandi er eftir lönd-
um hvernig verkaskiptingu hins op-
inbera er háttað. Ef við lítum t.d. til
Norðurlanda er hlutdeild sveitarfé-
laganna í rekstri almannaþjónust-
unnar mun hærri þar en á Íslandi.
Á meðan hlutdeild sveitarfélag-
anna á hinum Norðurlöndunum
í rekstri hins opinbera er u.þ.b. 60
– 70 af hundraði er hún aðeins um
þriðjungur hér á landi. Það helgast
fyrst og fremst af því að ríkið sér að
langstærstum hluta um heilbrigðis-
þjónustuna í landinu en því er öfugt
farið í Skandinavíu. Það er því ekki
að undra að umræðan – og deilur –
um verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga hafi oft verið mikil á Íslandi.
Í þeirri umræðu hafa sveitarfé-
lögin – og margir aðrir - eindreg-
ið verið þeirrar skoðunar að fleiri
verkefni á sviði velferðarmála eigi
að færast frá ríkinu yfir til sveitarfé-
laganna – og þar hefur ekki síst ver-
ið litið til heilbrigðis- og öldrun-
arþjónustunnar. Spurningin er sú
hvort ekki sé skynsamlegt að sem
mest af velferðarþjónustu hins op-
inbera sé á einni hendi, þ.e. sveit-
arfélaganna. Þannig skapast skýr
skil á milli lagasetningar Alþingis,
eftirlits framkvæmdavaldsins og
framkvæmdar þjónustunnar. Al-
þingi getur einbeitt sér að stefnu-
mörkun og mótun lagaramma fyr-
ir velferðarríkið og ráðuneytin
geta lagt aukna áherslu á eftirlit
með framkvæmd þjónustunnar á
meðan sveitarfélögin sjá um fram-
kvæmd hennar.
Heilsugæslan til
sveitarfélaganna
Árið 1996 tóku sveitarfélögin
yfir rekstur grunnskólans, sem er
í dag stærsta verkefnið á forræði
sveitarfélaganna. Í dag heyrast fáar
raddar, sem krefjast þess að grunn-
skólinn færist aftur á forræði ríkis-
ins. Það er væntanlega vegna þess
að vel hefur tekist til – a.m.k. vill
fólk ekki hverfa til fyrra skipulags.
Nú þegar er hafinn undirbúningur
á flutningi öldrunarþjónustunnar
til sveitarfélaganna sem og á mál-
efnum fatlaðra. Þetta sýnir svo ekki
verður um villst að sveitarfélögun-
um er treystandi – og þeim er nú
þegar treyst – fyrir mikilvægum
verkefnum og málefnum.
Heilsugæslan er – líkt og þjón-
usta við aldraða og fatlaða – verk-
efni, sem nærsamfélagið á að fá
tækifæri til þess að móta þannig að
hún þjóni sem best staðbundnum
aðstæðum – og hverjir eru betur
til þess fallnir að þekkja stabundn-
ar aðstæður en fólkið á staðnum?
Þannig er líka stuðlað að valddreif-
ingu á kostnað miðstýringar – enda
nóg af henni fyrir. Sjálfstjórn sveit-
arfélaganna yfir þessum mikilvæga
málaflokki mun því verja þá grunn-
hugsun jafnaðarmanna að allir hafi
jafnan aðgang að heilbrigðisþjón-
ustu – óháð efnahag og búsetu. Það
er augljóst að standa verður þann
vörð.
Hornsteinn samfélagsins
kjallari
svona er íslanD
1 Hafði samræði við 13 ára
nemanda sinn
Bandarísk kennslukona, Christine
McCallum, er ákærð fyrir að hafa
samræði við þrettán ára nemanda sinn
300 sinnum.
2 aron Pálmi áfram í idol
aron Pálmi ágústsson var einn þeirra
sem komust áfram í fyrstu umferð idol
Stjörnuleitar sem fór fram um helgina.
3 Fékk 440 blaðsíðna
símreikning
þrettán ára bandarísk stúlka sendi 484
sms á hverjum degi í heilan mánuð. Faðir
hennar opnaði 440 blaðsíðna
símreikninginn.
4 amy Winehouse skotmark
hryðjuverkamanna
nafn söngkonunnar amy Winehouse er á
svörtum lista hryðjuverkamanna frá
gaza-svæðinu yfir gyðinga sem þeir vilja
myrða.
5 Peysa Evu Maríu var af Þórði
húsverði
Peysan sem Eva María jónsdóttir
sjónvarpskynnir skartaði í Eurovision-
forkeppninni var í eigu þórðar húsvarðar.
6 katie og tom í lífshættu
Leikarahjónin tom Cruise og Katie
Holmes óttast um líf sitt vegna
líflátshótana frá andstæðingum
Vísindakirkjunnar.
7 Fullbókaður í bandaríkjunum
Söngstjarnan Páll óskar Hjálmtýsson er
farinn í þriggja vikna frí til Bandaríkjanna
og hann er fullbókaður út árið 2009.
mest lesið á dV.is
LúðVÍk
bERgVinSSon
Formaður þingflokks
Samfylkingarinnar
„Sjálfstjórn sveitarfélaganna yfir
þessum mikilvæga mála-
flokki mun því verja þá
grunnhugsun jafnaðar-
manna að allir hafi jafnan
aðgang að heilbrigðis-
þjónustu – óháð efnahag
og búsetu.“