Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Page 3
Fimmtudagur 15. janúar 2009 3Fréttir
Ögurstund flokksins
Flokkur á tímamótum
Á landsfundi Sjálfstæðisflokks
verður skorið úr um afstöðu
til umsóknar að ESB.
an Sjálfstæðisflokksins í gær treysti
sér til þess að fullyrða að nú þegar
væri meirihluti fyrir því á landsfund
flokksins í lok mánaðarins að sækja
um aðild og bera niðurstöðuna undir
atkvæði þjóðarinnar. Gróflega er um
að ræða þrjá hópa eins og Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir hefur bent
á; andstæðingar, aðildarsinnar og
þeir sem ekki hafa gert upp hug sinn,
en það er væntanlega sá hópur sem
ræður úrslitum á landsfundinum.
Athyglisvert er að fylgi við þá hug-
mynd að leggja það í atkvæði þjóð-
arinnar hvort sækja beri um aðild að
ESB, fær lítinn hljómgrunn á fundum
Evrópunefndar flokksins að undan-
förnu. Þannig er ljóst hugmyndin um
að kjósa um hvort eigi að kjósa um
aðild er í þann veginn að syngja sitt
síðasta. Að sama skapi skerpast lín-
urnar milli einskonar þjóðernissinna
eða heimastjórnarmanna og hinna
sem telja að skera verði á ESB-hnút-
inn í eitt skipti fyrir öll með aðildar-
viðræðum. Ragnheiður E. Árnadótt-
ir er meðal þingmanna flokksins sem
var andvíg ESB-aðild. Hún kveðst
enn hafa efasemdir. „En ég hef skipt
um skoðun varðandi aðildarumsókn
og treysti þjóðinni til þess að afgreiða
málið í samningaviðræðum og þjóð-
aratkvæðagreiðslu.“
Undir þetta tekur Ásta Möller,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en
tekur þó fram að málið sé snúið og
hún hafi sínar efasemdir. „Við eigum
að þola samningaviðræður. Ef þær
skila ekki fullum yfirráðum yfir auð-
lindunum er sjálfhætt og auðvelt er
að setja málið með þeim hætti í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.“ Ásta, líkt og fleiri
þingmenn flokksins, telja ekki leng-
ur fýsilegt að halda sérstaka þjóðar-
atkvæðagreiðslu um það hvort sækja
eigi um aðild.
DV kannaði hug þingmanna til
ESB-málsins um miðjan desember
síðastliðinn. Myndin hefur nú skýrst
enn, þar sem afstaða nær allra þing-
manna er nú kunn. Í rauninni eru
aðeins 3 til 4 þingmenn af 25 alfarið
á móti aðildarumsókn og telja ekki
þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu. Engu
að síður hefur stór hópur þingmanna
nokkrar efasemdir þótt þeir fallist á
að útkljá megi málið í viðræðum og
síðan þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hreppsnefnd Rangárþings Ytra
samþykkti að greiða kennslu-
kostnað vegna tónlistarnáms
þriggja dætra Árna M. Mathiesen
fjármálaráðherra við Suzukitón-
listarskólann í Reykjavík fyrir þetta
skólaár. Þetta kemur fram í fund-
argerð hreppsnefndar frá 5. júní á
síðasta ári. Þá samþykkti hrepps-
nefndin einnig beiðni um náms-
vist í Skóla Ísaks Jónssonar, þar
sem samþykkt var að hreppurinn
greiddi viðmiðunarkostnað vegna
skólagöngu yngstu dóttur Árna.
Þetta kemur fram í fundargerð
hreppsnefndar frá 11. september
síðastliðnum.
Árni M. Mathiesen festi kaup
á bænum Kirkjuhvoli í Þykkvabæ
árið 2007 og flutti lögheimili sitt
þangað frá Hafnarfirði. Í síðustu
alþingiskosningum bauð Árni sig
í fyrsta skipti fram í Suðurkjör-
dæmi, en hafði áður verið þing-
maður í Suðvestur- og Reykjavík-
urkjördæmum frá 1991. Þrátt fyrir
að hafa keypt Kirkjuhvol og skráð
lögheimili sitt þar hefur fjölskyld-
an aðsetur á höfuðborgarsvæðinu
og hefur aldrei haft aðsetur í sveit-
arfélaginu sem greiðir fyrir tónlist-
arnámið.
Pólverjar leigðu af Árna
Þegar blaðamaður DV heimsótti
hús Árna á Kirkjuhvoli í sum-
ar kom í ljós að tveir Pólverj-
ar bjuggu í húsi hans. Einn
sveitunga hans komst svo
að orði að menn hefðu
aldrei séð Árna í sveit-
inni. Þingmenn sem
halda heimili á lands-
byggðinni eiga rétt á
því að þiggja greiðsl-
ur vegna þess, en
Árni hefur ekki þeg-
ið slíkar greiðsl-
ur. Fram kom í
fjölmiðlum í
aðdraganda
síðustu al-
þingiskosn-
inga, skömmu
eftir að Árni
flutti lögheim-
ili sitt að Kirkju-
hvoli, að hann
ætlaði að vera með
annan fótinn í sveitinni.
Í samtali við DV, í júní á síðasta
ári, viðurkenndi Árni að flutning-
ur lögheimilis hans hefði verið af
pólitískum ástæðum.
Eins og DV greindi frá í nóv-
ember byggir fjölskyldan sér nú
glæsilegt íbúðarhús að Þórunúpi,
svo búast má við að ráðherrann
muni dvelja meira í kjördæminu í
framtíðinni.
Ekki krafa um aðsetur
Þorgils Torfi Jónsson, formaður
hreppsnefndar Rangárþings Ytra,
bendir á að greiðslur sveitarfé-
lagsins vegna námskostnaðar séu
samkvæmt viðmiðum sem sveit-
arfélögin hafa sín á milli. „Þegar
börn eru í skóla annars
staðar en í lögheim-
ilissveitarfélagi
borgar sveitarfé-
lagið fyrir það.
Þetta gerum
við í miklum
mæli, bæði
fyrir okk-
ar íbúa ann-
ars staðar og
eins þiggjum
við greiðslur
vegna barna
sem eru í skóla
hjá okkur,“ segir
hann.
Samkvæmt sam-
komulagi sveitar-
félaganna er ekki
gerð krafa um
að fjölskylda
barna
sem greitt er fyrir hafi aðsetur í
sveitarfélaginu, en eins og fram
hefur komið hefur Árni aldrei
haft aðsetur í Rangárþingi Ytra.
Einungis er gerð krafa um að lög-
heimili sé í viðkomandi sveitarfé-
lagi, enda er tvöföld búseta heimil
samkvæmt lögum.
„Þetta fer eftir því hvort það
hentar að hafa börn í námi í lög-
heimilissveitarfélaginu eða í að-
seturssveitarfélaginu,“ segir Þor-
gils Torfi.
Aðspurður hvort
greiðslur vegna tónlist-
arnáms séu einnig
hugsaðar til að íbú-
ar í sveitarfélaginu
geti fengið tónlist-
arkennslu sem er
ekki í boði í lög-
heimilissveitar-
félaginu, játar
Þorgils Torfi því.
„En þetta er fyrst
og fremst miðað
við hefðbundna
kennslu, en ekki
sérhæfða tónlist-
arkennslu,“ segir
hann.
Rangárþing Ytra greiðir fyrir tónlistarnám þriggja dætra Árna
Mathiesen fjármálaráðherra. Námið sækja þær í Reykjavík,
en ráðherrann og fjölskylda hans hafa aðsetur á höfuðborgar-
svæðinu, þó skráð lögheimili sé á Kirkjuhvoli í Þykkvabæ.
HrEPPurinn BorgAr
tÓnlistArnÁM
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
... hefur Árni aldrei haft aðsetur í Rangárþingi
Ytra. Einungis er gerð krafa um að lögheimili sé
í viðkomandi sveitarfélagi.
Árni Mathiesen
dætur fjármálaráðherra hafa alltaf
búið á höfuðborgarsvæðinu, en
rangárþing Ytra greiðir engu að
síður fyrir tónlistarnám þeirra.
lögheimili
Árni mathiesen fjármálaráðherra
er með lögheimili í rangárþingi
Ytra, en hefur aldrei búið þar.