Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Síða 9
Fimmtudagur 15. janúar 2009 9Fréttir MILLJÓNIR Í DAGPENINGA Tugir þúsunda fyrir dagsferð Sautján þingmenn hafa farið til útlanda á vegum þingsins eftir bankahrunið. Á tímabilinu hefur minnst verið greiddar 43 þúsund krónur fyrir dagsferð. Mynd Karl PeTersson heldur ekkert bruðl og vitleysu,“ segir Kristján. Honum finnst upphæð dagpen- inga til þingmanna úr miklum takti við íslenskan raunveruleika eins og hann blasir við í dag. „Ég held að það hljóti að þurfa að skoða þetta með sömu gleraugum og niðurskurð á öðrum sviðum. Það er búið að ofbjóða Íslend- ingum endalaust með svona vinnu- brögðum. Eftir því sem meira er skoð- að ofan í þessa potta og ormagryfjur koma upp meiri leiðindi,“ segir hann. Tvær utanlandsferðir Til viðbótar fyrrnefndum ferðum fóru tveir þingmenn á þing Alþjóðaþing- mannasambandsins í Genf 13. til 15. október, sjö þingmenn sóttu þing Norðurlandaráðs í Helsinki 27. til 29. október, fimm þingmenn voru í Brus- sel 3. til 4. nóvember á fundi þing- mannanefnda EFTA og EES og loks fór fyrsti varaforseti Alþingis á fund for- seta þjóðþinga evrópskra smáríkja í Liechtenstein 27. til 29. nóvember. Þrír þingmenn fóru í tvær ferðir á tímabilinu, þau Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir og Katrín Júlíusdóttir, þingmenn Samfylkingarinnar, og Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri grænna. Bakka hver annan upp Þingmenn fá 50 þúsund krónur á dag í dagpeninga frá ríkinu, ef þeir ferðast. Hver fjögurra manna fjölskylda tekur á sig rúmlega 24 milljón- ir króna vegna skulda ríkissjóðs. Fyrir þá upphæð má kaupa fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík. Í janúar á síðasta ári voru skuldir ríkissjóðs 302 milljarðar en ári síðar 920 milljarðar. Þær gætu farið upp í 1.950 milljarða króna. SEX MILLJÓNIR Á MANNSbARN Skuldir og skuldbindingar ríkis- sjóðs stefna í að verða það miklar að upphæðin dygði til að kaupa 80 til 100 fermetra fjögurra herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu fyrir hverja einustu fjögurra manna fjöl- skyldu landsins. Ekki vilja allir búa á höfuðborgarsvæðinu. Því væri til dæmis hægt að kaupa 100 fermetra íbúð á Ísafirði og tvo jeppa að auki fyrir hlutdeild hverrar fjölskyldu í skuldum ríkisins. Skuldir ríkissjóðs nema nú þeg- ar rúmum 900 milljörðum króna. Ofan á þetta má búast við að bæt- ist 500 milljarðar króna vegna lána- samninga við Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn og ýmis ríki í tengslum við það. Áætlað hefur verið að 150 milljarðar króna falli á ríkissjóð vegna Icesave og endurfjármögn- unarþörf bankanna hefur verið áætluð 385 milljarðar króna. Þetta þýðir að nú stefnir í að skuldir og fjárhagslegar skuldbindingar rík- issjóðs verði fljótlega orðnar um tvö þúsund milljarðar króna. Mjög misjafnt er hvernig þessi lán eru nýtt. Þannig er hugmyndin á bak við lánið frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum og tengd lán sú að pen- ingurinn verði nýttur í varasjóð en ekki eytt. Það þýðir að hægt væri að endurgreiða lánið með sama fé og tekið er að láni. Á móti kemur að vaxtagreiðslur af 500 milljörðum króna geta verið verulegar. Gríðarleg hækkun Skuldir ríkissjóðs hafa hækkað verulega á skömmum tíma. Í jan- úar í fyrra námu skuldir ríkissjóðs 302 milljörðum króna og skiptust innlendar og erlendar skuldir þá því sem næst til helminga. Nú eru skuldir ríkissjóðs komnar í 920 millj- arða og fyrirsjáanlegt að þær hækki í um tvö þúsund millj- arða króna. Það þýðir að skuldir og skuld- bindingar ríkissjóðs hafa nær þre- faldast á rúmlega einu ári og stefna í að rúmlega sexfaldast, sé miðað við janúar á síðasta ári. Langstærst- ur hluti skuldaaukningarinnar er tilkominn vegna bankahrunsins og tilrauna til að vernda krónuna með erlendri lántöku. Jeppar, skjáir og sólarferðir Þessar upphæðir jafngilda því að hvert einasta mannsbarn á Íslandi þurfi að greiða 6,1 milljón króna vegna skuldasöfnunar ríkisins. Hver einasti Íslendingur, sama á hvaða aldri hann er, gæti fest kaup á 6,1 milljónar króna 2008 árgerð af Toyota Landcruiser-jeppa. Fyr- ir sömu upphæð gæti hver einasti Íslendingur keypt 60 flugfarmiða fram og til baka í sólina á Flórída. Ef hugurinn stefnir ekki í sólina, þá gæti hver Íslendingur fest kaup á tæplega 40 flatskjársjónvörpum , á meðalverðinu 150 þúsund krónur. Skuldir ríkissjóðs jafngilda því að hver fjögurra manna fjölskylda á landinu skuldi rúmlega 24 millj- ónir króna, sem dugar til að kaupa þriggja til fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík. Fyrir 24 milljónir gæti fjögurra manna fjölskylda fest kaup á 100 fermetra íbúð á Ísafirði og keypt tvo Landcruiser-jeppa að auki. skuldir ríkissjóðs janúar 2008 302 milljarðar janúar 2009 920 milljarðar Horfur 1.950 milljarðar miðað er við skuldastöðu í janúar í fyrra, í janúar núna og með hliðsjón af fyrirsjáanlegum lántökum. valGeIr Örn raGnarsson oG BrynJólfur Þór GuðMundsson blaðamenn skrifa: valgeir@dv.is og brynjolfur@dv.is sextíu sinnum í sólina Fyrir 6,1 milljón króna væri hægt að kaupa 60 flugmiða fram og til baka til Orlando á Flórída. farmur af flatskjám Hver einasti Íslendingur gæti fest kaup á tæplega 40 flatskjám fyrir sömu upphæð og skattgreiðendur þurfa að taka á sig. allir á jeppa Hver Íslending- ur gæti keypt sér 6 milljóna króna jeppa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.