Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2009, Qupperneq 10
Fimmtudagur 15. janúar 200910 Neytendur
ALLT Í KALDAKOLI
EFTIR „GÓÐÆRIГ
Útgjöld meðalfjölskyldu hafa hækk-
að mjög mikið frá því hið meinta
góðæri stóð sem hæst. Eins og DV
hefur áður sagt frá munu neytend-
ur væntanlega hugsa með hrolli til
ársins sem nú er liðið. Ársins 2008
verður líklega minnst fyrir miklar
hækkanir á öllum sköpuðum hlut-
um. Vísitala neysluverðs hækkaði,
samkvæmt vef Hagstofunnar, um
rúm 18 prósent. Það þýðir að verð-
lag á vörum og þjónustu í landinu
hefur á einu ári hækkað um nærri
fimmtung.
Matur hækkað um fjórðung
Á fyrriparti ársins 2007 stóð kaup-
æði Íslendinga sem hæst. Fellihýsi,
jeppar og flatskjáir seldust sem
aldrei fyrr. Fólk sá aðeins bjarta tíma
framundan og eyddi um efni fram. Í
því ljósi er ágætt að skoða hvað hef-
ur breyst á rétt um tveimur árum.
Eins og áður sagði hefur vísitala
neysluverðs hækkað undanfarin
misseri. Vísitalan hækkaði um 18
prósent á árinu 2008 en frá janúar
2007 hefur vísitalan hækkað um
25 prósent. Það þýðir að matvara,
fatnaður og þjónusta hefur að jafn-
aði hækkað um fjórðung á tveim-
ur árum. Ef meðal Jón, með konu
og barn, varði 2.500 krónum í mat
á dag í ársbyrjun 2007, eða 77.500
krónum á mánuði, þarf hann nú að
punga út um 97.000 þúsund krón-
um fyrir sama magn.
Klipping fyrir 50 þúsund
Ef Jón, konan hans og barn fara
hvert um sig fjórum sinnum í klipp-
ingu á ári, þurftu þau að punga út
nærri 36 þúsund krónum árið 2007
fyrir að skerða hár sitt. Sú tala mið-
ast við verðlagningu á klippingu
samkvæmt Hagstofu Íslands. Þessi
kostnaður hefur aukist mikið á
tveimur árum. Á núverandi verðlagi
þurfa Jón og frú að leggja út 50 þús-
und krónur fyrir jafnmargar ferð-
ir. Kostnaðurinn hefur aukist um
nærri 40 prósent.
80% hækkun myntkörfulána
En þar með er ekki öll sagan sögð.
Meðal Jón tók árið 2007 3 milljóna
króna myntkörfulán, fyrir drauma-
bílnum. Hann var ánægður með þá
ákvörðun þar til í fyrravor. Síðan þá
hafa myntkörfulán, sem tekin voru í
japönskum jenum og svissneskum
frönkum, hækkað um meira en 80
prósent, vegna gengishruns krón-
unnar, sem hann sá ekki fyrir frek-
ar en þjónustufulltrúinn í bankan-
um. Hann skuldar því núna allt að
5,4 milljónum króna fyrir bílinn, sem
hefur fallið heilmikið í verði á þess-
um tveimur árum.
Eins og DV sagði frá fyrir áramót
þarf sá sem á 2 milljóna króna bíl,
sem fjármagnaður er með bílaláni að
miklu eða öllu leyti, að borga þú um
1,8 milljónir á ári fyrir að reka og eiga
bílinn. Það eru rúmlega 4.800 krónur
á dag en rekstrarkostnaður bíla hefur
aukist um 17 prósent frá því í janúar í
fyrra, samkvæmt tölum frá FÍB.
Verðfall á íbúðum
Ekki er ólíklegt að meðal Jón hafi,
þegar góðærið stóð sem hæst, tekið
lán fyrir íbúð. Hann fann íbúð með
góðu útsýni sem kostaði 22,5 millj-
ónir króna. Hann átti smá pening
og því tók hann 18 milljóna króna
lán hjá Íbúðalánasjóði. Þetta var í
ársbyrjun 2007 en vextirnir eru 5,4
prósent. Nú, tveimur árum síðar,
skuldar hann 3,3 milljónum bet-
ur. Þetta miðast við 5 prósent verð-
bólgu árið 2007 og 13 prósent verð-
bólgu á nýliðnu ári. Lánið stendur
nú í 21,3 milljónum króna.
Ekki eru hremmingar hins
dæmigerða Íslendings upp tald-
ar. Verðfall á húsnæðismarkaði
er þegar hafið. Markaðsvirði hús-
næðis sem í fyrra var 22,5 milljónir
mun eftir ár standa í 19 milljónum
króna. Innan skamms munu skuld-
irnar í íbúðinni standa vel umfram
það sem fæst fyrir húsnæðið. Takist
Jóni að selja íbúðina sína, til dæmis
eftir ár, munu tvær til þrjár milljónir
standa eftir, þegar hann hefur greitt
það sem hann fékk fyrir íbúðina til
Íbúðalánasjóðs.
Dýrara að reykja
Ef meðal Jón reykir einn pakka á
dag eyddi hann 219 þúsund krón-
um á ári í sígarettur, samkvæmt
Hagstofunni. Í dag kostar Win-
ston-sígarettupakkinn 671 krónu
að jafnaði og hefur hækkað um 72
krónur á tveimur árum. Ef sígarett-
urnar munu ekki hækka meira, og
Jón hættir ekki að reykja, mun hann
eyða 250 þúsund krónum á þessu
ári í tóbak, eða 31 þúsund krónum
meira en fyrir tveimur árum.
Launin hækka aðeins
Fátt er svo með öllu illt að ekki
boði eitthvað gott. Hagstofa Íslands
reiknar út vísitölu launa. Meðal laun
hækkuðu frá janúar 2007 til nóvem-
ber 2008 um nærri 13 prósent. Í jan-
úar 2007 voru meðal mánaðarlaun
330 þúsund krónur. Í lok ársins 2008
voru þau 372 þúsund krónur. Laun
hafa því hækkað nokkuð en reynd-
ar er útlit fyrir að þau muni lækka á
komandi mánuðum og misserum.
Yfirdráttarlán aldrei meiri
Íslendingar eru á meðal skuldugustu
þjóða heimsins. Seðlabanki Íslands
heldur utan um yfirdráttarlán heim-
ilanna. Í janúar 2007 skulduðu heim-
ilin 71.993.000.000, eða nærri 72
milljarða króna í yfirdráttarlán. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstofunni
má gróflega áætla að á hverju heim-
ili búi 2,4 að meðaltali. Hvert slíkt
heimili skuldaði því um 560 þúsund
krónur að jafnaði í ársbyrjun 2007.
Yfirdráttarlán heimilanna hafa
hins vegar aldrei verið meiri en
akkúrat nú. Nærri lætur að hvert
íslenskt heimili skuldi 600 þúsund
krónur í yfirdrátt. Af því greiðir fólk
150 þúsund krónur í vexti á ári, eða
12.500 krónur á mánuði.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
umsjón: Baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
Frá því „góðærið“ stóð sem hæst, fyrripart árs 2007, hafa verð-
lag og lán hækkað langt umfram tekjuaukningu. Íbúða- og
myntkörfulán hafa snarhækkað og yfirdráttarlán heimilanna
hafa aldrei verið meiri. Nærri lætur að hvert heimili hafi yfir-
drátt upp á 600 þúsund krónur. DV tók saman hvernig kjör
meðal Jóns hafa versnað á undanförnum tveimur árum.
Nærri lætur að hvert
íslenskt heimili skuldi
600 þúsund krónur í
yfirdrátt.
Rekstur bíls +17%
Klipping +40
Virði íbúðar -15% Íbúðarlán +18%
Kostnaður við
reykingar +14%
Meðal yfirdráttarlán +7%Myntkörfulán +80%
Laun -13%
TÍMabiLið 2007 – 2009