Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Síða 3
fimmtudagur 5. mars 2009 3Fréttir augljóst að sú fullyrðing Björgólfs Thors Björgólfssonar að 200 millj- óna punda fyrirgreiðsla Seðlabanka Íslands hefði leyst allan vanda Landsbanka Íslands á þessum tíma stenst ekki. Eins er frásögn hans af rás atburða röng.“ Þessi fullyrðing Seðlabankans er augljóslega ósönn í ljósi þess bréfs sem visir.is hefur undir höndum. Bréfið er dagsett sunnudaginn 5. okt- óber síðastliðinn og stílað á Seðla- bankann. Þar er talað um viðræður við Hector Sants, forstjóra FSA, um „hraðvirka dótturfélagavæðingu“ Ic- esave-reikninganna í Bretlandi. „Orðspor þjóðarinnar bíður hræðilegan hnekki“ Margt er óljóst um framvindu mála í byrjun október. Misvísandi upp- lýsingar berast um það hvers vegna Bretar ákváðu að beita hryðju- verkalögum gegn Íslendingum sem tveimur dögum eftir þessa örlaga- þrungnu helgi orsakaði einnig hrun Kaupþings. En yfirlýsingar Alasdairs Darling, fjármálaráðherra Breta, við breska þingnefnd 3. nóvember síð- astliðinn beina óneitanlega kastljósi á ný að samskiptum þjóðanna vegna Icesave í upphafi bankakreppunnar. Darling bar fyrir fastanefndinni að ástæða þess að breskum hryðju- verkalögum var beitt gegn Íslend- ingum hefði verið samtal sem hann átti við Árna Mathiesen fjármálaráð- herra 7. október síðastliðinn. Davíð Oddsson, fráfarandi seðla- bankastjóri, gaf aftur á móti til kynna í Kastljósþætti 24. febrúar að 400 til 800 milljóna punda útstreymi úr Sin- ger Friedlander-banka Kaupþings í London dagana fyrir fall bankans væri rót þess að hryðjuverkalögun- um var beitt. Ármann Þorvaldsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings í London, vísaði ummælum Davíðs á bug og benti á að ef bresk stjórnvöld og FSA hefðu átt eitthvað sökótt við Kaup- þing væri órökrétt að beita lögunum gegn öðrum bönkum einnig eins og Landsbankanum. Í yfirlýsingu sinni vísaði Ármann jafnframt til umræðu um hryðjuverkalögin í lávarðadeild breska þingsins 28. október síðast- liðinn. Þar sagði Campell-Savour lá- varður meðal annars að neyðarlög- in og ummæli Davíðs Oddssonar í Kastljósþætti 7. október síðastliðinn hefðu sett bresk stjórnvöld í afar erf- iða stöðu og gaf þannig til kynna að þar væri að finna rót þess að hryðju- verkalögunum var beitt. Nýjustu upplýsingar benda til þess að náin tengsl séu milli þess að Bretar beittu hryðjuverkalögun- um og atburðarásarinnar sem átti sér stað 5. til 7. október varðandi Landsbankann og Icesave-reikn- ingana. Orð Darlings, fjármálaráð- herra Breta, 7. október í samtali við Árna Mathiesen, þáverandi fjár- málaráðherra, fá skýrari merkingu. Árni hafði þá svarað Darling að ekk- ert yrði af því að 200 milljóna punda greiðsla bærist frá Landsbankan- um. Darling svarar: „Ég tek því þá sem svo að loforðið sem Lands- bankinn gaf okkur um að hann fengi 200 milljónir punda í reiðufé sé fyr- ir bí?“ Árni: „Já, þeir fengu ekki það fé.“ Darling: „Veistu, ég skil svo sem afstöðu þína. Þú verður að gera þér ljóst að orðspor þjóðar þinnar bíður hræðilegan hnekki.“ SÖGÐU ÓSATT UM ICESAVE Seðlabankinn arnór sighvatsson aðalhagfræðingur ásamt ingimundi friðrikssyni og Eiríki guðnasyni, fyrrverandi seðlabankastjórum. Reyndi að leysa Icesave Björgólfur thor Björgólfsson fullyrti að Bretar hefðu kúvent og ætlað að semja um að koma icesave-reikningunum í breska lögsögu. frásögn tryggva Þórs virðist styðja að svo hafi verið. Efnahagsráðgjafinn tryggvi Þór Herbertsson, ráðgjafi geirs H. Haarde, segist hafa rætt við sigurjón Landsbanka aðfararnótt svarta mánudagsins 6. október. Samtalið sem skipti sköpum alasdair darling, fjármálaráðherra Breta, segir samtal sitt við Árna mathiesen hafa haft úrslitaáhrif um notkun hryðjuverkalaga. Vildi lán frá Seðlabankanum sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Lands- bankans, reyndi að fá 35 milljarða frá seðlabankanum sem tryggingu fyrir Breta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.