Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.2009, Qupperneq 21
Menningarverðlaun DV voru afhent
í þrítugasta skipti í Iðnó í gær. Veitt
voru verðlaun í átta mismunandi
flokkum en alls voru fimm tilnefning-
ar í hverjum þeirra. Formenn nefnd-
anna afhentu verðlaunin átta en verð-
launagripurinn var að þessu sinni
Jónasinn sem Hulda Hákon hann-
aði. Gripurinn var veittur árin áður en
menningarverðlaunin lögðust af en
sneri nú aftur. Jónasinn heitir í höfuð-
ið á Jónasi Kristjánssyni, blaðamanni
og fyrrverandi ritstjóra DV.
Hljómsveitin Hjaltalín hreppti
verðlaunin Val lesenda sem kosið var
um á dv.is. Hjaltalín, sem átti eitt vin-
sælasta lag ársins 2008 á Íslandi, sigr-
aði í kosningunni nokkuð örugglega
en næst á eftir komu Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og kvikmyndahátíðin
Skjaldborg.
Þá afhenti Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, Manfreð Vil-
hjálmssyni arkitekt heiðursverðlaun-
in að þessu sinni. Manfreð er fæddur í
Reykjavík árið 1928 og er einn virtasti
og reynslumesti arkitekt okkar Íslend-
inga. Að loknu stúdentsprófi frá MR
árið 1949 hélt hann til náms við Chal-
mers-tækniháskólann í Gautaborg
í Svíþjóð og útskrifaðist þaðan sem
arkitekt árið 1954.
Manfreð hefur hannað margar
þekktar byggingar hér heima og má
þar til dæmis nefna Þjóðarbókhlöð-
una, Skálholtsskóla, Árbæjarkirkju
og margt fleira. Núna síðast hannaði
hann Fuglasafn Sigurgeirs St. í Mý-
vatnssveit. Hönnunin var tilnefnd
í flokki byggingarlistar og Manfreð
því enn að 81 árs gamall. Hann hef-
ur tvisvar hreppt Menningarverðlaun
DV í flokki byggingarlistar. Árið 1980
og árið 1988. asgeir@dv.is
fimmtudagur 5. mars 2009 21Fókus
Hafðu samband í síma 515-5555
eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is
- inn í hlýjuna
Fáðu DV heim
í áskrift
Tveir fyrir einn tilboð!
Þú prófar áskrift í tvo mánuði og færð 50% afslátt
Þú færð DV sent heim 4 daga vikunnar.
Þú færð netaðgang að dv.is FRÍTT og getur lesið blöðin
þín hvar og hvenær sem er.
:::
:::
:::
:::
Smáauglýsingasíminn er
515 5550
smaar@dv.is
á f i m mt u d e g i
Tónleikar í Borgarneskirkju
Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson halda tónleika
í Borgarneskirkju í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan
20.00 og miðaverð er 1.500 krónur. Á efnisskrá tónleik-
anna eru ýmis þekkt lög af ferli Ellenar í bland við þjóð-
lög, sálma og nýtt efni af væntanlegri plötu sem Ellen
vinnur að um þessar mundir.
ríður á vaðið
Dr. Gunni mun ríða á vaðið í nýrri
seríu Nýlistasafnsins sem kallast
Sýna og sjá. Þar munu þekktir tón-
listarmenn og spekúlantar koma
saman einu sinni í viku næstu tvo
mánuði og fjalla um sköpunarverk
sín, hljómsveitir og óháðar útgáfur,
hugsjónir og tónleikahald í kring-
um 10. áratuginn. Sýna og sjá hefst
klukkan 20.00 í kvöld en á næstu
vikum munu meðal annars Maggi
Strump, F.I.R.E. hópurinn, Arnar
Eggert, Saktmóðígur, Yúkatan, Bag
of Joys, Á Túr og fleiri sýna sig og
fara yfir feril sinn.
kardemommu-
Bærinn selsT
Bókin Fólk og ræningjar í Karde-
mommubæ eftir Thorbjörn
Egner er í efsta sæti metsölulista
Eymundsson sem var gefinn út í
gær. Það er greinilegt að fimmta
uppsetningin á leikritinu er að
skila sínu í bóksölunni. Næstu
fjórar bækur sem á eftir koma
eru allar í kilju en þær eru Sjötta
skotmarkið eftir James Patterson,
Lesarinn eftir Bernhard Schlink,
Konur eftir Steinar Braga og
Auðnin eftir Yrsu Sigurðardóttur.
Menningarverðlaun DV voru afhent í 30. skipti í Iðnó í gær. Veitt voru verðlaun í átta
flokkum auk þess sem Manfreð Vilhjálmsson arkitekt fékk heiðursverðlaun. Hljóm-
sveitin Hjaltalín fékk verðlaunin Val lesenda með netkosningu á dv.is.
Sigurvegararnir
Verðlaunin voru
afhent í iðnó í gær.
BókmennTir
n rán eftir Álfrúnu gunnlaugsdóttur
ByggingarlisT
n Kurtogpí fyrir menntaskóla
Borgarbyggðar
Fræði
n Þorvaldur Gylfason prófessor í
hagfræði við HÍ
Hönnun
n Katrín Ólína Pétursdóttir
kvikmyndir
n Kjötborg eftir Helgu rakel rafnsdóttur
og Huldu rós guðnadóttur
leiklisT
n Gunnar Eyjólfsson fyrir hlutverk sitt
sem Jónatan í Hart í bak.
myndlisT
n Bragi Ásgeirsson fyrir
yfirlitssýninguna augnasinfónía á
Kjarvalsstöðum
TónlisT
n Sinfóníuhljómsveit Íslands
val lesenda (neTverðlaun)
n Hjaltalín
Heiðursverðlaun
n Manfreð Vilhjálmsson arkitekt
sigurvegarar menningar-
verðlauna dv 2008
lesendur völdu
HjalTalín
Hjaltalín Hljómsveitin
fékk verðlaun lesenda.
Manfreð forseti Íslands afhenti
honum heiðursverðlaunin.