Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Page 2
Þriðjudagur 10. Mars 20092 Fréttir
Miklu stærri gjalddagi í Maí
Fjármálaeftirlitið tók yfir fjárfest-
ingabankann Straum-Burðarás
(Straum) í gær. Ástæða yfirtökunnar
var sögð sú að Straumur hefði ekki
geta lagt fram þá 2,5 milljarða króna
sem upp á vantaði til að standa skil
á láni bankans. Samkvæmt heimild-
um DV átti Straumur að standa skil
á miklu hærri upphæð í maí. Því hafi
Seðlabankinn metið það svo að ólík-
legt væri að bankinn næði að leysa úr
lausafjárvanda sínum. Auk þess hafi
stjórnvöld verið að vernda hagsmuni
Íbúðalánasjóðs og ýmissa lífeyris-
sjóða sem áttu 60 milljarða króna
innistæðu hjá Straumi.
Heimildir DV herma einnig að
með þessari aðgerð hafi Seðlabank-
inn fórnað Straumi til að bjarga
Sparisjóðabankanum. Sparisjóða-
bankinn fundaði með stjórnvöldum
um helgina líkt og Straumur. Skuld-
ir bankans nema um 150 milljörð-
um króna sem er tífalt eigið fé hans.
Af þessum 150 milljörðum eru um 75
milljarðar í höndum Seðlabankans
eftir veðkall Seðlabankans í lok síð-
asta árs.
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra sagðist í samtali við Vísi í gær
ekki útiloka að stjórnvöld yfirtækju
fleiri fjármálastofnanir á næstunni.
Unnið væri að lausn á vanda Spari-
sjóðabankans og annarra fjármála-
stofnana til að koma í veg fyrir hrun
þeirra.
Slæm lausafjárstaða
Að sögn forsvarsmanna Straums var
eiginfjárhlutfall bankans sterkt en
vegna bágrar lausafjárstöðu hafi ekki
verið hægt að halda áfram starfsemi.
Straumur átti að standa skil á
4,7 milljarða króna skuldbinding-
um í gær en átti aðeins 2,2 milljarða
króna. Lausafjárstaða Straums lækk-
aði um 140 milljarða króna á árinu
2008. Fjármálaeftirlitið sendi Straumi
bréf í fyrradag þar sem óskað var eft-
ir upplýsingum um lausafjárstöðu
bankans. Seðlabanki Íslands hafði
upplýst Fjármálaeftirlitið um þrönga
lausafjárstöðu Straums og var bréfið
sent vegna þessa.
Í svarbréfinu frá Straumi til Fjár-
málaeftirlitsins kom fram hverjar
skuldbindingar bankans voru og kom
fram þar að bankinn ætti ekki hand-
bæra þá tæplega 2,2 milljarða króna
sem bankinn þurfti að greiða í gær.
Var það mat bankans að ekki væri
raunhæfur kostur að bankinn gæti
aflað þess fjár sem þyrfti til að tryggja
áframhaldandi starfsemi hans. For-
svarsmenn bankans óskuðu þess
vegna eftir greiðslustöðvun.
Í framhaldinu skipaði Fjármála-
eftirlitið skilanefnd yfir Straumi og
var Reynir Vignir skipaður formað-
ur hennar. Fjármálaeftirlitið rak auk
þess Björgólf Thor Björgólfsson,
stjórnarformann Straums. Stærsti
einstaki hluthafi bankans var félag
Björgólfsfeðga, Samson Global Hold-
ings, sem fór með 34,3 prósenta hlut í
bankanum.
23 ára sögu lokið
Straumur varð til árið 2001 við sam-
einingu Hlutabréfasjóðsins hf.
og Hlutabréfasjóðs VÍB hf. Félag-
ið Burðarás var stofnað af Eimskipi
árið 1989. Í ágúst árið 2005, í fram-
haldi af stjórnarfundum Burðaráss,
Straums, Eimskipafélags Íslands og
Landsbanka Íslands, var ákveðið
að sameina Straum og Burðarás. Þá
fóru 37 milljarða eignir Burðaráss
inn í Landsbankann sem jók eigið fé
bankans á þeim tíma um 60 prósent.
Eigið fé hins sameinaða banka var þó
100 milljarðar króna.
Fjármálaeftirlitið yfirtók fjárfestingabankann Straum-Burðarás í gær. Ástæðan
var sögð sú að Straumur hefði ekki getað reitt fram 2,5 milljarða króna sem upp
á vantaði til að standa skil á lánum bankans. Samkvæmt heimildum DV stóð
Straumur frammi fyrir miklu stærri gjalddaga í maí og stjórnvöld hafi því metið
það svo að bankinn myndi ekki þrauka. Auk þess er talið að Straumi hafi verið
fórnað til að bjarga Sparisjóðabankanum.
annaS SigmundSSon
blaðamaður skrifar: as @dv.is
Síðasti bankinn straumur er fjórði
og síðasti stórbankinn sem fellur á
Íslandi. Bankinn glímdi við lausafjár-
vanda líkt og margir aðrir alþjóðlegir
bankar gera um þessar mundir.