Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Page 3
Þriðjudagur 10. Mars 2009 10Fréttir
Miklu stærri gjalddagi í Maí
Með falli Straums-Burðaráss í
gær er sögu þessara tveggja félaga
lokið. Mörg þúsund Íslendingar
höfðu átt hlutabréf í þessum félög-
um allt frá stofnun Hlutabréfasjóðs-
ins hf. árið 1986. Bæði Straumur og
Burðarás voru gríðarlega burðug
fyrirtæki áður en þau voru samein-
uð. Má þar nefna að eiginfjárhlutfall
Burðaráss árið 2004 var um 70 pró-
sent og Straumur var með sama eig-
infjárhlutfall árið 2003.
Gríðarlegur launakostnaður
Eftir að félögin voru sameinuð í lok
árs 2005 stækkaði efnahagsreikning-
ur félagsins hratt með stóraukinni
skuldsetningu. Miklar deilur voru
á milli stærstu hluthafa bankans í
byrjun. Þar deildu Björgólfsfeðgar
við viðskiptafélagana Kristin Björns-
son og Magnús Kristinsson, eigend-
ur Gnúps. Endaði það með því að
FL Group keypti 24,2 prósenta hlut
Magnúsar og Kristins í Straumi.
Straumur var þekktur fyrir að
borga góð laun en árið 2006 voru
meðallaun starfsmanna Straums
22,7 milljónir króna. Þórður Már Jó-
hannesson hafði 88 milljónir króna í
tekjur árið 2006 en hann lét af störf-
um hjá Straumi um mitt sumar það
ár eftir að Kristinn og Magnús seldu
hlut sinn. Þá hafði Friðrik Jóhanns-
son sem tók við forstjórastólnum af
Þórði 63,3 milljónir í laun.
Árið 2007 lét Friðrik af störfum
sem forstjóri og tók William Fall þá
við af honum. Friðrik fékk 412 millj-
ónir í laun hjá Straumi árið 2007 og
William Fall 55 milljónir króna.
Þættir í rekstri straums-Burðaráss
2003 2004 2005 2006 2007 2008
Heildareignir 23 90 259 412 652 514
Viðskiptavild 0 0 14,6 17,2 45 24
eigið fé 16 32 145 141 143 87
eiginfjárhlutfall 70% 36% 56% 34% 22% 17%
Hagnaður 27 45 14,3 -105
*allar tölur í milljörðum króna
*Í tölum 2003 og 2004 er Burðarás ekki talinn með
10 stærstu Hlut-
Hafar straums-
Burðaráss
1. samson global Holdings s.a.r.l. 34,3%
2. Landsbanki Luxembourg s.a. 16%
3. straumur-Burðarás 9,8%
4. Citigroup global Markets inc. 4,8%
5. glitnir banki hf 3,45%
6. Kaupþing Ís-15 2,23%
7. Lífeyrissjóður verslunarm. 2,22%
8. stafir lífeyrissjóður 1,75%
9. Horn fjárfestingarfélag ehf 1,56%
10. sameinaði lífeyrissj. 1,20%
Hættur Fjármálaeftirlitið vék
William Fall, forstjóra straums,
frá störfum í gær.
lítið eftir Ljóst er að umsvif
Björgólfsfeðga fara sífellt
minnkandi á Íslandi. Þeir hafa nú
misst báða banka sína, straum
og Landsbankann.