Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Side 4
Varnagli, einkahlutafélag í eigu
Tryggva Þórs Herbertssonar, fékk 150
milljóna króna lán frá Askar Capital
árið 2007 til að kaupa hlutabréf í fyr-
irtækinu. Tryggvi Þór var þá forstjóri
fyrirtækisins. Veðið fyrir láninu var
í hlutabréfunum sjálfum og var 50
prósent af andvirði þeirra. Hann fékk
jafnframt 150 milljóna króna lán frá
Glitni til að kaupa hlutabréf í Askar.
Tryggvi Þór, sem er prófessor við
Háskólann í Reykjavík og þátttak-
andi í komandi prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Norðausturkjördæmi,
staðfestir þetta í samtali við DV.
Borgaði enga vexti af láninu
Tryggvi segist aðspurður hafa selt
Varnagla aftur til Askar þegar hann
hætti sem forstjóri fyrirtækisins síð-
astliðið sumar til að gerast efnahags-
ráðgjafi hjá Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra. Söluverðið var 500 þúsund
krónur en það var sú upphæð sem
Tryggvi hafði sett inn í einkahluta-
félagið sem hlutafé og stofnfé. Hann
segist ekki hafa tapað neinu per-
sónulega á lántökunni og hlutabréfa-
kaupunum. „Ég kem á sléttu út úr
þessu persónulega: Ég tapaði engu
og græddi ekkert.“
Heildarskuldir Varnagla námu
rúmum 370 milljónum króna árið
2007 og voru 300 þeirra vegna lán-
anna frá Askar og Glitni, samkvæmt
ársreikningi félagsins.
Rúmar 70 milljónir af skuldum fé-
lagsins voru tilkomnar vegna kostn-
aðar við lánin, meðal annars vaxta-
greiðslna og gengisbreytinga. Tryggvi
staðfestir þetta og segir lánin hafa
verið svokölluð kúlulán þar sem lán-
takandinn greiðir ekki vexti af láninu
fyrr en í lok lánstímans. Tryggvi segir
að skuldin vegna lánanna hafi verið
skilin eftir inni í félaginu þegar hann
seldi það aftur til Askar.
Aðspurður hversu há lánsfjárhæð-
in sé orðin núna segist Tryggvi ekki
vita það. „Ég veit ekki hvernig þetta
stendur núna. Ég ber enga ábyrgð á
félaginu lengur,“ segir hann.
Hluti af starfskjörum Tryggva
Tryggvi segir að lánið frá Askar hafi
verið hluti af starfskjörum hans hjá
fyrirtækinu. Hann segir að honum,
líkt og öðrum framkvæmdastjórum
hjá Askar Capital, hafi verið boð-
ið að stofnuð yrðu einkahlutafé-
lög utan um hlutabréfakaup þeirra í
bankanum þegar hann hóf störf þar
í árslok 2006. Hann segist aðspurð-
ur hafa selt bréfin í fyrra þegar hann
hætti hjá Askar vegna þess að hann
hafi verið að hætta hjá félaginu og að
hann hafi ekki verið búinn að ávinna
sér réttinn til að eignast hlutabréfin
í bankanum. „Félagið hefði þurft að
eiga bréfin í bankanum í þrjú ár til
þess að eignast þau. Þetta er gert til
að koma í veg fyrir að sá sem fái lán-
ið eignist hlutabréfin án þess að hafa
unnið fyrir því,“ segir Tryggvi Þór og
bætir því við að líta megi á sölu hans
á Varnagla sem svo að samkomulag-
ið á milli hans og Askar hafi einfald-
lega gengið til baka.
Eðlilegir viðskiptahættir,
segir Tryggvi
Aðspurður segir Tryggvi að honum
þyki ekkert óeðlilegt við lánveiting-
una. „Þetta er bara hefbundið og eins
og hlutirnir gengu fyrir sig á þessum
tíma. Askar er einkahlutafélag en
ekki almenn-
ingshluta-
félag
þannig
að ekki
var ver-
ið að
svína á
nein-
um.
Hugs-
unin
er sú
að hags-
munir mínir
og félagsins
fari
saman. Þetta er bara það sem var
gert og var fullkomlega eðlilegt á
þeim tíma þó setja megi spurninga-
merki við það í dag,“ segir Tryggvi.
Svona viðskiptahættir
settu bankakerfið á hausinn
Vilhjálmur Bjarnason, formaður Fé-
lags fjárfesta, segir aðspurður að við-
skiptahættir eins og lánveitingin til
Tryggva hafi sett bankakerfið á haus-
inn. „Svona dílar keyrðu bankakerfið
í kaf. Það er svo einfalt. Það er hægt
að rústa heilu bankakerfi með svona
kúnstum,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir að slík viðskipti verði
til þess að eiginfjárstaða banka sé
fölsuð. „Í þessu tilfelli var eiginfjár-
staða tveggja íslenskra banka og
bankakerfisins fölsuð um 300 millj-
ónir. Eiginfjárstaða bankanna var
röng og ofmetin um þessar milljónir,“
segir Vilhjálmur en með slíkum við-
skiptaháttum geta bankar og banka-
kerfi virst burðugri fjárhagslega en
þau eru í raun og veru. „Það er ekkert
eigið fé í þessu því þetta er allt lánsfé.
Þetta er bara rugl,“ segir hann.
Í gær, eftir að DV hafði sam-
band við Tryggva Þór út af
kúluláninu, greindi hann frá
því á bloggsíðu sinni að hann
hefði fengið lánið.
þriðjudagur 10. mars 20094 Fréttir
FÉKK 150 MILLJÓNA
KÚLULÁN FRÁ ASKAR
Einkahlutafélag í eigu þáverandi forstjóra fjárfestingabankans Askar Capital, Tryggva
Þórs Herbertssonar, fékk 150 milljóna kúlulán frá bankanum til að kaupa hlutabréf í
bankanum sjálfum árið 2007. Tryggvi Þór seldi síðan einkahlutafélagið til Askar þegar
hann hætti hjá bankanum í fyrrasumar og skildi skuldirnar af lánunum eftir inni í
félaginu. Vilhjálmur Bjarnason segir að slíkir viðskiptahættir hafi leitt til hruns ís-
lensku bankanna.
IngI F. VIlHjálmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Þetta er bara það sem
var gert og var fullkom-
lega eðlilegt á þeim
tíma þó setja megi
spurningamerki við
það í dag.“
Forstjórinn fékk kúlulán Fyrrverandi
forstjóri askar Capital, Tryggvi þór
Herbertsson prófkjörsframbjóðandi fyrir
sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjör-
dæmi, fékk 150 milljóna króna kúlulán
frá askar Capital meðan hann var
forstjóri fyrirtækisins.
Eiginfjárstaðan ofmetin
Vilhjálmur Bjarnason telur
slíka viðskiptahætti hafa
leitt til bankahrunsins.
Tapaði hvorki né græddi
Tryggvi þór segist hvorki
hafa tapað né grætt á láninu.
Máli Daggar
vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði
í gær frá máli Daggar Pálsdótt-
ur, lögmanns og varaþingmanns
Sjálfstæðisflokksins, á hendur
Sögu verktökum ehf. Fyrirtæk-
ið stefndi Dögg upphaflega
til greiðslu fimmtán milljóna
króna sem hún er sögð skulda
fyrirtækinu vegna framkvæmda
við tvær íbúðir Daggar og sonar
hennar. Dögg sneri vörn í sókn
og stefndi sjálf verktökunum til
að greiða sér fjórtán milljón-
ir króna. Dögg bar við að þeir
hefðu tekið lengri tíma í verkið
en um var samið og reikningar
verið hærri en við var að búast.
Saga verktakar kröfðust frávís-
unar sem fallist hefur verið á.
Sextán þúsund
atvinnulausir
Sextán þúsund fjögur hundr-
uð þrjátíu og fimm eru nú á
atvinnuleysisskrá hjá Vinnu-
málastofnun ríkisins samkvæmt
nýjustu tölum. Vinnumála-
stofnun segir þó tölurnar ekki
gefa nógu skýra mynd af þeim
sem eru atvinnulausir þar sem
hópur fólks er á hlutabótum á
móti hlutastarfi. „Um þessar
mundir er fjöldi þeirra sem eru
á hlutabótum á móti hlutastarfi
á milli 2.000 og 2.500,“ segir á vef
Vinnumálastofnunar.
Þungstígir á
bensíngjöfina
Fjörutíu ökumenn mega eiga von
á því að þurfa að borga myndar-
lega sekt en þeir voru allir teknir
fyrir hraðakstur í umdæmi lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu. Umferðardeild lögreglunnar
boðaði fyrir helgi aukið umferð-
areftirlit á Hafnarfjarðarvegi og
voru langflestir ökumannanna
stöðvaðir þar. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu voru nær
allir á hundrað til hundrað og tíu
kílómetra hraða en sá sem hrað-
ast ók mældist á 125 þar sem há-
markshraði var 80.
Bátur sökk í höfn
Vélbáturinn Hrönn ÍS sökk í
höfninni á Ísafirði á laugardag-
inn. Lögreglan á Vestfjörðum
fékk einnig tilkynningu um að
vélbáturinn Jón forseti væri að
sökkva en sá bátur var bundinn
utan í Hrönn. Kallaðir voru til
hafnarstarfsmenn og bátaflokk-
ur Björgunarfélags Ísafjarðar til
aðstoðar. Hægt var að koma í
veg fyrir að Jón forseti sykki og
var hann færður annað í höfn-
inni. Ekki er vitað um orsakir
þess að Hrönn sökk en unnið
verður að því að koma bátnum
aftur á flot í dag.