Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2009, Side 15
Þriðjudagur 10. Mars 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Ólína Þorvarðardóttir.“ Hvað drífur þig áfram? „réttlæt- iskennd.“ Hvar ertu uppalin? „Ég er uppalin í reykjavík og á Vestfjörðum.“ Hvert er mesta góðgæti sem þú veist um? „Hrísgrjónagrautur með kanil, rjóma, rúsínum og lifrarpylsu.“ Heldur þú að reynsla þín sem skólameistari muni nýtast þér í pólitík? „já, vafalaust.“ Með hvaða flokkum vilt þú helst fara í stjórn? „Ég vil félagshyggju- stjórn.“ Hvað finnst þér um hæg viðbrögð stjórnvalda við þeim hugsanlega miklu efnahags- brotum sem hafa átt sér stað á Íslandi? „Mér finnst það mætti ganga hraðar og markvissar fyrir sig að upplýsa hvað gerðist og koma lögum yfir þá sem brutu af sér.“ Þarf að skerpa lögum um efnahagsbrot? „Það má vafalaust gera þau skýrari og ekki síður fylgja þeim betur eftir.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „siðbót í íslenskum stjórnmálum og að vernda fjölskyldurnar í landinu fyrir afleiðingum bankahrunsins. Einnig atvinnu- og neytendamál.“ Ertu ánægð með kosninguna? „Ég er hæstánægð og þakklát fyrir þetta traust.“ Finnst þér að frysta ætti eigur auðmanna? „Fyrst og fremst þarf að fara að lögum. En ef lögin ná ekki yfir þá sem komu okkur á kaldan klakann þá finnst mér að þurfi að endurskoða þau.“ Hvað er næst á dagskrá? „Kosningabarátta. að ná þriðja manni inn fyrir samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi.“ Ætlar þú til útlanda í sumar? „já, ég fer til danmerkur og vonandi til spánar. Ég átti heima í danmörku í tvö ár þannig að ég er eiginlega að fara heim. svo ef fjölskyldan mín fer til spánar þá fer ég með. Það er enn óvíst.“ SigrÍður Vala HElgadóttir MöllEr 15 ára NEMi „Ég fer kannski til danmerkur með vinkonu minni og ætla að vera þar eins lengi og ég get.“ Saga Björk FriðÞjóFSdóttir 17 ára NEMi „Ég ætla í heimsreisu í byrjun maí. Ég ætla að ferðast um allan heiminn.“ tóMaS EinarSSon 39 ára sjÓMaður „Nei, mér finnst svo gaman að vera á Íslandi.“ kári SiggEirSSon 20 ára og atViNNulaus Dómstóll götunnar ólÍna ÞorVarðardóttir náði 2. sæti í prófkjöri samfylkingar í Norðvesturkjördæmi með sannfær- andi kosningu. Hún telur að reynsla sín sem skólameistari muni nýtast sér í pólitík. Hún berst fyrir siðbót í íslenskum stjórnmálum, vill félags- hyggjustjórn og grjónagraut með kanil, rúsínum, rjóma og lifrarpylsu. Siðbót í Stjórnmálum „Ég er að fara í pílagrímaferð í Baskalandi á spáni eftir átján daga. Ég fer með nokkrum úr skólanum mínum, Menntaskólanum í Kópavogi, en ég held að við náum ekki að ganga alla pílagrímaleiðina.“ MarÍn rut BEcH ingadóttir 17 ára NEMi maður Dagsins Á föstudag samþykkti ríkisstjórn- in ellefu tillögur sem ég lagði fram úr starfi sérstaks samstarfshóps átta ráðuneyta sem á með öllum tiltæk- um ráðum að vinna að því að skapa störf og sporna gegn atvinnuleysi. Einhugur var um það í stjórninni að vinna að framgangi þessara tillagna sem gætu skapað ríflega 4000 árs- verk á næstunni. Verkefnin tengjast fjölda stofnana, og byggja einnig á hugmyndum sem við höfum sótt til atvinnulífsins og verkalýðshreyfing- arinnar. Þessi verkefni leysa síður en svo öll vandamál dagsins. Þúsundir ársverka skipta þó verulegu máli, og þessi aðgerð sýnir að í erfiðri stöðu þjóðarinnar leitar ríkisstjórnin allra leiða til að draga úr atvinnuleysi. Fleiri hugmyndir eru til skoðunar, og samstarfshópurinn er síður en svo hættur störfum. Störfin eru af mjög margvíslegum toga. Þau skapast í byggingariðnaði, framkvæmdum við snjóflóðavarnir, gróðursetningu, grisjun og stígagerð, orkuviðhaldi og orkusparnaði, minni útflutningi óunnins fiskjar, hækkun endurgreiðslna vegna kvikmynda- gerðar, þróunarverkefni í ferðaþjón- ustu, frumkvöðlasetur í Reykjavík, samstarfsverkefni iðnaðarráðuneyt- isins og Atvinnuleysistrygginga- sjóða um ráðningu sérfræðinga af atvinnuleysiskrá til nýsköpunarfyri- tækja, verulegar bætur á skattaum- hverfi nýsköpunarfyrirtækja sem gerir þeim kleift að láta innri vöxt og fjölgun starfa verða á Íslandi, og einn tillagan sem samþykkt var er um fjölgun þeirra sem njóta listamanna- launa. Þessi upptalning endurspegl- ar breidd framtaksins, enda eru sem fyrr segir átta af tólf ráðuneytum með í þessu átaki gegn atvinnuleysi. Frágangur og viðhald Í Reykjavík blasa víða við fokheld- ar glæsibyggingar sem áttu að hýsa atvinnulíf í útþenslu. Hugvitsam- ir byggingarmenn hafa bent á þjóð- hagslega hagkvæmni þess að ljúka þessum byggingum og koma þeim í not. Ein leið til þess er að hraða út- boði á leiguhúsnæði fyrir þær stofn- anir ríkisins sem þegar hafa fengið heimildir til þess á fjárlögum að ráð- ast í úrbætur á sínum húsnæðismál- um. Hér er um að ræða allmargar stofnanir og vinna við frágang á hús- næði fyrir þær myndi skapa um 750 ársverk. Útgjöldin fyrir ríkið koma fram síðar í leiguverði en þýða ekki bein útgjöld nú þegar. Það er mikil- vægt atriði meðan verið er að vinna niður fjárlagahalla. Breytingar á fokheldu húsnæði eru mjög mann- aflsfrekar, og hafa skjót áhrif til hins betra á vinnumarkaði. Þetta er um leið góð leið til þess að skapa veltu á skeiði stöðnunar og samdráttar. Hið sama má segja um hækkun á end- urgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað í 100% sem nú er ákveðið að verði einnig látin ná til sumarbústaða og bygginga sveit- arfélaga. Rýmkun á reglum Íbúða- lánasjóðs vegna viðhalds félagslegra íbúða mun sömuleiðis skapa um- talsverðan fjölda ársverka. kvikmyndaverkefni Það skiptir líka máli að ýta und- ir fjölgun starfa í skapandi afþrey- ingu og listum. Hækkun endur- greiðslna vegna kvikmyndagerðar úr 14% í 20% gæti þýtt 120- 150 ársverk í atvinnugrein sem skiptir máli á Ís- landi. Þrjú stór kvikmyndaverkefni, bandarísk víkingamynd í stjórn Balt- asars, bresk-ástralska Toma verkefn- ið og bresk sjónvarpsmynd BBC, eru í burðarliðnum. Þau skapa grundvöll fyrir íslensk kvikmyndateymi sem geta síðan aflað fleiri verkefna á sviði alþjóðlegrar auglýsinga- og heim- ildamyndagerðar. Hér hafa aðeins verið nefnd tvö dæmi af mörgum sem ásamt íviln- unum til rannsókna og fjárfestinga í nýsköpun geta skipt verulegu máli í atvinnusköpun á næstu mánuðum. Samstarfshópur ráðuneytanna held- ur áfram störfum, og þeim ellefu til- lögum sem ríkisstjórnin samþykkti um sköpun fjögur þúsund ársverka á eftir að fjölga. Ég lít á það sem for- gangsverkefni mitt sem ráðherra að gera allt sem hægt er til að draga úr því sem ég lít á sem mesta böl sér- hvers manns – að hafa ekki atvinnu fyrir hendur sínar og huga. 4000 ársverk gegn atvinnuleysi kjallari svona er íslanD 1 ungfrú heimur heit á bikiníi – myndir dayana Mendoza vakti gríðarlega mikla athygli á Bahama-eyjum á dögunum. 2 Ætlar að selja glæsibílinn og lækka laun lúðvík lúðvíksson segir að sitt fyrsta verk, nái hann kjöri, verði að lækka laun formanns Vr og selja glæsibifreið Vr sem borguð er af félagsmönnum. 3 Fall Straums vekur heimsat- hygli Viðskiptamiðlarnir Ft og Bloomberg gerðu hrun straums að umtali á heimasíðum sínum í gær. 4 „akandi tarzan“ í slæmum málum – myndband Myndband af 23 ára atvinnubílstjóra frá rúmeníu, sem sýnir hann syngjandi og dansandi undir stýri, lak til fjölmiðla. 5 jessica Simpson: aftur í stuttbuxurnar frægu - myndir söngkonan jessica simpson sætti mikilli gagnrýni í fjölmiðlum vestanhafs í byrjun árs vegna nokkurra aukakílóa. 6 rosario dawson stórglæsileg leikkonan rosario dawson er glæsileg í nýjasta tölublaði Complex á eggjandi myndum í hinum ýmsu gervum. 7 kata klúðrar meikinu leikkonan Catherine Zeta-jones mætti til leiks á frumsýningu einleiks tengda- föður síns, Kirks douglas, en leit út fyrir að hafa farið offari í förðuninni. mest lesið á dV.is öSSur SkarpHéðinSSon iðnaðar- og utanríkis- ráðherra skrifar „Þetta er um leið góð leið til þess að skapa veltu á skeiði stöðnun- ar og samdráttar. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.