Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Page 12
föstudagur 13. mars 200912 Fréttir
Vísitala Baugs
1989:
Jóhannes og
Jón Ásgeir
stofna fyrstu
Bónus-
verslunina.
1989:
önnur
verslun
Bónuss
opnar.
1992:
Hagkaup
kaupir
helminginn
í Bónus.
1993: Jón
Ásgeir og
Jóhannes
kaupa
Hagkaup.
1994:
Bónus
opnar
verslun í
fær-
eyjum.
1998: Baugur
verður til. rekstur
Hagkaupa,
Nýkaupa, Bónuss,
Hraðkaupa,
aðfanga og 10-11
er undir merkjum
Baugs.
2001: Bonus dollar stores opnaðar í Banda-
ríkjunum. Baugsfeðgar tapa gríðarlegum
upphæðum og draga sig út úr rekstrinum.
2002:
Baugur
group
verður til.
2003: Baugur
group kaupir
Hamleys í
Bretlandi og
nær yfirráðum
í Oasis og
Julian graves.
2003: Baugur
kaupir
fréttablaðið
og dV. Kaup-
ir Norðurljós
sama ár.
2004: Eignast
30% í Norður-
ljósum og frétt
ehf. fjölmiðla-
frumvarpið
kemst í hámæli.
2004:
magasin du
Nord keypt.
2004: Iceland, Book-
er og Woodward
keypt. Ársvelta
Baugs group 800
milljarðar króna.
2005: mosaic
fashions keypt.
Oasis, Coast,
Karen millen
og Whistles
undir merkjum
mosaic.
2005: Baugur
eignast Jane
Norman fyrir
117,4 milljónir
punda.
2005: Baugur
eignast 80
prósent
í Illum-
vöruhúsinu í
danmörku.
2005: Baugur
eykur hlut
sinn í fL
group.
2006: Vöru-
húsakeðjan
House
of fraser
keypt.
2006: Baugur
eignast hlut í
tískufyrirtækinu
all saints.
HRINGNUM LOKAÐ
„Upphafið að endalokum Baugs
Group hófst þegar Gunnar Sigurðs-
son, forstjóri félagsins, var truflaður
í miðjum kvöldverði á hinu glæsi-
lega Mayfair Casino Fifty-hóteli,
þar sem hann sat að snæðingi með
Sir Tom Hunter fjárfesti. Í símtali
fékk hann þær fréttir að viðræð-
um við Landsbankann um endur-
skipulagningu eigna hefði verið hætt
og að BG Holding, dótturfyrirtæki
Baugs, myndi fara í greiðslustöðv-
un,“ þannig lýsti breska blaðið Te-
legraph, þann 9. febrúar síðastlið-
inn, því augnabliki þegar forstjóri
Baugs fékk fréttir af því í hvað stefndi
hjá fyrirtækinu hans. Pungspark frá
Landsbankanum, kallaði Jón Ásgeir
Jóhannesson ákvörðunina. Skuld-
ir Baugs eru metnar á 148 milljarða
króna umfram eignir og því sá Hér-
aðsdómur Reykjavíkur ekki ástæðu
til þess að framlengja greiðslustöðv-
unina.
Nú, rúmum mánuði síðar, hefur
félagið óskað eftir því að vera tekið til
gjaldþrotaskipta. Stærsta viðskipta-
veldi Íslandssögunnar riðar til falls.
Gætu misst verslanirnar
Gjaldþrot Baugs Group mun að öll-
um líkindum verða þungur baggi
fyrir Gaum, eignarhaldsfélag Jóns
Ásgeirs og fjölskyldu. Síðasta sumar,
þegar óveðursskýin höfðu hrannast
upp í efnahagslífinu, losaði Baugur
Group sig við allar eignir sínar á Ís-
landi og tók Gaumur yfir Haga sem
rekur meðal annars Bónus, Hagkaup
og 10-11.
Í gjaldþrotaskiptalögum eru
ákvæði sem heimila riftun viðskipta-
samninga allt að 24 mánuði aftur í
tímann frá því að félag óskar eftir því
að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Sá
möguleiki hefur verið nefndur í fjöl-
miðlum að í gjaldþrotameðferðinni
muni kröfuhafar í Baugi láta reyna á
þessi ákvæði fyrir dómi, það myndi
þýða að kaupum Gaums á Högum
yrði rift og verslanir Haga því dragast
með beinum hætti inn í gjaldþrota-
meðferðina. Það var þó álit lögmanns
sem DV leitaði til að þessi ákvæði
gjaldþrotalaganna væru margþætt
og gríðarlega flókin, svo alls er óvíst
hvort kröfuhafar gætu náð þeim í
gegn, létu þeir á það reyna.
En gjaldþrot Baugs er líklegt til að
vera þungt högg fyrir Gaum hvort eð
er, enda á félagið 75 prósenta hlut í
Baugi og er langstærsti hluthafinn.
Það er álit hagfræðinga sem DV hefur
rætt við að líkur séu á því að Gaum-
ur geti fallið með Baugi. Gerist það
er ekki útilokað að mikil uppstokkun
verði í smásöluverslun á Íslandi, en
Baugur hefur verið langstærsta fyrir-
tæki landsins á því sviði í 11 ár.
Jóhannes Jónsson óttast þau ör-
lög þó ekki og segist vera bjartsýnn
á framtíðina. Hann ætlar að halda
sókn Bónuss áfram. „Ég ætla að
halda áfram og vera aldrei grimmari
en nú,“ sagði hann í viðtali við DV í
gær.
Smáverslun verður veldi
Árið 1989 stofnuðu Jóhannes Jóns-
son og sonur hans Jón Ásgeir Jóhann-
esson, þá nýskriðinn úr Versló, mat-
vöruverslunina Bónus í Skútuvogi.
Það byrjaði ekki gæfulega hjá feðg-
unum, sem enn höfðu ekki fengið
viðurnefnið Baugsfeðgar. Þeir fengu
litla fyrirgreiðslu í bönkum og hús-
næðið í Skútuvoginum var ekki upp
á marga fiska. Þannig átti rafmagni
til að slá út ef álagið var mikið. Ein-
ungis var tekið við reiðufé í búðinni
fyrst um sinn. Rekstur Bónuss var
þungur en þremur mánuðum eftir
opnun fyrstu verslunarinnar opnuðu
feðgarnir aðra búð í Faxafeni við hlið
Hagkaupa.
Næstu þrjú ár þar á eftir áttu Bón-
usfeðgar í harðri samkeppni á smá-
sölumarkaðnum við hið rótgróna
Hagkaupsveldi. Árið 1992 fór það
loksins svo að feðgarnir seldu Hag-
kaupum helmingshlut í Bónus, á
þeirri stundu var ekkert sem benti til
þess að þeir myndu yfirtaka íslenska
smásölumarkaðinn í nánustu fram-
tíð. Vendipunkturinn varð hins veg-
ar þegar Hagkaupsfjölskyldan hafði
hug á að kaupa feðgana út úr rekstri
Bónuss. Hröð atburðarás leiddi hins
vegar til þess að feðgarnir gerðu í
staðinn gagntilboð í báðar verslanir.
Hagkaupsfjölskyldan samþykkti til-
boðið og skyndilega voru feðgarnir
orðnir risar á á smásölumarkaðnum.
Í fléttu sem síðar varð hluti af
Baugsmálinu fyrir dómi eignuðust
feðgarnir einnig verslanakeðjuna
10-11. Á þeim tíma voru þeir komn-
ir með ríflega helmingshlutdeild í ís-
lenska matvörumarkaðnum.
11 ára yfirráð Baugs
Árið 1998, eða níu árum eftir að smá-
söluævintýri Bónusfeðga byrjaði,
stofnuðu þeir eignarhalds- og fjár-
festingafélagið Baug Group, en orð-
ið baugur merkir hringur. Á næstu
árum óx veldi Baugs jafnt og þétt.
Árið 2001 urðu hins vegar vatnaskil
hjá félaginu þegar ákveðið var að
færa sig út fyrir landsteinana og taka
land í Bretlandi. Slíkur var hraðinn á
vexti Baugs í Bretlandi að fjölmiðlar
þar í landi fóru að líkja hinum unga
forstjóra, Jóni Ásgeiri, við víkinga
fyrri tíma. Ólíkt forfeðrum sínum
kaus Jón Ásgeir þó svört sérsniðin
jakkaföt, svarta skyrtu, axlasítt hár og
einkaþotu fremur en víkingahjálm,
höggsverð og langskip.
Baugur fjárfesti grimmt í bresk-
um smásölukeðjum og var sam-
líkingin við víkingana aldrei langt
undan í fjölmiðlum. Fjárfestingum
í aðalverslanakeðjum Baugs var líkt
við áhlaup víkinga á kaupmenn síns
tíma.
Baugur eignaðist 20 prósenta hlut
í Arcadia, Topshop og Dorothy Perk-
ins Group. Á næstu árum fór Baug-
ur eins og stormsveipur um Bretland
og Danmörku. Félagið keypti meðal
Baugur Group reis hæst allra íslenskra
fyrirtækja en 11 árum eftir að félagið var
stofnað blasir risastórt gjaldþrot við fyrir-
tækinu. Kröfuhafar eiga tæknilega mögu-
leika á því að freista þess að fá kaupum
Gaums á verslunum Baugs rift og gætu
Baugsmenn misst þær. Jóhannes í Bónus
er ekki á þeim buxunum að gefast upp. Á
20 árum hafa Baugsfeðgar farið úr engu
upp í hæstu hæðir og niður aftur.
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Sakborningar markaðurinn mat eignir
Jóns Ásgeirs á 75 milljarða króna árið 2007.
Ógjörningur að meta eignir hans nú.