Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Page 18
Blysför án fyrirheits
föstudagur 13. mars 200918 Umræða
Sandkorn
n Reiðin gegn svokölluðum
útrásarvíkingum hefur fram
að þessu beinst að mestu
gegn Björgólfi Thor Björg-
ólfssyni og Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni en Exista-bræður
og Kaup-
þingsstjórar
hafa flotið
með. Aðrir
útrásarvík-
ingar hafa
sloppið.
Þannig tala
fáir um Jón
Helga Guð-
mundsson, aðaleiganda Nor-
vik og stærsta eiganda Byko,
Nóatúns og Krónunnar. Hann
nýtur svo mikillar friðhelgi að
í bloggheimum er áberandi að
skorað er á fólk að sniðganga
Bónus en versla við Krónuna.
n Styrmir Gunnarsson,
fyrrverandi ritstjóri Morgun-
blaðsins, skuldaði hartnær
100 millj-
ónir hjá
Lands-
bankanum
á sínum
tíma. Ekki
var gengið
að ritstjór-
anum
vegna
þessa en pólitískir andstæð-
ingar notuðu skuldina til að
koma höggi á hann í umræð-
unni og vildu meina að hann
væri háður Landsbankan-
um. Styrmir hefur sjálfur ekki
viljað ræða það mál opinber-
lega. Kvittur er uppi um að
láni hans hafi verið komið inn
í Straum og það sé því í hönd-
um skilanefndar núna.
n Margir hafa brugðið sér í
Eymundsson undanfarna viku
til að næla
sér í eintak
af bókinni
Justice �nd-
er Siege eftir
Evu Joly
þar sem
hún segir
söguna um
hvernig
hún eltist við fjárglæframenn
í Frakklandi. Athygli vekur að
bókin er gefin út af forlaginu
Citizen Press sem Björn Jón-
asson bókaútgefandi rekur í
Noregi, en hann var einu sinni
kenndur við forlagið Svart á
hvítu á Íslandi.
n Formála bókar Evu Joly
skrifar Kristín Þorsteins-
dóttir sem á sínum tíma var
sjónvarpsfréttamaður á RÚV.
Kristín rekur ævi Joly og fer
um hana fögrum orðum, svo
ljóst er að þær þekkjast vel.
Eins og allir vita kom Eva
Joly hingað á dögunum til að
veita íslenskum stjórnvöldum
ráðleggingar um hvernig rétt
sé að gera upp bankahrun-
ið og eltast við okkar eigin
fjárglæframenn. Ekki er ljóst
hvort þær Eva og Kristín hitt-
ust við það tækifæri en það
kann þá að hafa verið frekar
vandræðalegt með tilliti til
þess að Kristín hefur undan-
farið starfað sem fjölmiðla-
fulltrúi Baugs Group.
LyngháLs 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Ég ætla að
halda áfram og
vera aldrei
grimmari en nú.“
n Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, um hvort
hann óttist að missa verslanir sínar eftir að
Baugur Group varð gjaldþrota. - DV
„Hvor skyldi nú
hafa vinninginn
í upplýstri
umræðu fyrir
alla sem vilja taka
þátt, marskálkurinn eða
krulli?“
n Egill Helgason um bloggdeilur hans og
Róberts Marshall sem snúast meðal annars um
ljótt sjónvarpssett sem Egill var í á sínum tíma. -
DV
„Hópurinn mun
meðal annars
leika veigamikið
hlutverk í næsta
Spaugstofuþætti.“
n Karl Ágúst Úlfsson leikari um hóp fyrrverandi
nemenda sinna sem kom frá Bandaríkjunum til
heimsækja kappann. - DV
„Ég leit út alveg
eins og Fred
Astaire.“
n Geir Ólafsson söngvari um
fermingarklippinguna sína. Annars
var hann kæddur í leðurjakka, hvíta skyrtu, gráar
buxur og með grænt bindi. - DV
Auður Íslands
Leiðari
Í allri ringulreiðinni sem ríkir á Íslandi eftir hrunið gleym-ist hvað er gott á Íslandi. Fólk er bugað af tali hagfræðinga
og annarra spekinga sem eru
samtóna um það helst að hafa
sjálfir séð fyrir hrunið og varað
við því. Í stað þess að lofsyngja
útrásina er nú hópur manna í því
að klappa fyrir hagfræðingunum
sem sáu allt en sögðu fátt. Mest-
öll umræðan umhverfist enn
um sekt einstaklinga eða hópa,
sem vissulega er til staðar að ein-
hverju marki. Fyrst og fremst er
þó um að kenna hjarðeðli fólks
sem horfir í svartnættið þegar fífl-
ið bendir. Þótt útrásin hafi reynst
langt utan skynsemi að mörgu leyti má ekki
gleyma því að leita að ástæðum hrunsins
í öðrum þáttum. Lánastefna útrásarbank-
anna var vissulega út úr öllu korti en jafn-
framt er ljóst að heimskreppan skall á Íslandi
af þunga. Bankahrunið hefur enn ekki verið
gert upp. Þar þarf að líta til aðgerða stjórn-
enda Seðlabankans og stjórnmálamanna í
aðdragandanum ekki síður en framgöngu
eigenda bankanna. Það hjálpar þó engum
að leggjast í vol eða víl yfir því hvernig kom-
ið er. Nú dugir það eitt að nýta þau fjölmörgu
gæði sem landið ræður yfir og
rífa þjóðina upp aftur. Einhverj-
ir tala um að þjóðargjaldþrot sé
óumflýjanlegt. Það þýðir þó ekki
að þjóðin flytji burt af eyjunni.
Gjaldþrot er ekki endir alls og
það getur allt eins markað nýtt
upphaf að frábæru samfélagi sið-
væðingar. Við þurfum að hlusta
á þá stjórnmálamenn sem boða
lausnir og endurreisn í stað þess
að festast í svartagallsrausi með
hinum sem komast ekki út úr
þeirri hugsun að refsa mönnum
eða hópum. Ísland býr að gjöf-
ulum fiskimiðum, orkulindum,
sterkum landbúnaði og frábær-
um mannauði. Hagfræðingar og
aðrir spekingar eiga að horfa til lausna þótt
auðvitað verði skipulega að greina ástæður
hrunsins. Nú skiptir öllu máli að mannauður
Íslands nýtist sem best. Endurreisnin verður
að hefjast sem allra fyrst.
reynir traustason ritstjóri skrifar. Gjaldþrot er ekki endir alls.
bókStafLega
Breyskleiki og blygðun
Í vikunni kom litli hagfræðingur-
inn út úr skápnum og sagði okk-
ur að hann hefði lánað sjálfum sér
150 milljónir og að hann hefði feng-
ið annað eins á bestu kjörum hjá ís-
lenskum banka. Aðspurður sagðist
litli hagfræðingurinn ekki vita hvort
hann hefði hugsanlega sloppið við
að borga 75 milljónir. Hann viður-
kenndi að vísu að honum hefði tek-
ist að semja svo vel við sjálfan sig að
hugsanlega myndu gjörningar hans
allir teljast löglegir – jafnvel þótt sið-
leysi fylgdi – einsog hver annar bögg-
ull skammrifi.
Og hvað svo? Jú, yndislegu Íslend-
ingar, haldið þið að litli hagfræðing-
urinn ætli ekki í framboð. Ha? Jú,
auðvitað hjá Sjálfstæðisflokki. Litli
hagfræðingurinn sagði okkur það
einnig, að þó að hann vissi ekki um
neina einstaklinga sem fengið hefðu
sömu fyrirgreiðslu og hann sjálfur,
þá vissi hann um heilu hópana sem
slíka hjálp hefðu hlotið. (Þetta heitir
víst á máli hagfræðinnar að sjá ekki
trén fyrir skóginum.) En, kæra þjóð,
núna er kosningamaskína frjáls-
hyggjunnar farin af stað. Helminga-
skiptaveldið ætlar að draga fram
nokkra einstaklinga – setja þá í gapa-
stokk um stundarsakir og gera þá að
athlægi – svona rétt til að hressa uppá
móralinn. Þeir vita það nefnilega að
Sjálfstæðisflokkurinn er trúarhreyf-
ing sem hefur ekkert með stjórnmál
að gera. Fólk kýs þann flokk í blindni
einsog villuráfandi sauðir tældir af
löngun í vota tuggu.
Núna erum við að bíða eftir því
að þeir komi allir úr skápnum. Við
vonum að þeir sýni sig, allir skó-
sveinar Björns Bjarnasonar – sem
hjálpaði okkur að búa til hið geð-
veikislega fyndna embætti sérstaks
saksóknara – embætti sem hefur
það verkefni eitt að naga blýanta.
Við erum að tala um skósmiði auð-
valdsins – fólk einsog Davíð Odds-
son, Finn Ingólfsson og Valgerði
Sverrisdóttur. Við erum að tala um
einkavini Davíðs Oddssonar, fyrr-
verandi bankamanns. Við erum að
tala um karla og konur, fólk sem á
einhvern hátt tengist valdaklíku
helmingaskipta, fólk tengt þeim
sem við toppinn sátu.
Þökk sé Búsáhaldabyltingunni.
Núna höfum við fengið ríkisstjórn
sem þorir að setja fagmenn í vinnu
við að rannsaka hrunið. Núna verð-
ur skipað fjölmennt rannsóknart-
eymi. Núna fáum við loksins að sjá
sorann sem við þorðum ekki einu
sinni að hugleiða. Núna mætir Eva
Joly til starfa og sýnir okkur hvar
Davíð keypti ölið.
Í lífsins bók þeir letra hratt
sem lofa svika vígi
með harla margt að hálfu satt
en hitt er bara lygi.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Helmingaskipta-
veldið ætlar að
draga fram nokkra
einstaklinga – setja
þá í gapastokk um
stundarsakir.“
SkáLdið Skrifar
Svarthöfði
Þórhallur Vilhjálmsson mark-aðsfræðingur hlýtur að íhuga alvarlega að skipta um titil í símaskránni eftir að hann
varð að athlægi fyrir misheppnuðustu
markaðsherferð sem sögur fara af eftir
hrun. Þórhallur lagði upp í göfugan
göngutúr með kyndil á lofti til þess
að leysa hallærislega leiðtogakreppu
Samfylkingarinnar. Hann hugðist
bregða blysi skynseminnar á loft og
leiða hóp villuráfandi samfylkingar-
sauða að heimili Jóhönnu Sigurðar-
dóttur og grátbiðja hana um að svara
kalli fjöldans og fylla skarð Ingibjargar
Sólrúnar.
Mislestur Þórhalls á mark-aðsaðstæðum og vanmat á framboði og eftirspurn toppar næstum Icesave-
herferð Landsbankans í fíflagangi.
Nokkur eftirspurn er vissulega eftir
kröftum Jóhönnu en framboðið á fólki
sem nennir að sýna henni það í verki
er ekkert. Eiginlega er framboðið á
fótgönguliðum blysfarar Þórhalls jafn
glæsilegt og framboðið á leiðtogaefn-
um Samfylkingarinnar.
Ástþór Magnússon á að baki farsælli leiðangra en þessa bálför aulahrollsins en að-eins einn villuráfandi vegfar-
andi og nokkrir fjölmiðlungar mættu
í skrúðgönguna sem varð fyrir vikið
besti brandari vikunnar þrátt fyrir ein-
lægan og göfugan hug eldhugans sem
vildi bera elda að húsi Jóhönnu og
þvinga hana til þess að taka að sér það
sem nú virðist vera óáhugaverðasta og
lummulegasta embætti sem er á lausu
á Íslandi um þessar mundir.
Hversu hallærislegur getur annars einn stjórnmála-flokkur verið? Einhvern reyting af fólki sem hefur
tíma til að drepa langar að fá að leiða
Frjálslynda flokkinn í sitt pólitíska
grafhýsi. En enginn. Ekki ein einasta
manneskja getur hugsað sér að leiða
Samfylkinguna í fylgisuppsveiflu í
gegnum kosningar. Varla hefði þurft
að leggjast í djúpar markaðsrann-
sóknir til þess að komast að því að
þessa blysför ætti aldrei að fara. En
Þórhallur virðist vera jafn skynugur á
markaðsaðstæður og snillingarnir hjá
gamla Landsbankanum sem ætluðu
að troðfylla galtómar fjárhirslur sínar
með því að hafa sparifé af blásaklausu
fólki í gervallri Evrópu.
Sem betur fer hafði peninga-ryksuga Landsbankamanna aðeins náð til vasa Breta og Hollendinga áður en bankinn
hrundi. Annars stæðum við nú í fyr-
irfram töpuðu stríði við sameinaða
Evrópu. Eyðimerkurganga Þórhalls
með kyndilinn var byggð á álíka mark-
vissum mislestri á markaðsaðstæðum
og Icesave-átak Landsbankans. Meg-
inmunurinn á þessum tveimur mark-
aðsherferðum er að brandari Þórhalls
var ódýrari og fyndnari. En báðum
fylgir sársaukafullur aulahrollur.