Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 9
föstudagur 13. mars 2009 9Fréttir MÁLVERKAUPPBOÐ Í GALLERÍ BORGsunnudaginn 15. mars kl. 20.30 Nú er daginn farið að lengja, stutt í sumarið. Við fögnum því. Eyjólfur Kristjánsson skemmtir gestum. Boðið verður upp á veitingar. Sýning uppboðsverka fer fram í Gallerí Borg, Skipholti 35, laugardag kl. 11 - 17 og sunnudag kl. 13 til 17 Nú er rétti tíminn til að fjárfesta í verkum gömlu meistaranna ATH! Uppboðið hefst kl 20.30 og lýkur um kl. 22.10Skipholti 35 - sími 511 7010 petur@galleriborg.is króna. Það er ekki slæmt tímakaup. Jagúarinn er af gerðinni XKE Type E og er frá árinu 1965. Þar sem bifreiðin er mjög sjaldgæf er erfitt að verðmeta hana. Bílaflotinn stækkaði í janúar Hannes Smárason og frú virðast hafa sankað að sér bifreiðunum í janúar og febrúar á þessu ári. Þá fóru fram eigendaskipti á glæsilegri BMW-bifreið, sem nú er geymd í bílakjallaranum, þegar eignar- hald bílsins færðist frá félaginu J-Einnátta ehf. til Unnar, sam- býliskonu Hannesar. BMW-bif- reiðin er ein sú flottasta sinn- ar tegundar hér á landi en hún er af gerðinni BMW 740, svört að lit, frá árinu 2005. Bílasalan Úranus, sem fékk alla lúxusbíla Kaupþings á góðu verði, flutti BMW-inn til landsins. Fyrsti eigandi bifreiðar- innar var Jón Þór Sigurðsson, sá sami og var skráður fyrir Jagúar-bif- reiðinni þangað til hún var líka færð á sambýliskonu Hannesar í febrúar. Jón Þór og félagið hans, J-Einnátta, losaði sig því við tvær lúxusbifreiðar á mjög stuttum tíma og skráði þær yfir á nafn sambýliskonu Hannes- ar. Ekki náðist í Hannes Smárason eða Jón Þór Sigurðsson. Eftir situr spurningin af hverju tvær lúxusbif- reiðar voru færðar yfir á nafn sam- býliskonu Hannesar aðeins einum degi eftir umfjöllun DV um dóta- kassann í Faxafeni eða 27. febrúar. Pabbi fær að geyma Faðir Hannesar, Smári Sigurðsson, er skráður fyrir Porsche Cayenne- lúxusjeppa sem situr stífbónaður í dótakassanum í Faxafeni. Bifreiðin var til að byrja með í eigu Hannes- ar en fluttist síðan yfir á föður hans um sumarið árið 2006. Bensínknú- in túrbóvél Porsche-lúxusbifreið- arinnar skilar fjögur hundruð og fimmtíu hestöflum. Þá er einnig þrjú hundruð hest- afla Lincoln Navigator í dótakassa Hannesar en bifreiðin er skráð á hann sjálfan. Bifreiðina keypti Hannes í upphafi FL Group-ævin- týrisins í lok árs 2005. Flottasti Range Rover-inn Enginn útrásarvíkingur gat ver- ið án Range Rover-lúxusbifreiðar í góðærinu en eina slíka er að finna í bílakjallaranum. Range Rover-inn er að sjálfsögðu gríðarlega flottur auk þess sem hann er „Supercharg- ed“ sem þýðir stærri vél og meiri lúxus. Lúxusbifreiðin afkastar fjög- ur hundruð hestöflum við smá kitl. Jagúarinn, sem var nefndur hér að ofan, er ekki eini fornbíll- inn í bílageymslunni að Faxafeni því þar er að finna Mercury Mont- ery frá árinu 1954. Bifreiðin var eitt sinn skráð á Egil Ágústsson, fram- kvæmdastjóra Íslensk Ameríska, en sama ár var hún flutt yfir á Agnesi Viggósdóttur. Hannes býr í Bretlandi ásamt sambýliskonu sinni en kemur til Íslands af og til en hann á veglegt húsnæði hér á landi. Úrvalið í dóta- kassanum í Faxafeni bendir svo til þess að hann sé ekki í vandræð- um með fararskjóta á meðan hann dvelur á Íslandi. DÓTAKASSI HANNESAR SMÁRASONAR Flott þrenna Leifar útrásarinnar eru í bílakjallara í faxafeni. Ekki leiðinlegur bílakostur, audi Q7, range rover og Lincoln Navigator. Jagúar 1965 Þessi Jagúar er sjaldgæf sjón í heiminum í dag en hann er frá árinu 1965 og er type E. BMW lúxus Bifreiðin var áður í eigu J-Einnátta en er nú í eigu sambýliskonu Hannesar. Einn sá flottasti á landinu. Fornbílar Það eru ekki bara nýjar drossíur í dótakassanum heldur einnig fornbílar eins og þessi mercury montery frá árinu 1954. Í stuttu máli n dótakassi Hannesar er í faxafeni n Nokkrar bifreiðar eru skráðar á sambýliskonu hans n Nokkrar bifreiðar voru áður skráðar á J-Einnátta ehf. n J-Einnátta ehf. var verktaki hjá fL group n fjölskyldan á nóg af lúxusbifreiðum n Hannes á sjaldgæfan Jagúar frá 1965 n Eigendabreyting fer fram degi eftir umfjöllun dV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.