Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 29
föstudagur 13. mars 200929 Sakamál Jeremy BamBer Jeremy Bamber var sakfelldur fyrir að hafa myrt fjöl- skyldu sína, alls fimm manns. Bamber hélt því fram að hann hefði verið fjarverandi daginn sem morðin voru framin og að hann hefði fundi líkin þegar hann kom heim. að hans sögn hlaut systir hans að hafa tryllst, en það kom víst oft og tíðum fyrir. fjölskyldan var öll myrt með 22 kalibera riffli. Jeremy Bamber hefur ávallt lýst yfir sakleysi sínu vegna morðanna, en aðrir ættingjar hans hafa aldrei viðrað efasemdir um réttmæti sakfellingar hans, sem þó byggist að mestu leyti á framburði fyrrverandi kærustu hans, en minna á beinhörðum sönnunum. Lesið um Jeremy Bamber í næsta helgarblaði dV. „Mannætan“ Maudsley Það var kannski ekki fjöldi fórnarlamba Roberts Maudsley sem gerði feril hans sérstakan, heldur sú stað- reynd að þrjú morðanna framdi hann innan veggja þeirra stofnana sem hann var vistaður á. Hann fékk við- urnefnið „Hannibal the Cannibal“, eða mannætan Hannibal, í breskum dagblöðum. Robert John Maudsley fædd- ist í Toxteth-hverfinu í bítlaborg- inni Liverpool árið 1953. Hann eyddi stórum hluta bernsku sinn- ar á munaðarleysingjaheimilinu Nazareth House sem var rekið af nunnum. Hann átti ellefu syst- kin og ljóst að æska hans var ekki ánægjutímabil. Þegar hann var átta ára að aldri lenti hann aftur í hönd- um foreldra sinna og sætti reglu- legum barsmíðum þar til hann var endanlega fjarlægður af heimilinu af félagsmálayfirvöldum. Á síðari hluta sjöunda áratugar- ins gerðist Robert leigudrengur [e. rent boy] í Lundúnum til að fjár- magna eiturlyfjafíkn sína. Að lokum fór svo að hann var neyddur til að leita sér aðstoðar geðlæknis eftir að hafa reynt sjálfs- víg nokkrum sinnum. Í viðtölum við geðlækni sinn upplýsti hann að hann heyrði raddir sem mæltu svo fyrir að hann skyldi myrða foreldra sína. Fyrsta morðið Robert Maudsley lét ekki af vænd- inu og árið 1974 keypti maður að nafni John Farrell þjónustu hans. Farrell var barnaníðingur og sýndi Maudsley ljósmyndir af börnum sem hann hafði misþyrmt kynferð- islega. Maudsley hugnaðist ekki það sem fyrir augu bar og kyrkti John Farrell. Maudsley var síðar hand- tekinn, en ekki þótti fært að rétta yfir honum sökum andlegs ástands hans. Hann var dæmdur til lífstíð- arfangelsis og mælst til þess að hann fengi aldrei frelsið á ný og var hann sendur á Broadmoor- geðsjúkrahúsið þar sem geðveikir glæpamenn voru vistaðir. Heili í matinn Þremur árum síðar, 1977, tók Maudsley, í félagi við annan vist- mann, dæmdan barnaníðing í gísl- ingu og læstu þeir sig inni í klefa. Þar hófu þeir að pynta gísl sinn og drápu hann að lokum. Þegar vörðum tókst að lokum að brjóta sér leið inn í klefann var höfuðkúpa fórnarlambsins brotin og stóð skeið upp úr heila manns- ins og var að sjá að hluti heilans væri horfinn. Einn varðanna hafði á orði að Maudsley hefði brotið höfuðið líkt og um egg hefði verið að ræða og síðan sest að snæðingi, en það hefur aldrei verið staðfest. Dæmdur fyrir manndráp Eftir að hafa verið úrskurðaður sakhæfur var Robert Maudsley dæmdur fyrir manndráp og send- ur í Wakefield-fangelsið. Maudsley var ekki sáttur við flutninginn og fór ekki í launkofa með vilja sinn um að fá að fara aftur til Broad- moor, en fékk að sjálfsögðu engu ráðið. Árið 1978 drap Robert Mauds- ley tvo samfanga sína í Wakefield- fangelsinu. Fyrra fórnarlamb- ið var Salney Darwood, dæmdur kynferðisglæpamaður. Maudsley hafði boðið Darwood í klefa sinn. Darwood þáði boðið og Maudsley beið ekki boðanna og kyrkti Dar- wood, stakk hann með eggvopni sem hann hafði útbúið og faldi líkið undir rúmi sínu. Að verkinu loknu reyndi Maudsley að lokka fleiri fanga inn til sín en hafði ekki árangur sem erfiði. Leitar fleiri fórnarlamba Þar sem Maudsley tókst ekki að lokka fleiri inn í klefa sinn fór hann á stjá og ráfaði um ganga álmunn- ar. Þar rakst hann á Bill Roberts, króaði hann af úti í horni og stakk hann til bana. Maudsley hjó mörg- um sinnum í höfuðkúpu Bills með eggvopni sínu og mölvaði höfuð hans með því að berja því við vegg- inn. Síðan gekk Maudsley sallaró- legur inn á skrifstofu varðanna, setti vopnið á borðið og sagði þeim að við næsta nafnakall yrði tveim- ur færra. Vegna þessara morða var Maud- sley talinn of hættulegur til að vera í venjulegum klefa, en það var þó ekki fyrr en 1983 sem fangelsisyf- irvöld ákváðu að byggja sérhann- aða tveggja klefa einingu í kjallara fangelsisins. Þar skyldi Maudsley dvelja það sem eftir lifði afplán- unar sinnar og ævi. Maudsley líkti dvölinni þar við að vera grafinn lif- andi í steinsteyptri líkkistu. Líf í glerbúri Þrátt fyrir samlíkingu Maudsleys er vistarvera hans ekki úr steinsteypu heldur er um að ræða gler. Í klef- anum er eitt borð og einn stóll og eru bæði gerð úr pappa. Klósettið og vaskurinn eru fest í gólfið með boltum og fletið er steypt. Í stuttu máli getur hann ekki hreyft sig spönn frá rassi án þess að vökul augu varðanna fylgi hverri hreyfingu hans og sex verð- ir fylgja honum þegar hann fær sína klukkustundarlöngu daglegu hreyfingu. Robert Maudsley hef- ur ekki komist í samband við aðra fanga síðan hann var settur í klef- ann. umsJón: koLBeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is Robert Maudsley talinn hafa snætt hluta heila eins fórnarlamba sinna. Anthony Hopkins í hlutverki Hanni- bals Lecter í myndinni Lömbin þagna Breskir fjölmiðlar gáfu maudsley viðurnefn- ið „Hannibal the Cannibal“. Þegar vörðum tókst að lokum að brjóta sér leið inn í klefann var höfuðkúpa fórnarlambsins brotin og stóð skeið upp úr heila mannsins og var að sjá að hluti heilans væri horfinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.