Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Side 30
föstudagur 13. mars 200930 Sport
Úrslitakeppnin af stað um helgina Á laugardaginn hefst úrslitakeppnin í Iceland
Express-deild karla í öllu sínu veldi en þar má finna tvær afar athyglisverðar rimmur. Á laugardag-
inn tekur snæfell, sem endaði í þriðja sæti deildarinnar, á móti stjörnunni sem endaði í sjötta sæti.
snæfell hefur verið rétt á eftir Kr og grindavík í ár en stjarnan er auðvitað ríkjandi bikarmeistari en
komst á síðasta séns inn í úrslitakeppnina. sama dag mætir grindavík Ír í röstinni en á sunnudaginn
eigast við erkifjendurnir og nágrannarnir í Keflavík og Njarðvík. Keflavík er þar með heimaleikjarétt-
inn en það er alltaf von á góðu þegar þessi lið mætast í úrslitakeppni. síðasta viðureignin er á milli
deildarmeistara Kr og nýliða Breiðabliks en þar er ekki búist við mikilli spennu svo ekki sé
fastar að orði kveðið.
umsjóN: tómas þór þórðarsoN, tomas@dv.is / sport@dv.is
Með sjö stiga forystu og leik til góða
getur Manchester United í raun
slegið Liverpool endanlega úr leik
í baráttunni um enska meistara-
titilinn þegar þessir erkifjendur
mætast í úrvalsdeildinni á laugar-
daginn. Chelsea er vissulega jafnt
Liverpool að stigum og getur með
sigri á Manchester City á sunnu-
daginn verið eina liðið sem ógn-
ar Manchester United í leit sinni
að sínum þriðja úrvalsdeildartitli í
röð.
Titilinn yrði sá átjándi í röðinni
og myndu Englandsmeistararnir
því jafna met Liverpool. Eitthvað
sem virtist ekki hægt á sínum tíma
virðist nú frekar óhjákvæmilegt.
Liverpool leikur því með heiður fé-
lagsins að veði eins og alltaf en það
hefur ætíð státað sig af því að vera
sigursælasta félag Englands. Vinni
United sinn átjánda titil hefur það
jafnmarga Englandsmeistaratitla
og Liverpool og fleiri bikarmeist-
aratitla. Liverpool getur þó alltaf
gumað af fimm Evróputitlum sín-
um gegn þremur titlum United.
Í fluggír
Enska úrvalsdeildin sannaði enn
fremur hversu sterk hún er í meist-
aradeildinni í miðri viku. Öll ensku
liðin komust í átta liða úrslit ann-
að árið í röð. Manchester United
vann fyllilega verðskuldaðan sigur
á Inter, samtals 2-0, Arsenal þurfti
reyndar vítaspyrnukeppni gegn
Roma en fór samt áfram þrátt fyr-
ir dapran leik og þá skoraði Chel-
sea tvisvar í Tórínó þar sem það sló
Juventus út úr keppninni. Ítölsk lið
hafa því kvatt meistaradeildina í ár.
Ekkert lið var þó jafnsannfær-
andi og Liverpool sem hló að Real
Madrid í níutíu mínútur af einstakri
knattspyrnu á Anfield á þriðjudags-
kvöldið. Sá leikur snérist ekkert
um hversu Real Madrid var lélegt.
Liverpool einfaldlega yfirspilaði
spænska stórveldið sem lék aldrei
á pari við Liverpool í gegnum allar
180 mínúturnar í einvíginu.
Liverpool hefur þó ekki verið
jafnsannfærandi í deildinni eins og
marg oft hefur verið rætt og ritað
um. Tap gegn Middlesbrough í þar
síðasta deildarleik svíður sárt. Ætli
Liverpool hins vegar ekki að nýta
meðbyrinn eftir svona frábæran
sigur eins og á Real á það einfald-
lega ekkert skilið að verða meistari.
Ísinn brotinn
Manchester United og Liverpool
hafa eldað grátt silfur saman í fjölda
ára. Eins og allir vita sá Liverpool
um að geyma Englandsmeistara-
titilinn meira og minna í gegnum
áttunda og níunda áratuginn en
United hefur haft fast skápapláss
fyrir hann eftir að úrvalsdeildin var
stofnuð. Síðustu ár hefur United
haft einstakt tak á Liverpool og fyr-
ir leik liðanna á Anfield hafði Liver-
pool ekki skorað mark gegn United
í tæp fimm ár.
Það lagaðist þó með sigurmarki
Ryans Babel og náði Liverpool því
loks að losna við United-grýluna af
baki sér. Old Trafford hefur þó verið
liðinu afar erfiður, en þó ekki bara
Liverpool heldur bara öllum liðum
enda ekki völlur sem þú vilt gjör-
samlega þurfa að mæta á og sigra.
Liverpool hefur þó allavega fundið
bragðið af því að sigra United og má
ekki eyða því með mentos-töflum
því það þýðir aðeins að það verði úr
leik í baráttunni um titilinn.
Getum unnið alla
Javier Mascherano miðjumað-
ur Liverpool fékk rautt spjald í
fyrri hálfleik í sama leik í fyrra fyr-
ir að láta eins og fífl. Það er þó allt
gleymt og grafið hjá Argentínu-
manninum öfluga og vill hann eins
frammistöðu hjá liðinu og gegn
Real Madrid. „Ef við spilum eins og
gegn Real Madrid getum við unnið
alla. Við vitum þó að þetta verður
erfitt á laugardaginn þar sem það
er nú aldrei auðvelt að spila gegn
Manchester United á Old Trafford.
Við höfum ekkert efni á að hugsa
um hvað gerist ef við vinnum. Við
verðum bara að vinna og sjá hvern-
ig staðan er eftir það,“ segir Mas-
cherano raunsær.
Nemanja Vidic varnarmaðurinn
sterki hjá Manchester United var
lítið hrifinn af frammistöðu liðsins
gegn Inter þó það hafi borið sigur
úr býtum. „Við þurfum að gleyma
Inter-leiknum strax og þeim mis-
tökum sem voru gerð þar. Liver-
pool er á miklu flugi eftir þennan
frábæra sigur þeirra á Real Madr-
id. En á laugardaginn erum við á
heimavelli fyrir framan okkar fólk
og þar verðum við að standa okkur
betur en gegn Inter,“ segir Serbinn,
Nemanja Vidic.
Tvö bestu lið Evrópu um þessar mundir, Manchester United og Liverpool, mætast í risaslag í ensku úr-
valsdeildinni á laugardaginn. Bæði lið lögðu ríkjandi meistara í öðrum Evrópudeildum um helgina og það
sannfærandi. United hafði sigur á Inter á meðan Liverpool niðurlægði Real Madrid. Úrvalsdeildartitillinn
er úr sögunni hjá Liverpool-mönnum vinni þeir ekki á laugardaginn.
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
leikirnir gerast
vart stærri
Hiti í mönnum scholes gerði
tilraun til að kýla Xabi alonso í
leik liðanna 2007. Hann hitti ekki
en fékk samt þriggja leikja bann.
Gamli tíminn robbie fowler með gary Neville á eftir sér í leik liðanna 1997.
MyNd GeTTy IMAGeS
l u J t mörk stig
1. man. utd 27 20 5 2 48:12 65
2. Chelsea 28 17 7 4 48:16 58
3. Liverpool 28 16 10 2 45:20 58
4. aston Villa 28 15 7 6 42:29 52
5. arsenal 28 13 10 5 41:26 49
6. Everton 28 12 9 7 36:28 45
7. West Ham 28 11 6 11 34:34 39
8. man. City 28 10 5 13 45:36 35
9. Wigan 28 9 8 11 27:27 35
10. fulham 28 8 10 10 25:25 34
11. Bolton 28 10 3 15 30:40 33
12. tottenham 28 8 8 12 33:33 32
13. sunderland 28 8 8 12 28:36 32
14. Hull 28 8 8 12 34:50 32
15. Blackburn 28 7 9 12 32:44 30
16. stoke City 28 7 8 13 27:44 29
17. Newcastle 28 6 10 12 34:45 28
18. Portsmouth 27 7 7 13 29:44 28
19. middlesbro 28 6 8 14 20:40 26
20. WBa 28 6 4 18 25:54 22
staðan
leikir
helgarinnar
laugardagur 14. mars
12.45 Manchester United - Liverpool
15.00 Middlesbrough - Portsmouth
15.00 Sunderland - Wigan
15.00 Arsenal - Blackburn
15.00 Bolton - Fulham
15.00 Everton - Stoke
15:00 Hull - Newcastle
sunnudagur 15. mars
13.30 Chelsea - Man. City
16.00 Aston Villa - Tottenham
mánudagur 16. mars
20.00 West Ham - WBA