Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 39
föstudagur 13. mars 2009 39Lífsstíll Skipuleggðu Skápana Nauðsynlegt er að taka reglulega til í skápum og skúffum og þá helst í sjálfu eldhúsinu. farðu í gegnum dósaskápinn, raðaðu því sem er að renna út fremst og því nýrra fyrir aftan. Kauptu litlar körfur og raðaðu sósum og súpum í körfurnar. minni hætta er á að maturinn skemmist í skápunum ef þú skipurleggur þá með þessum hætti. Einnig er nauðsynlegt að fara reglulega í gegnum frystinn, gott er að kaupa frystipoka og merkja matinn vel svo að þú bjóðir ekki upp á eldgamlan mat. Þessi flotti réttur er úr nýjasta tölublaði Gest- gjafans og er tilvalinn í fermingarveisluna eða aðrar veislur. Réttur fyrir 20 til 30 1½ kg blandað grænmeti í bitum, t.d. snjóbaunir, dvergmaís, spínat, brokkólí, vorlaukur eða annað eftir smekk 5 kg blandaður fiskur, t.d. hlýri, þorskur, bleikja eða annar fiskur eftir smekk 200 g rifinn ostur Grunnsósa: 2 msk. olía 2 fenníkur, skornar í sneiðar 2 rauðar paprikur, skornar í sneiðar 4 gulrætur, skornar í sneiðar 2-3 msk. engifer, smátt saxað 2 chili-aldin, steinhreinsuð og smátt söxuð 5 hvítlauksgeirar, pressaðir 3 stilkar sítrónugras, marin lítið eitt með buffhamri 1 msk. grænt, taílenskt karrí 1 dl ostrusósa 3 msk. fiskisósa 5 dósir kókosmjólk ½ l kjúklingasoð eða vatn og kraftur 4 límónur, ysta lagið og safinn úr þeim sósujafnari Hitið olíu í potti og kraumið allt græn- meti sem er í uppskriftinni í 3 mínútur. Bætið þá út í restinni af grænmetinu sem á að fara í réttinn og látið sjóða við væg- an hita í 2 mínútur. Bætið restinni af hrá- efninu út í og þykkið sósuna með sósu- jafnaranum. Sósan má vera í þykkara lagi vegna þess að fiskurinn gefur frá sér safa og þynnir sósuna. Setjið fiskinn og blandaða grænmetið í eldfast mót sem gott er að bera réttinn fram í. Hellið sósunni yfir og blandið öllu vel sam- an. Stráið að lokum ostinum yfir og bakið í 190°C heitum ofni í 20-30 mínútur. Berið rétt- inn fram til dæmis með hrísgrjónum, salati og brauði. Höfundur er Úlfar Finnbjörnsson, stílisti Gerður Harðardóttir, ljósmyndari Kristinn Magnússon. Sjávarréttagratín í kókoSSóSu umsjóN: haNNa EiríKsdóttir, hanna@dv.is kjúklingur er góður koStur með hækkandi sólu breytist oft matseldin á heimilum landsmanna og löngunin í léttari mat fer að gera vart við sig. dragðu fram matreiðslubækur og blöð og rifjaðu upp uppáhalds léttu réttina þína og bættu nýjum í safnið. dV tók saman nokkrar einfaldar uppskriftir af fljótlegum kjúklingarétt- um. Pestó-kjúklingur Innihald: 2 bringur 3-4 tómatar 4 msk grænt pestó 2 msk olía fetaostur salt og pipar Aðferð: Pestó, olía salt og pipar hrært saman í eldföstu móti. Kjúllanum velt upp úr því, tómötum raðað ofan á í sneiðum og fetaostur muldur yfir. inn í ofn í ca. 45 mín á 200. Þetta er hrikalega gott! (ef þér líkar pestó) Karrý-kjúklingur Innihald: 1.5 kg. kjúklingabitar 1-2 laukar & 2 hvítlauksgeirar smjör eða matarolía til steikingar 2 tsk. karrí 2 dl kjúklingasoð 1 kanilstöng Eldpipar á hnífsoddi (cayenne) 1-1,5 dl rjómi sósujafnari Aðferð: Brúnið kjúklinginn vel í smjörinu eða olíunni. takið bitana upp úr. saxið lauka og hvítlauksrif og mýkið á pönnunni. Kryddið með karríi. hellið nú kjúklingasoðinu saman við, setjið kanilstöngina út í og kryddið með eldpipar. setjið kjúklingabitana aftur út í og látið réttinn krauma í 35- 40 mínútur. takið kanilstöngina upp úr. hreinsið kjötið frá beinunum og skerið í bita. hellið rjómanum út í sósuna og þykkið með sósujafnara. setjið kjötið aftur út í og hitið vel. skreytið með banana- sneiðum, paprikusneiðum og agúrkum. stráið kókosmjöli yfir. Berið fram með hrísgrjónum. aflinn eldaður og karaókí í eftirrétt Báturinn Andrea fer á fullt í mars eftir vetrarfrí. Boðið er upp á sjóstangveiði þar sem hægt er að láta elda aflann í Humarbátnum. Ekki nóg með það heldur er kara- ókíaðstaða í lestinni. „Upp úr miðjum mars förum við á fullt aftur í sjóstangveiðinni,“ segir Hilmar Stefánsson, framkvæmda- stjóri Hvalalífs ehf. Hvalalíf er með bátinn Andreu á sínum snærum en fyrirtækið býður bæði upp á sjó- stangveiði sem og hvalaskoðun. Skipið er gert út frá Reykjavíkurhöfn en upp úr miðjum mars hefjast sjó- stangveiðiferðir á nýjan leik eftir vetrarfrí. Skemmtiferðir við Íslandsstrendur „Við erum mikið með hópa og fyrir- tæki,“ segir Hilmar um þær sjóstang- veiðiferðir sem í boði eru. „Í sjó- stönginni erum við ekki með neinar fastar ferðir heldur verður fólk að hringja og panta ferðir.“ Hilmar seg- ir að lágmarksfjöldi í hópum miðist við tíu manns en stundum séu tveir minni hópar sameinaðir í eina ferð. „Oft vill fólk hins vegar fá prívat túra til þess að geta verið í næði og skemmt sér. Þá erum við að tala um minnst tíu manna hópa.“ Báturinn tekur 50 manns en um borð er veiði- búnaður fyrir 40. „Það er þó yfirleitt miðað við að ekki séu mikið fleiri en þrjátíu að veiða í einu. Enda eru líka yfirleitt einhverjir sem vilja fá sér drykk eða slaka á inn á milli.“ Aflinn eldaður í Humarskipinu Hilmar segir Andreu vera hraðgeng- an bát og því lítið mál að sigla um til að leita að besta veðrinu. „Við erum yfirleitt hérna fyrir utan Reykjavík og í nágrenni en báturinn er hraðgeng- ur. Hann gengur í allt að 25 mílur og því lítið mál að skjótast upp í Hval- fjörð ef veðrið er leiðinlegt.“ Hilmar segir að þar sé yfirleitt skjól og þægi- legt að veiða. Aflinn sem veiðist er misjafn en að túrnum loknum býðst fólki að taka hann með sér um borð í Hum- arskipið sem liggur við Reykjavíkur- höfn. „Þar getur fólk látið elda afl- ann fyrir sig sem það veiddi sjálft. Ekkert nema góð stemning í því.“ Hilmar segir alla aðstæður í Hum- arskipinu vera til fyrirmyndar en að matnum loknum geta gestir skellt sér í karaókí og tekið lagið. „Fólk tek- ur lagið niðri í lest og heldur áfram að skemmta sér þar.“ Einnig er boðið upp á hvalaskoð- un með bátnum Andreu en þær ferðir hefjast stundvíslega 1. maí. Til að byrja með verða ferðirnar tvær á dag en eftir því sem líður á sumarið verður þeim fjölgað í þrjár á dag. asgeir@dv.is Hilmar Stefánsson og Skúli Örn Sigurðsson hilmar er framkvæmdastjóri hvalalífs og rekstrarstjóri humarskipsins. Flott aðstaða fólk getur tekið lagið niðri í lest.Veiddu í matinn hægt er að láta elda matinn í humarskipinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.