Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 36
föstudagur 13. mars 2009xx Lífsstíll Fatamarkaður í kreppunni Nokkrar vinkon- ur hafa tekið sig saman og ætla að halda fatamarkað á efri hæð Nýlenduvöruverslunar Hemma og Valda á morgun, laugardag, á milli 13 og 18. síðan íslenska bankakerfið hrundi hafa fatamarkaðir verið vinsælir sem aldrei fyrr og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á morgun. Lofað er sanngjörnu verði, frá fimm hundruð krónum og upp úr. K´naan er fæddur og uppalinn í Mógadisjú í Sómalíu. Hann fædd- ist inn í listamannafjölskyldu sem flúði Sómalíu er borgarastyrjöld- in hófst 1991. Aðeins 13 ára gamall flutti hann til Bandaríkjanna og tal- aði enga ensku fyrir utan það sem hann hafði lært úr textum Nas og Rakim. Seinna fluttist fjölskyldan hans til Toronto þar sem K´naan býr enn í dag. Hann hætti í skóla á unglings- aldri til þess að einbeita sér að tón- listinni. K´naan naut leiðsagnar Youssou N’Dour og steig sín fyrsta skref sem tónlistarmaður í heims- reisu með söngvaranum. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2005. Hún hlaut heitið Dusty Foot Philosopher og hlaut verðskuld- aða athygli víða um heim. Nýjasta plata hans, Troubadour, er að gera magnaða hluti vestanhafs og er óhætt að segja hann gefi hip hop- heiminum ferskan blæ með frum- legu rími og skemmtilegum tökt- um. Einn blaðamaður vestanhafs líkti tónlist K’naans við Eminem að sjúga helíum út úr Lil´ Wayne. Troubadour kom í verslanir 23. febrúar. Hinn sómalíski K´naan fangar athygli gagnrýnenda með plötu sinni Troubadour: Ferskur blær í hip hop-tónlist tísKa og tónlist umsjóN: HaNNa eiríksdóttir, hanna@dv.is Glamúr hjá badGley mischka í tilefni af 20 ára starfsafmæli fatahönnunarteymisins Badgley mischka voru nokkrar stórglæsilegar Hollywood-stjörnur fengnar til þess að pósa saman í glæsilegri myndatöku, sem annie Leibovitz sá um. Þessar flottur konur eiga það allar sameiginlegt að vera miklir aðdáendur Badgley mischka. konurnar eiga ekki margt annað sameiginlegt en glamúrinn tengir þær allar. Á myndinni má meðal annars sjá Carrie underwood, evu Longoriu, Brooke shields, Lauren Hutton, angelicu Houston ásamt hönnuðunum sjálfum. scary spice selur Fötin sín fyrirverandi tengdadóttir íslands melanie Brown, einna þekktust sem mel B úr spice girls hefur ákveðið að selja gamlar og þekktar flíkur á uppboði. allur ágóði rennur til líknarmála. söngkonan er þekkt fyrir djarfan og litríkan klæðnað og ættu aðdáendur spice girls ekki að eiga í neinum vandræðum með að finna uppáhaldsflíkina sína. mel B ætlar einnig að selja skó og persónulega muni á uppboðinu. uppboðið fer fram á heimasíðu söngkonunnar, melaniebrown.com, og rennur ágóðinn til barnaspítalans í Los angeles og meals on Wheels. hælalaus stíGvél Victoria Beckham vakti heldur betur athygli á síðasta ári er hún sást í háum hælalausum stígvélum frá antonio Berardi. Á tískuvikunni í París mátti finna svipuð stígvél í línu Ninu ricci, há og hælalaus. stella mcCartney var einnig með svipaðan skófatnað í sinni línu. stígvélin líta út fyrir að vera mjög óþægileg, en fyrirsæturnar á sýningu Ninu ricci laumuðu því að blaðamönnum að stígvélin væru mjög þægileg. Við skulum vona að það sé rétt ef þetta er tískan sem bíður okkar í haust. draumkenndir straumar Tískuvikan í París: jeremy scott vivienne WestWood christian dior maison martin marGielalanvin comme de Garcon balenciaGa jean paul Gaultier Árlega eru haldnar svokallað- ar tískuvik- ur í helstu tískuborg- um heims og er vikan í París sú síð- asta í röðinni. Litadýrðin var mikil að þessu sinni og mátti finna fegurð- ina í smáatrið- unum. Haustið 2009 verður draumi líkast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.