Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2009, Blaðsíða 20
föstudagur 13. mars 200920 Helgarblað Illugi Jökulsson var á móti aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu á sínum tíma og taldi víst að ESB væri dauðvona fyrirbæri. En síðan hefur hann skipt um skoðun og skilur nú ekki þá landa sína sem leggjast fyrirfram gegn aðild. UNDARLEGT ER AÐ SPYRJA MENNINA Undarlegt er að spyrja mennina; þetta er heitið á ljóðabók eftir Nínu Björk Árnadóttur skáldkonu. Og má til sanns vegar færa. Nú má til dæmis lesa þá þversögn út úr nýlegri skoðanakönnun, þar sem fólk var spurt um afstöðu sína til Evrópusambandsins, að stuðningur við að sækja um aðild hafi aldrei ver- ið meiri – en hins vegar hafi stuðn- ingur við sjálfa aðildina aldrei verið minni. Fólk virðist sem sagt þrá það allra helst að sótt verði um aðild að ESB en síðan ætlar fólk að snúa upp á sig þegar kemur að þjóðarat- kvæðagreiðslunni um aðild og segja: „Nehei�� �g var bara að plata. �g vil sko ekki sjá að vera með þér��“ Já, undarlegt er að spyrja menn- ina. Auðvitað er það samt ekki svona í raun og veru. Í fyrsta lagi á maður auðvitað að taka skoðanir úr könnunum eins og þær komi frá einni manneskju. Þjóðin segir þetta, þjóðinni þykir þetta, þjóðin er þeirrar skoðunar að ... og svo framvegis. Svona kannanir birta skoðanir nákvæmlega jafn margra einstakl- inga og taka þátt í þeim. Og hver og einn þessara einstaklinga getur haft mótsagnakenndar skoðanir. Mun reglugerðafargan drekkja okkur? En í öðru lagi – ef við gefum okkur nú samt að til sé einstaklingur sem vill í raun og veru sækja um aðild að ESB en segist svo alls ekki vilja að- ild – þá er sá einstaklingur auðvitað enginn Ugluspegill sem er bara að stríða. Og vill eyða bæði tíma, orku og peningum í umsókn sem hann hefur í rauninni engan áhuga á. Nei, ætli hann hugsi ekki frekar eitthvað á þessa leið: „Jújú, ég tek undir það sem marg- ir hafi vissulega bent á, að okkur Ís- lendingum sé líkastil nauðsyn að komast að því, svona í rólegheitum, hvaða kostir okkur gætu staðið til boða í Evrópusambandinu. Því lík- lega er krónan okkar vart á annan vetur setjandi. En um leið held ég samt innst inni að við höfum ekkert þangað að sækja. Yrði ekki bara vaðið yfir okk- ur á skítugum skónum? Myndu ekki stórþjóðirnar svipta okkur fullveld- inu? Og myndi ekki reglugerðafargan- ið drekkja okkur og hamla öllu frum- kvæði og dugnaði í okkur sjálfum? Og svo höfum við sannfrétt að ef við göngum í ESB, þá yrði landlægt tíu prósenta atvinnuleysi til fram- búðar. Það er víst bara staðreynd, ég hef heyrt það. Og Spánverjar fiskandi uppí landsteinum. Og síð- asta íslenska kýrin félli í valinn fyrir heimtufrekum frönskum bændum.“ Og svo yrði veifað orðinu „lýð- ræðishalli“ sem alltaf er dregið fram í hvert sinn sem minnst er á ESB. Var á móti EES Það orð hef ég reyndar aldrei heyrt notað í neinu öðru samhengi. Það er eins og það hafi verið fund- ið upp sérstaklega til að kasta rýrð á lýðræðið innan Evrópusambands- ins. Það er ekki með góðu móti hægt að saka sambandið um að forsmá lýðræðið beinlínis, en sé fólki illa við sambandið, þá virðist mega saka það um að „halla“ svolítið lýðræðinu. �g skil reyndar vel þá sem eru á móti Evrópusambandinu. Í mörg herrans ár var ég hjartanlega sam- mála þeim. Þegar Ísland gekk í Evr- ópska efnahagssvæðið rétt fyrir miðjan tíunda áratug síðustu aldar, þá var ég á móti því. Reyndar ekki af mikilli sannfæringu undir lok- in. �g þóttist sjá að þetta efnahags- svæði yrði okkur til góðs, frekar en hitt, og það væri ekkert voðalega mikil hætta á að evrópskir auðkýf- ingar kæmu blússandi eins og skot, og keyptu upp allar jarðir á Íslandi – eins og þá var óspart haldið fram. Nei, mín andstaða við Evrópska efnahagssvæðið var að lokum byggð fyrst og fremst á „tilfinningalegum rökum“ sem svo eru kölluð. Mér leiddist óskaplega fyrirbær- ið Evrópusamband. Mér fannst það vera nýtt Habsborgararíki, en fáum fyrirbærum sögunnar hafði ég þá meiri fyrirlitningu á en fjölþjóðaríki Habsborgaranna. Mun ESB deyja? �g man eftir pistli sem ég skrifaði um þessar mundir og ég var ansi ánægð- ur með; þar var bent á að mestu and- ans menn Habsborgararíkisins og skilgetin afkvæmi þess væru annars vegar Franz Kafka (sem lýsti þrúg- andi skrifræðinu og lamandi and- rúmsloftinu) og hins vegar Sigmund Freud sem hefði að vísu haft alrangt fyrir sér um flesta hluti, en kenning- ar hans væru þó til marks um sál- arkúgun þá sem fylgdi gerviheimi Habsborgaranna. Og svo spáði ég dauða Evrópu- sambandsins, ekki alveg á næstunni, en eftir svona tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ár. Dánarorsök Evrópusambandsins átti ekki að vera, taldi ég, misheppn- uð efnahagsstefna eða neitt í þá átt- ina, heldur leiðindi. Já, hrein og skær leiðindi. Það mundi allt í einu renna upp fyrir þjóðum að þeim leiddist alveg óbærilega í svona nánu sambandi hver við aðra. Þegar minnst varði myndu þær fá alveg upp í háls, og hefjast handa um að slíta sig hver frá annarri. Og þegar Evrópusambandið geispaði golunni, sagði ég í þessum sama pistli, þá ættum við að passa okkur á því að vera víðsfjarri. Þessu trúði ég lengi á eftir. Að Evr- ópusambandið væri stór og mikill hvalur sem myndi á endanum reka upp í fjöru og drepast og skrokkur- inn úldna og bólgna út þangað til hann springi. Og subbaði út alla sem nálægt stæðu. Ekki dauðvona En nú trúi ég þessu ekki lengur. Í fyrsta lagi eru liðin 15 ár frá þessum spádómi og enn hef ég ekki séð nein merki þess að Evrópusambandið sé dauðvona. Þvert á móti. Það virðist satt að segja við bara nokkuð góða heilsu – miðað við allt og allt, eins og þar stendur. Og ég hef ekki orðið var við að mikið sé kvartað undan þeim fyrrnefnda „lýðræðishalla“ sem svo mjög er umtalaður hér heima. Jú – Írar felldu í þjóðaratkvæða- greiðslu nýjustu útgáfu af stjórnar- skrá Evrópusambandsins, sem þýddi að hún gat vart komist í framkvæmd. En þá var brugðið á það ráð að end- urtaka á atkvæðagreiðsluna í von um að nú skipti Írar um skoðun. Þetta hefur verið tekið sem dæmi um kúgun stóru ríkjanna í ESB á þeim litlu. Að málið hafi ekki verið úr sög- unni þegar Írar felldu það í sinni þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur hafi ESB-forkólfarnir haldið áfram að hjakka á því. Ekki mjög ströng kúgun Æ, ég veit það ekki. �g fæ nú ekki séð almennilega að það sé svívirðileg kúgun í því fólgin þótt beðið sé um nýja atkvæðagreiðslu – á þeim for- sendum að írskir kjósendur hafi lík- lega misskilið hverjar yrðu afleiðing- arnar ef þeir samþykktu. �g hef ekki hugmynd um hvort þeir misskildu málið eða ekki, en hitt á ég erfitt með – að kalla þjóðaratkvæðagreiðslu skort á lýðræði, að ég segi ekki kúg- un. Það er þá að minnsta kosti ekki mjög ströng kúgun. Annars sýnist mér að þjóðirnar í ESB séu flestar alveg áhyggjulaus- ar um fullveldi sitt, jafnt hinar stóru sem hinar smáu. �g veit þess vegna ekki hvers vegna við ættum að hafa svo svaka- legar áhyggjur af fullveldi okkar. En andstæðingum ESB hér á landi virðist, ef marka má skoðana- könnunina skrýtnu sem ég minntist á, hafa tekist að telja fólki trú um að réttmætt væri að hafa slíkar áhyggj- ur. Og svo komast auðlindir okk- ar í eigu skrifstofumanna í Brussel, ef við göngum í ESB – það er annað viðkvæði. Hvernig eignast þeir auðlind- irnar? �g hef aldrei fengið neina skýringu á því hvernig skrifstofumennirn- ir munu eignast auðlindir okkar. En þetta er frasi sem er endurtekinn aft- ur og aftur. Að við munum tapa yf- irráðum yfir fiskimiðunum, eins og „við“ höfum einhver slík yfirráð�� Og landbúnaður muni leggjast af. En auðvitað er eina leiðin til að komast að því hvernig ESB henti sjávarútvegi okkar og landbúnaði að sækja um. Það er hin eðlilega leið. En af hverju fólk er búið að gefa sér fyrirfram að niðurstaðan verði slæm, og það sé því á móti ESB-aðild, það skil ég ekki almennilega. Evrópusambandið töluvert fleiri Íslendingar vilja aðildavið- ræður að EsB en aðildina sjálfa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.