Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Qupperneq 14
Svarthöfði er umburðarlyndur og tekur flestu fólki eins og það er. Undantekningarnar eru að-eins tvær, talandi hárgreiðslu- fólk og leigubílstjórar. Svarthöfði veit um fátt vandræðalegra og erfiðara en að halda uppi vitrænum samræðum þegar verið að að krukka í hári hans með skærum og rakvélum. Ekkert þykir Svarthöfða þó verra en að sitja eins og dæmdur maður í leigubíl und- ir látlausum kjaftavaðli leigubílstjóra. Leigubílstjórar eru upp til hópa skrýtnar skrúfur sem aka sér í spikinu og vita allt um alla og kunna lausnir á öllum heims- ins vandamálum. Ef þessi spekinga- her hefði rödd sem heyrðist víðar en í símatímum á Útvarpi sögu hefði aldrei orðið neitt efnahagshrun hérna, engin átök væru fyrir botni Miðjarð- arhafs og deilur um ESB, krónuna, lýðræðishalla, sukk og spillingu væru óþarfar. Ef hægt væri að virkja þetta dreifða og ósamstæða þjóðlagaþing á hjólum myndu öll vandamál hverfa. Þau kæmust einfaldlega ekki fyrir fyrir öllum lausnunum sem leigubílstjór- arnir hafa á færibandi. Og þó. Lausnir leigubílstjóra geta nefnilega oft verið gerræðislegar, geggjaðar og stórvarasamar. Þannig brá Svarthöfða illilega í brún þegar hann las í DV í vikunni að geðstirð- ur leigubílstjóri hefði rænt gömlum manni sem ætlaði rétt að bregða sér frá til þess að sækja peninga til þess að greiða fargjaldið. Svarthöfði hefur samt örlitla samúð með bílstjóran- um enda vel þekkt í kreppu að fólk reyni að snuða þá um greiðslu með alls konar undanbrögðum og jafnvel ofbeldi. En fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Hingað til hafa bílstjórnar látið sér nægja að halda eftir persónuskilríkj- um eða yfirhöfnum sem tryggingu en nú er það nýjasta að leggjast hreinlega í mannrán. Flytja svo misskilda far- þegana út í óbyggðir og henda þeim þar út. Bílstjórinn er vitaskuld engu nær því að fá peninginn sinn með æfingum af þessu tagi en sálfsagt getur hann sofið betur vitandi af skuldunautnum í kuldalegri píslargöngu til manna- byggða. Svarthöfði óttast fátt jafnofsa- lega en einmitt að sitja fastur í leigubíl með froðufellandi gamalmenni í yfir- vigt sem felur skallann með derhúfu og lætur dæluna ganga hraðar en gjaldmælinn. Svarthöfði hefur nokkr- um sinnum stokkið út úr leigubíl á rauðu ljósi beint út í slagviðri til þess eins að losna undan kjaftavaðlinum inni í hlýjunni. En nú þorir maður ekki fyrir sitt litla líf að taka taxa fram- ar. Æsilegur flótti, jafnvel á ferð, virðist ekki lengur vera inni í myndinni og því ekki lengur óhætt að voga sér um borð í leigubíl þar sem menn eru til alls vísir. Svarthöfði getur bara ekki hugsað þá hugsun til enda að vera haldið í gíslingu í aftursæti leigubíls undir stöðugum kjaftavaðli um allt það sem skiptir engu máli í stóra sam- henginu. Fimmtudagur 2. apríl 200914 Umræða Varúð: Taxi svarthöfði spurningin „Já, það má segja það. Ætli þetta sé ekki mesta heppniskarfa sem ég hef skorað,“ svaraði Helgi Jónas Guðfinnsson leikmaður grindavíkur í körfubolta. Hann skoraði ótrúlega körfu frá miðju fyrir grindavík á þriðjudagskvöldið þegar liðið skellti Snæfelli 85-75. grindavík leikur því til úrslita á móti Kr í iceland Express- deildinni í körfubolta. Var þeTTa floTTasTa karfan þín? sandkorn n Framsóknarmenn eru nú komnir í sókn til að tryggja hug- myndum sínum um tuttugu prósenta skuldaniðurfærslu fylgi. Liður í því er ítar- legt mynd- band sem flokkurinn hefur sett á Youtube til að kynna málstað sinn. Virðist þar bæði spilað inn á skyndi- lausnir og hræðsluáróður til að fá fólk til fylgis hugmyndunum sem Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður flokksins, kynnti á sínum tíma en hafa fengið misjafnar undirtekt- ir. Helst er á myndbandinu að skilja að lítið mál sé að fá erlenda kröfuhafa til að samþykkja að gefa eftir hluta af skuldum Ís- lendinga og þannig færa niður skuldirnar. Þannig megi bjarga fjölda fólks frá gjaldþroti og öðr- um þrengingum. Hinn valkost- urinn, miðað við myndbandið, virðist vera að allt að annað hvert heimili fari á hausinn, fjöl- skyldurnar fari á götuna og eig- endur annarra húsa megi horfa upp á algjört verðhrun. n Nýjustu breytingar á gjaldeyris- lögum Íslendinga hafa vissu- lega vakið athygli. Kannski ekki furða, enda ekki á hverj- um degi sem borgarar í sjálfstæðu landi með sjálfstæðan gjaldmið- il vakna við það að það sé ólöglegt að nota gjaldmið- ilinn í viðskiptum við útlend- inga. Þetta er þó raunin eftir að Alþingi samþykkti neyðar- lög Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Grínast menn nú með að fyrst búið er að stíga fyrsta skrefið, að banna að taka við krónum af útlendingum, sé stutt í næsta skrefið, að banna Íslendingum að nota krónuna í viðskiptum sín á milli. En þá er víst komið að nýjum gjaldmiðli. n Sjálfstæðismenn stefna fram íþróttahetjum á framboðslistum sínum í Reykjavík fyrir komandi þingkosn- ingar. Pét- ur Hafliði Marteins- son, fyrr- verandi leikmaður landsliðsins, Fram og KR í fótbolta, skipar níunda sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins norðan megin í borginni. Í ellefta sætinu sunnan megin er svo að finna Sigfús Sigurðsson, eina af silfurhetj- um handboltalandsliðsins frá Peking. Báðir hafa gert það gott í íþróttum en miðað við gengi Sjálfstæðisflokksins í skoðana- könnunum undanfarið þarf sennilega mikið að gerast til að báðir verði aðstoðarþingmenn og jafnvel langsótt að annar nái þeirri stöðu. lyngHálS 5, 110 rEyKjavíK Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkvæmdaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég er ekki sannfærður um að hamborgarar séu fitandi.” n Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúll- unnar, sem hefur borðað í það minnsta einn hamborgara á dag síðustu fimm árin. Hann sat fyrir ber að ofan til að sanna mál sitt. – Fréttablaðið „Ef menn stjórna illa endar það illa.“ n Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um ástæðu þess hversu illa er komið fyrir krónunni. Hann segir gjaldmiðilinn ekki ónýtan og að hann verði hérna næstu árin, sama hvað menn vilji gera í framhaldinu. – DV „Þetta er lélegur brandari.“ n Vésteinn Gauti Hauksson, varaformaður Hagsmunasam- taka heimilanna, segir að með nýrri löggjöf um greiðsluaðlögun sé verið að slá ryki í augu almennings. – DV „...gefa okkur pening!“ n Emilíana Torrini aðspurð í viðtali við Laist í Los Angeles hvað sé skylda að gera þegar maður kemur til Íslands. – DV „Warren Buffett. Það er engin spurning.“ n Margeir Pétursson, stórmeistari í skák og formaður stjórnar MP Banka, um hvor sé honum meiri fyrirmynd, viðskiptajöfurinn Warren Buffett eða skáksnillingurinn Garrí Kasparov. – DV Skuldadagar Leiðari Lausnin á vanda Íslands er á sinn hátt mjög einföld. Rétt eins og maður sem hefur skuldsett sig um of þarf að afla meiri tekna og eyða minna, þarf Ísland að flytja meira út og minna inn. Allar aðgerðir yfirvalda ættu að taka mið af þessu. Þeir sem kvarta undan veikingu krón- unnar horfa framhjá rót vandans. Gjald- miðillinn er ekki vandamálið, heldur birt- ingarmynd vandans. Þegar fjármagn flæðir inn í landið í formi lána styrkist gjaldmið- illinn tímabundið. Hann veikist aftur þeg- ar borga þarf lánið til baka. Besta leiðin til að styrkja gjaldmiðilinn er að flytja meira út og minna inn og borga skuldirnar okkar. Með öðrum orðum þurfum við að hegða okkur skynsamlega í fjármálum, því orsök vandræða okkar er hið gagnstæða, gamal- dags heimska og ábyrgðarleysi. Fall Íslands og yfirvofandi fall Banda- ríkjanna er ekki „efnahagslegur hvirfilbyl- ur“ eða aðrar náttúruhamfarir, heldur af- leiðing mannanna verka. Valdatíð George W. Bush einkenndist fyrst og fremst af skeytingarleysi, sífelldri þjónkun í garð moldríkra og stanslausri skuldsetningu þjóðarinnar. Valdatíð Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde einkenndist af því sama, en til viðbótar bættust staðfastlegar til- raunir til að breiða yfir hinn raunverulega vanda. Vandi Bandaríkjanna og Íslands er gríðarleg skuldsetning. Hérlendis kom- ust bankarnir upp með að hneppa þjóð- ina í skuldafjötra, vegna þess að þeir nutu stuðnings íslenska ríkisins opinberlega. Þeir höfðu hálfgerða ríkisábyrgð. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde riðu um héruð til þess að halda blekk- ingunni gangandi svo bankarnir fengju áfram lán á fölskum forsendum. Þau litu á það sem skyldu sína að blekkja heiminn til þess að trúa á íslenska efnahagsviðundr- ið og lána meiri peninga til landsins. En of mikil skuldsetning var vandinn sjálfur. Til að bjarga sér frá gagnrýni reyna þau að varpa ábyrgðinni á alla aðra og jafn- vel hluti sem eru ekki til, eins og „efna- hagslega fellibylji“. Þegar allt kemur til alls liggur ábyrgðin hjá stjórnmálamönnum. Óábyrgir stjórnmálamenn eru óþarfir. Stjórnmál blekkinga, kæruleysis og heimsku tröllriðu Íslandi og Bandaríkj- unum og afleiðing þess er gríðarleg skuld- setning sem kemur í hlut ábyrgðarfulls fólks að lagfæra. Það má ekki gleymast að valdhafar á Íslandi og í Bandaríkjun- um í dag hlutu skuldsetninguna í arf frá ábyrgðarlausum forverum sínum. Engu að síður er kæruleysi og gagnrýnisleysi gagnvart valdhöfum ábyrgðarleysi af hálfu almennings og fjölmiðla. Það verður gerð meiri krafa til núverandi stjórnvalda en þeirra fyrrverandi, vegna þess að þeir fyrrverandi náðu að plata fólk með því að taka góðærið að láni. Hver einasta aðgerð stjórnvalda verður nú tekin til gagnrýn- innar athugunar á mælikvarða almennrar skynsemi. Sumum mun þykja nóg um nei- kvæðnina, en tími áhyggju- og ábyrgðar- leysis er liðinn. Nú eru skuldadagar. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Stjórnmál blekkinga, kæruleysis og heimsku tröllriðu Íslandi og Bandaríkjunum. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.