Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Qupperneq 22
Fimmtudagur 2. apríl 200922 Fólkið Tónlistarmaðurinn Jonathan Richman hélt tónleika á Rósen- berg í gærkvöldi við mikinn fögn- uð áhorfenda. Það seldist upp á tónleika kappans á svipstundu, en þeir sem ekki komust að í gær fá tækifæri til að berja Richmann augum í kvöld þar sem hann hefur ákveðið að koma fram á tónleikum í kosningamiðstöð VG í Tryggvagötu. Bandaríski tón- listamaðurinn mun koma fram ásamt trommaranum Tommy Larkin og spila fyrir áhorfendur og söngkonan Ólöf Arnalds mun hita upp. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.30 og kostar litlar 1.000 krónur inn. DV sagði frá því í gær að stúlknasveitin breska Girls Aloud væri á landinu og hygðist taka upp hluta af nýju myndbandi í Officera-klúbbnum á gamla herstöðvarsvæðinu á Vallarheiði í kvöld. Hins vegar vantaði ungt fólk til að leika í myndbandinu og því var boðað til opinn- ar prufu í stúdíói Saga Film að Laugavegi 176 sem áttu að hefjast á hádegi í gær. Ef einhver hefur ekki áttað sig á því enn var um aprílgabb að ræða. Og það er skemmst frá því að segja að lesendur voru ekki ginnkeypt- ir fyrir þessu glensi blaðsins. Á meðan ljós- myndari DV staldraði við fyrir utan húsakynni Saga Film um og upp úr hádegi í gær kom í það minnsta enginn til að taka þátt í „prufunni“. Einar Bárðarson tók þátt í gabbinu með blaðinu þar sem hann er bæði eigandi Conc- ert sem rekur Officera-klúbbinn og var um- boðsmaður hljómsveitarinnar Nylon sem túraði með Girls Aloud fyrir nokkrum árum. Aðspurður hvað klikkaði telur hann það hafa verið launagreiðsluna, pundin 100, sem lof- uð var þeim sem fengju hlutverk í mynd- bandinu. „Ég held að það hafi þurft meiri pening í þetta. Þegar verið var að bera gabbið und- ir mig talaði ég um að það þyrfti örugglega svona 300 pund til að fá fólk í myndbandið. En blaðamaðurinn var svo hógvær og vildi bara 100 pund. Money talks, bullshit walks,“ segir Einar og hlær. Þó fannst ein manneskja sem lét gabbast. Ragnhildur Magnúsdóttir, útvarpskona á Létt- Bylgjunni, hringdi í Einar í gærmorgun til að falast eftir viðtali við stelpurnar í Girls Aloud. Þegar DV hafði samband við Ragnhildi í gær- dag vildi hún ekkert láta hafa eftir sér um mál- ið. kristjanh@dv.is Richman hjá VG EKKI MARGIR GLEYPTU VIÐ APRÍLGABBI DV Í GÆR: KiKi-Ow Og Atli sKemmtAnAlöggA: Hljómsveitin Sigur Rós sló held- ur betur á létta strengi í gær. Á heimasíðu sveitarinnar mátti finna nýja frétt þar sem sveitin tilkynnir að Kjartan hafi verið ráðinn til þess að semja og út- setja fjögur lög fyrir stórsveitna Coldplay. Auk þess mun Jónsi flytja lag ásamt Chris Martin á væntanlegri plötu bresku sveit- arinnar. Sigur Rósar-menn kíktu í stúdíó Coldplay á dögunum þar sem Chris og Jónsi tóku saman lagið. Kapparnir settu einnig inn hlekk á Youtube frá æfingunni. Þegar ýtt er á hlekk- inn kemur upp svartur skjár þar sem stendur „April´s Fool“. Síð- an kemur upp spurning á skjá- inn: „Hversu mörg ykkar féllu fyrir þessu, í alvörunni?“ SiGuR RóS GabbaR „Ég og Curver höfum unnið hörðum höndum síðastliðin þrjú ár við að gera 90´s-partíkvöldin okkar að þeim kvöldum sem þau eru í dag. Atli réð okkur til þess að spila einu sinni hjá sér og hann veit fullvel að 90s-partí- kvöldið er okkar vörumerki, “ segir Kitty Von Sometime sem er hluti af plötusnúðateyminu Dj Kiki-Ow og Dj Curver. Forsaga málsins er sú að Atli Rúnar Hermannsson, betur þekkt- ur sem Atli skemmtanalögga, og Óli Geir Jónsson, fyrrverandi herra Ís- land, hafa staðið að 90´s-partíkvöld- um undanfarna mánuði og á heima- síðu þeirra 90s.is mátti meðal annars finna lógó sem Kitty og Curver hafa notað síðastliðin þrjú ár til að kynna sín kvöld, broskall með lepp. „Þetta snýst ekki um að við séum að eigna okkur næntís tónlist, en við höfum unnið mjög hörðum hönd- um að því að byggja upp flottan orð- stír með okkar kvöldum. Við byrjuð- um að spila á litlum skemmtistöðum til þess að geta spilað fyrir húsfylli á NASA,“ segir Kitty og bætir við: „Ef þeir myndu bara setja nöfnin sín stórletruð á plaggötin, bara svo að þeir að- skilji sig frá okk- ar kvöldi, værum við sátt. Ég er kannski bara svolítið bresk, en mér finnst þetta dónalegt, sér- staklega ljósi þess að Atli réð okkur til þess að spila á 90s-kvöldi fyrir hann á sínum tíma.“ Curver og Kitty höfðu samband við Atla og báðu hann um að fjarlægja lógóið þeirra af síðunni og breyta nafninu á kvöldinu í eitt- hvað annað. Því var síðar breytt í 90´s Night sem Kitty er ekki par sátt við. „Þetta er svo lítil breyting. Þeir settu sólgleraugu á broskarlinn og lítillega breyttu nafninu á kvöldinu. Þeir mega spila eins mikið og þeir vilja svo lengi sem fólkið sem ræður þá til sín og fólkið sem kaupir miða á þeirra kvöld, viti að þeir haldi þetta kvöld, ekki ég og Curver,“ segir Kitty. „Ég er oft ráðin til að spila á böllum fyrir skóla eða fyrir- tæki út á 90s-partíin okkar og ég vil ekki að það sé verið að blekkja þau.“ Atli Þór segist ekki skilja fárið í kringum 90s-kvöldin hans. „Ég kannast aðeins við Curver og hef ekkert upp á hann að klaga nema hvað þau hringdu í mig fyrir nokkru út af því að við not- uðum sama lógó og þau á síðunni okkar. Ég baðst strax afsökunar, vissi hreinlega ekki að við værum að nota þetta lógó. Ég hringdi um hæl í graf- íska hönnuðinn minn og lét breyta því. Síðan kom í ljós að þau voru ósátt við að við notuðum nafnið 90´s- partí, ég bakkaði með það líka og nota núna nafnið 90´s-kvöld, “ segir Atli. „Þau hafa sak- að mig um að fara inn á þeirra svæði, en Curver býr í New York og Kitty er ófrísk þannig að ég er ekki að taka neinn bissness af þeim. Þau eru ekki starfandi í dag.“ Atli tekur það fram að 90´s-kvöld séu haldin um land allt. „Skemmti- staðurinn 800 mun halda sitt eigið 90´s-kvöld um helgina. Það er algjör- lega ótengt mér og Óla eða Curver og Kitty. Mér finnst þetta svo kjánalegt að eigna sér eitthvert partí. Má bara Skímó spila cover-lög en ekki Á móti sól? Ég hef lagt mikið upp úr því að leysa þetta á farsælan og góðan hátt og ég hef gengið að öllum þeirra kröfum.“ hanna@dv.is DEiLa um tÍunDa áRatuGinn Kiki-Ow og Curver Hafa haldið heljarinnar 90´s- kvöld síðastliðin þrjú ár. Broskarlinn frægi Sem Kiki-Ow og Curver hafa notast við. Atli Rúnar Hermannsson Skilur ekki að hægt sé að eigna sér partíkvöld. Heimasíðan Hér sést broskarl atla. „Þurfti meiri pening“ Girls Aloud Ekki enn orðnar „íslandsvinir“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.