Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Síða 14
Svarthöfði hefur beðið ógnar-spenntur eftir hinni vígalegu skjaldborg sem átti að verja heimili hans fyrir efnahags- hruninu, sem hann sjálfur er saklaus af eins og flestir samlandar hans. Fyrst heyrðist af skjaldborginni þeg- ar Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn höfðu rústað efnahagslífinu, eins og leigubílstjóri sem keyrir um á cruise control með lokuð augun. Það gleymdist að kaskótryggja bíl- inn, hann var ástandsskoðaður af fúskara og bílstjórinn var ölvaður. Svarthöfði var farþegi í slysinu, en borgar bæði farið og viðgerðina. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var gerð „verkstjóri“ ríkis-stjórnarinnar 1. febrúar síð-astliðinn nefndi hún tvennt í upphafi. Að koma atvinnulífinu í gang aftur og „að slá skjaldborg um heimilin og tryggja betur öryggisnet- ið í kringum heimilin í landinu“. Hvar er þessi skjaldborg og hverjir eru í henni? Svart-höfði hefur ekki séð hana. Hins vegar varð Svart- höfði þess áskynja að örugga, verð- tryggða húsnæðislánið hans hjá rík- isbankanum hækkaði um 20 prósent síðasta árið. Svo rak hann augun í það að verðið á fasteigninni hans er í frjálsu falli. Það fór niður um 4 prósent á einum mánuði. Þar fór meira en milljón á einum mánuði úr ævisparnaði Svarthöfða, minnst 33 þúsund krónur á dag. Fyrir þá upp- hæð hefði Svarthöfði geta búið eins og greifi á Hilton-hótelinu í Reykja- vík í svokölluðu „Queen Executive Room Plus“. Og hvar var þessi skjaldborg þegar bankinn tók fimm milljónir af ævisparnaði Svarthöfða í fyrra? Það verður ekki betur séð en að skjald- borgin sé á vegum þeirra hina sömu og skjaldborgin á að verja okkur gegn. Það voru bankar í eigu skjald- borgarinnar sem tóku peninginn af Svarthöfða og samlöndum. Talsmenn skjaldborgarinn-ar segja að hún ætli ekki að láta Svarthöfða deyja fjár-hagslegum drottni sínum (sem er reyndar skjaldborgin sjálf). Enda kæmi það illa út fyrir blessaða skjaldborgina ef Svarthöfði öðlað- ist þá frelsun að verða gjaldþrota og losna við heimilið, sem hann getur ekki selt og sem hann skuldar meira í en hann á. Það eina sem skjald- borgin gerir er að tryggja hagsmuni óvina heimilanna. Svarthöfði er far- inn að halda að skjaldborgin sé ekki þarna til að verja hann, heldur til að halda honum föngnum í skulda- fangelsi. Nú þegar skjaldborgin held-ur Svarthöfða og samlönd-um hans kyrfilega föstum í fjárhagslegum hlekkj- um segist hún ætla að lækka laun sem eru yfir 300 þúsund krónum. Og hækka skattana í desert. Hvers vegna snýr skjaldborgin skjöldun- um að Svarthöfða og stingur í hann spjótum sínum? Skjaldborgin er óvinurinn sjálfur! mánudagur 20. apríl 200914 Umræða Skjaldborg jóhönnu gegn heimilunum svarthöfði spurningin „Sjaldan er góð hnísa of oft kveðin,“ segir Hafsteinn Gunnar Hauksson, ræðumaður íslands og stuðningsmaður ræðuliðs Verzlunarskóla íslands sem sigraði ræðulið Fjölbrautaskóla Suðurnesja á föstudaginn. nokkrum dögum fyrir úrslitakeppnina rak hval upp að anddyri Verzlunarskólans. Svokölluð stríðsnefnd Fjölbrautaskóla Suður- nesja stóð fyrir grikknum á skólalóð Verzló en ásamt hnísunni var búið að búa til þyrlupall á bílastæði Verzlinga. Voru þeir Sem hValir á þurru landi? sandkorn n Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar er rótklofinn um Evrópumálin og stjórnar- skrármálið og talsverður at- gervisflótti er í gangi. Þau tíð- indi urðu í síðustu viku að einn úr kjarnafylgi flokksins, Bjarni Kjart- ansson sem gjarnan kall- ar sig Mið- bæjaríhald- ið, kvaddi með hurðarskelli. Ástæða liðhlaupsins er sú að þingmenn Sjálfstæðisflokksins stóðu í vegi fyrir þeirri stjórnar- skrárbreytingu að auðlindirnar yrðu skilgreindar í þjóðareign. Bjarni mun ekki geta hugsað sér að styðja flokk sægreifanna. n Sjálfstæðismenn fara mik- inn þessa dagana í botnbar- áttu sinni. Línan sem gefin er út er sú að ná upp fylginu um 1 prósentustig á dag í þeirri von að slefa í 30 prósenta fylgi. Flokkurinn er víða í djúpri lægð en þó vísast hvergi eins og í Norðvesturkjördæmi þar sem hann vermir fjórða sætið í könnun Capacent og er örfáum prósentustigum yfir Frjálslynda flokknum. Það er því ekki að sjá sem Snæfellingurinn Ásbjörn Óttarsson nái að laða fylgið að. n Aftur á móti mega vinstri grænir vel við una miðað við sömu könnun sem sýnir að þeir eru stærstir í kjördæminu með rúmlega 25 prósentustig. Jón Bjarna- son, oddviti VG, virðist þannig vera að rokka í kjör- dæminu. Framsókn- arflokkur- inn með Guðmund Steingrímsson Hermannssonar í öðru sætinu má einnig vel við una en hann fær rúmlega 18 prósentustig sem gæti orðið til þess að hinn ágæti afkomandi gömlu for- ystunnar næði inn sem upp- bótarmaður. n Páll Magnússon, útvarps- stjóri og fyrrverandi talsmað- ur Decode, lætur engan eiga neitt inni hjá sér. Morgunblað- ið, sem fékk 3000 millj- ónir að gjöf frá almenn- ingi, reifaði óráðsíu í rekstri Rík- isútvarps- ins í leiðara og fékk andsvar Páls þar sem útvarps- stjórinn andmælir skoðun Moggamanna en gefur þeim síðan á baukinn og frábiður sér kennslu Morgunblaðsins í rekstrarfræðum. „Ég vona þó að mér verði virt til vorkunn- ar að þann lærdóm treysti ég mér ekki til að sækja í smiðju þeirra sem hafa stjórnað Morg- unblaðinu og Árvakri síðustu árin,“ skrifaði Páll. lynghálS 5, 110 reykjaVík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dV.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dV. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Hann sagði við mig að ég „gengi með þeim dökka“.“ n Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir, fyrrverandi eiginkona Herberts Guðmundssonar, um að hún hafi vaknað á nóttunni þar sem Herbert stóð yfir henni að signa sig og fara með bænir. - Vikan „Það má búast við betri tilburðum heldur en í þeim sóðalega fúkyrða- flaumi sem er í lands- pólitíkinni.“ n Kristinn Hrafnsson um formannsslag sinn og Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur í Blaðamannafélagi Íslands. - DV „... sat ég grátandi í sófanum eima.“ n Sölvi Tryggvason klukkustund áður en hann átti að taka viðtal við forsætisráð- herra. Hann var að ganga í gegnum sambandsslit og erfiða tíma en tók sig saman í andlitinu og kláraði viðtalið með stæl. - DV „Ég hélt það yrðu meiri læti.“ n Þorfinnur Guðnason, leikstjóri Draumalands- ins, um viðbrögð fólks við myndinni sem málar svarta mynd af stóriðjustefnu íslenska ríkisins undanfarin ár. - DV „ESB tekur ekki af okkur valdið til þess að kjósa fífl yfir okkur.“ n Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar- innar, sem uppskar mikla gagnrýni fyrir orð sín á framboðsfundi flokkanna í Suðvesturkjördæmi. - visir.is Kosið um ekkert Leiðari Eftir fimm daga verður kosið án þess að raunveruleg, almenn umræða hafi farið fram um nokkurn skap-aðan hlut. Fram að þessu hefur um- ræðan snúist um styrki stjórnmálaflokka sem hafa yfirskyggt alla efnislega umræðu. Önnur umræða sem snýr að framtíðinni er á yfirborðskenndum nótum. Átök um aðild að Evrópusambandinu snúast um tilfinn- ingar en ekki rök. Umræðan er óupplýst og gjarnan byggð á stækri þjóðernishyggju og sumpart þekkingarleysi. Algjörlega vantar að ræða um tap eða ávinning þess að ganga í bandalag Evrópuþjóða. Enginn fæst til að teikna kalt og yfirvegað upp kosti þess og ókosti að verða órofa hluti Evrópuþjóðanna. Upphrópanir bergmála í stað vitrænnar um- ræðu. Sama er uppi á teningnum varðandi raunverulega skuldastöðu Íslands og hvern- ig eigi að bregðast við henni. Himinn og haf skilur að upplýsingar um hæstu og lægstu skuldatölur lýðveldisins. Ný ríkisstjórn hef- ur ekki komið böndum á krónuna sem er í frjálsu falli þrátt fyrir handstýringu. Enginn virðist hafa hugmyndir eða vilja til að leysa þann vanda sem vofir yfir vegna Jöklabréf- anna. Vonir um jafnvægi í peningamálum hafa brugðist og heimilin sökkva stöðugt dýpra í skuldafen. Draumar um stjórnlaga- þing eru brostnir. Fá raunveruleg úrræði eru uppi á borð- um varðandi lausnir gegn kreppunni eða líknandi aðgerðir fyrir almenn- ing. Sumir boða skattahækkanir án þess að tilgreina nákvæmlega hverjar. Aðrir þvertaka fyrir slíkar hækkanir en boða skuldaniðurfellingu fyrir fólk og fyrirtæki. Fræðimenn innan flokk- anna eru gjörsamlega á öndverðri skoðun hvað varðar möguleika þess að lækka skuldir þeirra sem blekkt- ir voru til að kaupa húsnæði á upp- gangstímum. Það ástand sem uppi er í aðdraganda kosninganna er skýr vísbending um að stjórnmálamenn viti ekki sitt rjúkandi ráð. Það er ekki nóg að gera upp við Sjálfstæð- isflokkinn og koma honum form- lega frá völdum. Þeir sem taka við verða að láta af hefðbundnu lýðskrumi og sinna þeirri skyldu sinni að vinna að þjóðarhag. Aðild að Evrópusambandinu gæti orðið til góðs að því leyti að þar með færðist stór hluti hagstjórn- arinnar úr landi og úr höndum skussanna sem rústuðu þjóðarhag. Ísland hefur hvorki mannauð né þroska til að standa á eigin fótum þegar litið er til peningamála og hag- stjórnar. Verkin sýna merkin. reynir TrauSTaSon riTSTjóri Skrifar. Upphrópanir bergmála í stað vitrænnar umræðu. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.