Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Page 3
Þriðjudagur 19. maí 2009 3Fréttir
LÁNUÐU SJÁLFUM SÉR TIL
AÐ KAUPA Í ICELANDAIR
það hlutafé hafi verið afskrifað í bók-
um N1 árið 2007. „Þess vegna hittir
þetta okkur ekki illa fyrir núna,“ segir
Hermann.
Hann segist hins vegar reikna með
að hlutur Máttar í BNT verði seldur í
framtíðinni vegna erfiðrar stöðu fé-
lagsins. Hermann segir hins veg-
ar að þetta komi ekki niður á
rekstri N1.
Ríkið gæti orðið
allsráðandi
Með því að leysa til
sín bréfin er staðan
sú að ríkið ræður í
raun yfir meira en
56 prósenta hlut
í Icelandair en
segja má á ríkið
eigi einnig rúm-
lega 9 prósenta
hlut Sparisjóða-
bankans í Ice-
landair vegna úti-
standandi skulda
bankans við Seðla-
banka Íslands sem
nema á annað
hundrað milljörð-
um króna auk þess
sem bankinn var tek-
inn yfir af Fjármála-
eftirlit-
inu í mars. Ef Landsbankinn tekur
hlut Finns yfir mun Icelandair því
verða í ríkiseign að langmestu leyti.
Ekki náðist í þá Einar Sveins-
son og Gunnlaug Sigmundsson við
vinnslu fréttarinnar.
Hlutur Langflugs yfirtekinn
bráðlega Félag sem er að
stórum hluta í eigu Finns ing-
ólfssonar, fyrrverandi ráðherra
og seðlabankastjóra, mun nær
örugglega missa hlut sinn í
icelandair yfir til Landsbankans
á næstunni.
Ríkið stærsti hluthafinn í
Icelandair Eftir atburði gærdagsins
er ríkið orðið stærsti hluthafinn í
icelandair í gegnum íslandsbanka en
þá leysti bankinn til sín hlutabréf 20
hluthafa með veðköllum.
Kampavínsklúbbur eiginkvenna
nokkurra helstu auðmanna þjóð-
arinnar er floginn frá Óman og aft-
ur til Bretlands. Konurnar yfirgáfu
Chedi-hótelið í borginni Muscat á
laugardag og sunnudag, samkvæmt
starfsmanni hótelsins. DV greindi
frá ferðum klúbbsins í síðustu viku
en konurnar dvöldu í vellystingum
á hótelinu frá síðasta miðvikudegi.
DV greindi frá því á miðvikudag-
inn að konurnar ættu pöntuð her-
bergi á hótelinu – starfsmaður þess
hafði staðfest það í samtali við blað-
ið – þar sem þær ætluðu að dvelja
fram á sunnudag. Eftir að konurn-
ar komu á hótelið fékk DV hins veg-
ar ekki að ræða við þær og fékk það
ekki staðfest að þær dveldu á hót-
elinu.
Talið var mögulegt að konurn-
ar hefðu afpantað herbergin eftir
að umfjöllun um lúxusferð þeirra
komst í hámæli, en nóttin á hótel-
inu kostar á bilinu 60 til 160 þús-
und krónur. Af orðum starfsmanns-
ins að dæma er hins vegar ljóst að
konurnar dvöldu á hótelinu.
Gleðirík dvöl
Dvöl kampavínsklúbbsins á hót-
elinu átti að einkennast af miklu
„gamni, glensi og gleði“ eins og
segir í ferðalýsingu sem DV hef-
ur undir höndum. Konurnar ellefu
ætluðu meðal annars að „chilla“ við
sundlaugina, stunda „sunset yoga“
og tennis, drekka „diet mohito“ og
kampavín, fá sér „shisha“ vatns-
pípu og fara í skoðunarferðir.
Ellefu konur voru boðaðar í
ferðina til Óman. Meðal þeirra voru
Guðrún Eyjólfsdóttir, eiginkona
Lýðs Guðmundssonar, Þuríður
Reynisdóttir, eiginkona Ágústs Guð-
mundssonar, Arndís Björnsdótt-
ir, eiginkona Sigurðar Einarssonar,
Linda Stefánsdóttir, fyrrverandi eig-
inkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
Sigríður Sól Björnsdóttir, eiginkona
Heiðars Más Guðjónssonar fyrrver-
andi framkvæmdastjóra hjá Novat-
or, og Þórdís Edwald, eiginkona Ár-
manns Þorvaldssonar fyrrverandi
forstjóra hjá Singer og Friedlander
í London.
Dóttir Einars Sveinssonar í
klúbbnum
Ekki er vitað hversu margar af kon-
unum fóru í ferðina en meðal þeirra
sem starfsmaður hótelsins staðfest-
ir að hafi gist á hótelinu eru Guðrún
Eyjólfsdóttir, Linda Stefánsdóttir
og Arndís Björnsdóttir. Nokkrar af
konunum fóru af hótelinu á laugar-
daginn en hinar á sunnudaginn.
Ein af konunum sem boðuð var í
ferðina er Ásta Sigríður Einarsdótt-
ir, dóttir Einars Sveinssonar fyrrver-
andi stjórnarformanns Glitnis. Ásta
Sigríður er 15 prósenta hluthafi
í eignarhaldsfélaginu Hrómundi
sem aftur er rúmlega þrjátíu pró-
senta eigandi Fjárfestingafélagsins
Máttar. Máttur átti 23 prósenta hlut
í Icelandair en Íslandsbanki leysti
til sín hlutabréf Máttar í Icelandair
í gær vegna ótryggra veða fyrir láni
sem Glitnir veitti félaginu á sínum
tíma til að fjármagna kaupin í flug-
félaginu.
Ekki er vitað hvort Ásta fór með
kampavínsklúbbnum til Óman
því DV hefur ekki náð af henni tali
en ljóst er að hlutur hennar í Hró-
mundi hefur rýrnað töluvert í verði
eftir atburði gærdagsins.
Kampavínsklúbbur nokkurra útrásareiginkvenna kom í leitirnar
í gær. Hópurinn gisti á Chedi-hótelinu í Óman eftir allt saman.
Nokkrar af konunum í hópnum yfirgáfu hótelið á laugardag en
aðrar á sunnudag. Ein af konunum í kampavínsklúbbnum er Ásta
Sigríður Einarsdóttir, dóttir Einars Sveinssonar. Hún átti hlut í
eignarhaldsfélagi sem aftur var hluthafi í fjárfestingafélagi sem
átti stóran hlut í Icelandair sem Íslandsbanki leysti til sín í gær.
HLUTHAFI Í ICE-
LANDAIR Í KAMPA-
VÍNSKLÚBBNUM
Ásta Sigríður er 15
prósenta hluthafi í
eignarhaldsfélaginu
Hrómundi sem aftur er
rúmlega þrjátíu pró-
senta eigandi Fjárfest-
ingafélagsins Máttar.
InGI F. VILHjáLmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Konurnar gistu á hótelinu
Samkvæmt starfsmanni Chedi-hótelsins
í Óman gistu meðlimir kampavíns-
klúbbsins á hótelinu fram á sunnudag.
myndin er tekin við sundlaug hótelsins.