Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 14
Þriðjudagur 19. maí 200914 Umræða
Norska plottið
svarthöfði
spurningin
„Ég var að reyna að hafa lappirnar niðri á
jörðinni eftir vonbrigði fyrri ára. Það er
búið að tala svo vel um íslenska lagið svo
oft. Svo vöknum við oft við vondan draum
þegar stigagjöfin hefst,“ seg-
ir Páll Óskar
Hjálmtýsson
tónlistarmaður
aðspurður um
spá sína í
Kastljósinu á
föstudag.
Þar sagði
hann að
allt fyrir
ofan 10.
sæti
væri
bónus.
Varstu ekki heldur
sVartsýNN?
sandkorn
n Sigurður Einarsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður Kaup-
þings, á ekki sjö dagana sæla.
Hann dvelur í London við að vísu
góðan kost en á Íslandi nýtur
hann lítill-
ar virðing-
ar. Meðan
bólan stóð
sem hæst
heiðraði Ól-
afur Ragnar
Grímsson,
forseti Ís-
lands, útrás-
arvíkinginn með fálkaorðunni.
Rökstuðningurinn var að sjálf-
sögðu sá að undir hans stjórn
hefði Kaupþing unnið stóra sigra
erlendis. Eftir hrunið hafa komið
upp raddir um að Sigurður eigi
að skila orðunni. Þetta þvertek-
ur hann fyrir í samtali við Séð og
Heyrt og heldur orðunni.
n Árangur Jóhönnu Guðrúnar
Jónsdóttur í Evróvisjón hef-
ur gefið þjóðinni góða hvíld
frá kreppunni og öllum þeim
þyngslum
sem fylgja.
Silfur-
verðlaun á
heimsvísu
urðu til þess
að forseti
Íslands veitti
handbolta-
liði Íslands
á Ólympíuleikunum fálkaorður.
Nú hafa komið upp raddir um
að Jóhanna Guðrún og lagahöf-
undurinn Óskar Páll Sveinsson
eigi að fá þann sama heiður. Enn
bólar þó ekkert á viðurkenningu
forsetans hvað sem síðar verður.
n Íslenska handboltaliðið fékk
sínar orður strax við heimkom-
una frá Kína. Fræg var uppá-
koman í miðborg Reykjavíkur
þegar forsetinn, borgarstjórinn
í Reykjavík og lunginn úr ríkis-
stjórn Íslands stilltu sér upp á
sviði framan við mannfjöldann
og dilluðu sér í takt við fagnaðar-
söngva. Þegar Jóhanna Guðrún
kom var öllu minna umstang.
Páll Óskar spilaði gömul Evró-
visjónlög og kastaði fram fróð-
leiksmolum. Jóhanna birtist síð-
an í mýflugumynd en síðan datt
út hljóðið í beinni útsendingu
Sjónvarpsins. Uppákoman varð
því dulítið pínleg.
n Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, er atvinnulaus eftir
að nýtt þing var kosið. Björn
er annálað-
ur dugn-
aðarforkur
og honum
fallast því
ekki hendur
þótt á móti
blási um
stundarsak-
ir. Nú unir
hann glaður við sveitastörf á
sumaróðali sínu í Fljótshlíð. Og
hann er meðal þeirra fyrstu til
að hefja slátt eins og fram kem-
ur á bloggi hans: „Grassprett-
an er svo mikil í garðblettin-
um mínum hér í Fljótshlíðinni,
að ég ákvað að slá í dag, enda
hafði ég endurnýjað rafgeymi
sláttutraktorsins. Veðurblíðan
er einstök.“
LyngháLs 5, 110 reyKjavíK
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Við finnum ekki frið í
hjörtum okkar fyrr en
réttlætið sigrar.“
n Segir á Facebook-síðu sem hefur verið stofnuð
til að hvetja íslensk stjórnvöld til að beita sér í
máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur.
Rannsókn í Dómeníska lýðveldinu hefur verið
hætt án nokkurrar niðurstöðu. - DV.is
„Ég ætla að sofa
út á morgun.“
n Jóhanna Guðrún
Jónsdóttir um hvað taki við
hjá henni næstu daga eftir að
hafa lent í öðru sæti í Eurovision á
laugardaginn. - DV.is
„Mann langar bara til að
klípa í nefið á honum, og
hrista hann.“
n Páll Óskar Hjálmtýsson um norska
flytjandann Alexander Rybak. Hann segir
krækjuna í lagi hans, fiðluleikinn, hafa gert
gæfumuninn fyrir Norðmenn. - Morgunblaðið
„Það er kannski
svolítið grodd-
aralegt.“
n Sverrir Þór Sverrisson um
framleiðslufyrirtæki sem hann var
að stofna í kringum barnamynd sem er í vinnslu.
Fyrirtækið heitir Sveppasýking. - Fréttablaðið
„Þessi byrjun
er lyginni
líkust.“
n Bjarni Jóhannsson,
þjálfari nýliða Stjörnunnar í
Pepsi-deildinni. Liðið er á
toppnum eftir þrjár umferðir og hefur skorað 12
mörk í leikjunum. - Morgunblaðið
Börn í sykurbrunni
Leiðari
Ögmundur Jónasson heil-brigðisráðherra hefur boðað að hann hyggist leggja skatta á sykurvör-
ur. Hvatinn að skattlagningunni er
sú staðreynd að íslensk börn þjást
vegna þess að foreldrar þeirra hafa
ekki efni á að senda þau til tann-
læknis. Það er auðvitað skelfilegt að
þjóð sem mörg undanfarin ár lifði
góðæri skuli ekki hafa séð sóma
sinn í því að allir nytu sömu þjón-
ustu hvað varðar tannheilsu. Þetta
undirstrikar í raun hvernig samfé-
lag græðgi og annarrar auðhyggju
mismunaði þegnum sínum. Það er
virðingarvert af heilbrigðisráðherr-
anum að vilja leggja sitt lóð á vog-
arskálarnar til að bjarga tannheilsu
barna. En hugmyndin um skattlagningu er
ekki endilega sú lausn sem dugir. Ráðherr-
ann þarf að hugsa málið til enda. Hvaða áhrif
hefur skattlagning sykurvaranna á vísitölur
sem nú þegar eru að hengja hinn venjulega
Íslending? Er kreppan tíminn til að taka á
svona málum? Stundum er sagt að sykur sé
munaður fátæka fólksins. Væri ekki nær að
móta heildstæða stefnu sem beint væri gegn
offitu og tannskemmdum og tæki á öllum
vandamálum tengdum óhollustu? Væri ekki
ráð fyrir Ögmund að tryggja
öllum Íslendingum lág-
marks tannlæknaþjónustu?
Þar yrði ekki skilið á milli
þeirrar þjónustu og ann-
arrar læknisþjónustu. Ráð-
herrann mætti þannig líta til
verðlagningar tannlækna og
taka á þeim málum. Skattar
á neyslu geta verið ágætt úr-
ræði í einhverjum tilvikum.
Það er út af fyrir sig virðing-
arverð viðleitni ráðherrans
að vilja byrgja sykurbrunn-
inn áður en börnin detta
ofan í hann. Vandinn er hins
vegar að þegar ösla þúsund-
ir barna með tannpínu um
í sykurleðjunni. Þeim þarf
að hjálpa samhliða fyrirbyggjandi aðgerð-
um. Ríkisstjórn sem kennir sig við jöfnuð og
velferð þarf að standa undir nafni og tryggja
þeim minnstu í samfélaginu þjónustu til
jafns við hina efnameiri.
reyNir traustasoN ritstjóri skrifar: Ráðherrann þarf að hugsa málið til enda.
bókstafLega
Svarthöfði er vel lesinn í heim-speki lífs og dauða og er löngu kominn handan góðs og ills í lífsskilningi sínum. Svarthöfði
veit því að sú tilhneiging að flokka fólk
ýmist í gott eða illt er meira en úrelt.
Hún hefur einfaldlega aldrei átt við
vegna þess að fólk er hvorki gott né
illt. Fólk er annaðhvort leiðinlegt eða
skemmtilegt og þess vegna hefur Svart-
höfði frá blautu barnsbeini haft illan
bifur á Norðmönnum. Þeir eru ekkert
endilega vondir en almannarómur um
alla álfuna og langt út fyrir hana segir
að Norðmenn séu allra þjóða leiðin-
legastir. Þar með er auðvitað sjálfgefið
að þeir eru alger andstæða Íslendinga
sem eru allra þjóða skemmtilegastir,
ósvífnastir, áræðnastir og áhættusækn-
astir á meðan Norðmenn eru varkárir,
kurteisir og áhættufælnir.
Þessi munur kristallast meðal annars í meðferð þessara þjóða á auðlindum sínum. Íslendingar eru nú þegar
byrjaðir að spandera olíugróðanum
sínum í huganum löngu áður en ein-
um einasta dropa hefur verið pump-
að upp á Drekasvæðinu. Norðmenn
eru hins vegar svo miklar kellingar að
þeir hafa alla tíð lagt olíugróðann sinn
inn á bankabók í einhvern olíusjóð.
Sjóð sem er nú svo digur að Norð-
menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af
heimskreppunni. Er nokkur furða að
við skulum hafa sagt skilið við þessa
sparigrísi á sínum tíma og sest að hér á
Klakanum?
Norðmenn hafa aldrei fyrir-
gefið forfeðr-
um okkar sem
höfðu vit á
því að
stinga af úr leiðindunum. Þess vegna
eru Norsararnir alltaf eitthvað að plotta
gegn okkur. Þeir þreyttust ekki á að
bögga okkur í Smugunni og stálu nú
síðast af okkur sigrinum í Eurovision.
Verst bara að Íslendingar eru svo vit-
lausir og ægilega ánægðir með annað
sætið að þeir samgleðjast „frænd-
um vorum“ í stað þess að kæra það til
æðstu dómstóla að Norsarar hafi teflt
fram sykursætum Hvít-Rússa til að
hafa sigurinn af Jóhönnu okkar.
Svarthöfði skilur ekkert í því að helmingur þjóðarinnar sé skjálfandi á beinunum yfir Evrópusambandinu og telji
okkur betur borgið í örmum þessarar
leiðindaþjóðar. Norðmenn eru búnir
að koma sínum manni fyrir í Seðla-
bankanum og ásælast nú olíuna sem
við eigum kannski á Drekasvæðinu
og fólki finnst það bara í góðu lagi.
Samt stafar okkur miklu meiri hætta af
frændunum sem eru alltaf frændum
verstir en bákninu í Brussel. Norð-
menn hafa reynt að planta flugumönn-
um sínum á Íslandi á sama hátt og
hryðjuverkamenn gera sitt sjálfsmorð-
sárásalið út og láta aðlagast vestræn-
um samfélögum. Síðan spretta þeir
upp þegar síst skyldi og gera óskunda.
Þessa hugmyndafræði hafa Norðmenn
virkjað á Íslandi og allt hlýtur þetta að
miðast að því að ná okkur aftur undir
stjórn konungs.
En sagan er ekki öll sögð og
Svarthöfði
fékk hland
fyrir hjart-
að um
helgina þegar hann las einlæga játn-
ingu sjónvarpsmannsins ástsæla Egils
Helgasonar á bloggi hans. Þar upplýsti
Egill að hann væri 1/4 Norðmaður!!!
Maðurinn sem mótar og stýrir allri
þjóðmálaumræðu í landinu er Norsari.
Í ljósi þessa veit Svarthöfði nú að Agli
gekk ekki bara gott eitt til þegar hann
seldi íslenskum stjórnvöldum hina
hálfnorsku Evu Joly til þess að gramsa
í bókhaldi útrásarmannanna okkar.
Þetta er bara enn einn liður í norska
plottinu gekk Davíð Oddssyni sem hef-
ur í aðmírálsdressi Hannesar Hafstein
barist gegn þessu samsæri með heima-
stjórnarhirð sinni.
Hingað til hefur Svarthöfði verið temmilega rólegur gagnvart norsku njósnur-unum þar sem hann hélt
að það væru bara Geir Haarde og Siv
Friðleifsdóttir sem væru skörpustu
hnífarnir í þeirri skúffu. En, ónei! Þar
er líka Egill Helgason og drengurinn sá
er skeinuhættari en Geir og Siv vegna
þess að ólíkt þeim þá hlýðir þjóðin
Agli.
Játning Egils kom í miðjum Eurovision-brímanum þegar hann gleymdi því að hér á landi skammast maður sín fyrir að vera
Norsari. Þetta eru samt þarfar upplýs-
ingar og í nafni opins samfélags þar
sem allt er uppi á borðinu skorar Svart-
höfði á alla Norðmenn sem hér leynast
undir fölsku flaggi að stíga fram.
Þetta verð-um við að fá að vita rétt
eins og hverjir
eiga Jöklabréf-
in. Kæmi ekki
á óvart þótt
Norðmenn
ættu megnið
af þeim árans
pappírum.