Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 19. maí 2009 17Sport Beckham varaforseti hm-Boðs englands david Beckham ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að England fái að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 2018 en landið hefur nú þegar lagt inn boð um það. England hefur ekki haldið keppnina síðan það vann heimsmeistaratitilinn í fyrsta og eina skiptið á heimavelli árið 1966. Boð Englands var formlega tilkynnt á Wembley-leikvanginum í gær þar sem forsætisráðherrann, gordon Brown, messaði yfir mannskapnum ásamt Wayne roony, leikmanni manchester united og Beckham. Beck- ham segir að það sé sér gífurlega mikilvægt að koma keppninni til Englands: „Ef við fáum að halda keppnina yrði það með eitt af mínum stærstu afrekum á ferlinum. jafnt öllum titlunum og einstaklingsviðurkenningunum,“ segir david Beckham. Þriggja ára starfi lokið: ranieri rekinn United í hvítU manchester united verður í hvíta varabúningnum sínum þegar það mætir Barcelona í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu þann 27. maí næstkomandi. Barcelona er heimaliðið í leiknum og leikur því í sínum víðfrægu bláu og brúnrauðu treyjum. rauði aðalbúningur man. united þykir of líkur honum sem og blái varabúningurinn og getur united því ekki notast við þá. Hvíti búningurinn sem sést hefur nokkrum sinnum á leiktíðinni verður því notaður. Síðast lék united í hvíta búningnum gegn middlesbrough í úrvalsdeildinni og vann 2–0 sigur. Síðast þegar manchester united og Barcelona mættust var Barcelona í varabúningi sínum og tapaði þá úrslitaleik í Evrópukeppni bikarhafa, 2–0, í rotterdam. mark Hughes skoraði bæði mörk united í þeim leik en ronald Koeman mark Barcelona. umSjón: tómaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is PePsi-deildin Fjölnir-Grindavík 3-2 (1-1) Gunnar Már Guðmundsson, Gunnar Valur Gun- narsson og Jónas Grani Garðarsson – Sveinbjörn Jónasson og Gilles Mbang Ondo. Fram-Fylkir 0-0 (0-0) Keflavík-Valur 3-0 (2-0) Hörður Sveinsson (2) og Guðjón Antóníusson Breiðablik-FH 2-3 (1-0) Alfreð Finnbogason og Guðmundur Kristjánsson – Matthías Vilhjálmsson, Atli Guðnason og Alexander Österlund. Staðan Lið L U J t M St 1. Stjarnan 3 3 0 0 12:1 9 2. Kr 3 2 1 0 6:1 7 3. Fylkir 3 2 1 0 3:0 7 4. Keflavík 3 2 0 1 4:2 6 5. FH 3 2 0 1 5:4 6 6. Breiðabl. 3 2 0 1 5:4 6 7. Fram 3 1 1 1 3:2 4 8. Fjölnir 3 1 0 2 5:7 3 9. Valur 3 1 0 2 3:5 3 10. Þróttur r. 3 0 1 2 1:8 1 11. íBV 3 0 0 3 0:6 0 12. grindav. 3 0 0 3 3:10 0 Ítalska knattspyrnuþjálfaranum Claud­io Ranieri var í gær vikið úr starfi hjá Juventus og reynd­ist því orðrómur þess efnis um helgina sannur. Ranieri hefur stýrt Juventus síðustu þrjú tímabilin en afleitt gengi liðsins að und­anförnu varð til þess að hann fékk að taka pokann sinn. Juventus hefur ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði en slíkt sætta menn sig ekki við hjá „gömlu frúnni“, eins og liðið er kallað. Ranieri tók við Juventus eftir að það vann sig upp úr næstefstu d­eild­ og stýrði því strax í meistarad­eild­ina á sínu fyrsta tímabili. Liðið var lengi í öðru sæti Serie A en missti það til AC Milan og er nú Fiorentina aðeins einu stigi á eftir Juventus og gerir sig líklegt til að hrifsa af því þriðja sætið. Þetta er þriðja starfið sem Ranieri hefur haft eftir að hann var rekinn frá Chelsea fyrir Jose Mourinho. Hann stýrði Valencia á Spáni í tæpt ár áður en hann gerði heiðarlega tilraun til að reyna að bjarga Parma frá falli. Það verður gamla Juventus-hetj- an Ciro Ferrara sem stýrir liðinu í síð- ustu tveimur leikjunum á tímabilinu. Ciro Ferrara lék með Juventus í ell- efu ár og varð ítalskur meistari með liðinu í fjórgang ásamt því að vinna meistarad­eild­ Evrópu. tomas@dv.is Claudio Ranieri Þarf nú að finna sér nýtt starf. Mynd Getty arnar Már Björgvinsson, nítján ára leikmaður Stjörnunnar, er markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar þegar þrjár umferðir eru búnar. Það sem meira er, hann hefur ekki ennþá hafið leik í byrjunarliði. Hann skorar mark á 19,5 mínútna fresti. „Mig hafði d­reymt um þetta en ég bjóst ekki við að þetta mynd­i gerast,“ segir Stjörnumaðurinn Arnar Már Björgvinsson, markahæsti leikmaður Pepsi-d­eild­ar karla í knattspyrnu, um árangurinn hingað til. Arnar státar af ótrúlegri tölfræði enn sem komið er. Hann hefur komið inn á sem vara- maður í fyrstu þremur leikjum Stjörn- unnar, leikið samanlagt 78 mínútur og skorað heil fjögur mörk. Nú síð- ast tvö mörk eftir að hafa leikið seinni hálfleikinn í 3-0 sigri Stjörnunnar á ÍBV sem festi liðið á toppi d­eild­arinn- ar eftir þrjár umferðir. „Markmiðið var að fá að koma inn á í einhverjum tíu leikjum og skora þrjú mörk,“ segir Arnar sem er að leika sína fyrstu leiki með meistara- flokki á Ísland­smóti á ævinni. Hann tók engan þátt í upprisu Stjörnunn- ar úr 1. d­eild­inni á síðasta tímabili. En fyrst hann er kominn með þessi þrjú mörk nú þegar sem hann setti sér sem markmið, hefur hann sett sér nýtt? „Nei, ég hef ekki sest niður og sett mér nýtt markmið. Ætli ég þurfi ekki að gera það fljótlega,“ segir Arnar Már og hlær við. Líður vel á bekknum „Mér líður vel með mína stöðu núna en svo mynd­i mann langa að byrja inn á seinna meir. Ég er samt lítið að stressa mig á þessu núna,“ segir Arnar Már aðspurður um stöðu sína hjá lið- inu og virðist afar sáttur við að hjálpa sínu liði af bekknum. Með velgengni minni liða bætist alltaf í hóp d­yggra stuðningsmanna og var stúkan í Garðabæ smekkfull þegar Stjarnan lagði hina nýliðana, ÍBV, 3-0, á sunnud­aginn. „Þetta er sami kjarn- inn og í fyrra en það hefur bæst alveg þvílíkt mikið við frá því í Grind­avíkur- leiknum. Maður finnur algjörlega fyr- ir stuðningnum við liðið núna.“ Bjóst við þessari byrjun Stjarnan lék einna best allra liða á und­irbúningstímabilinu og komst í und­anúrslit Lengjubikarsins eft- ir að hafa valtað yfir sinn riðil. En bjuggust Stjörnumenn við níu stig- um strax í upphafi móts? „Ég held­ að flestir í hópnum hafi séð þessi níu stig í hillingum miðað við hvernig síðustu leikir okkar fyrir mót voru. Ég gat allavega séð okk- ur ná í þessi níu stig áður en kom að FH-leiknum,“ segir Arnar og vitnar til eins stærsta leiks Stjörn- unnar í mörg ár: orustu gegn Ís- land­smeisturum FH næstkomand­i laugard­ag. „FH-leikurinn verður mjög erfiður en það yrði frábært að ná sigri þar. Við gleðjumst yfir sigrinum gegn ÍBV í d­ag [í gær] en svo þurfum við að koma okkur nið- ur á jörðina fyrir leikinn gegn FH,“ segir markamaskínan Arnar Már Björgvinsson. tÓMaS ÞÓR ÞÓRðaRSOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is LeikiR aRnaRS: Stjarnan - Grindavík 10 mínútur - ekkert mark Þróttur - Stjarnan 23 mínútur - 2 mörk Stjarnan - ÍBV 45 mínútur - 2 mörk Samalagt: 78 mínútur, 4 mörk, eða mark á 19,5 mínútna fresti. „Mér líður vel með mína stöðu núna en svo myndi mann langa að byrja inn á seinna meir. Ég er samt lítið að stressa mig á þessu núna.“ arnar Már Björgvinsson Hefur verið á skotskónum fyrir Stjörnuna. Mynd SiGtRyGGUR aRi JÓhannSSOn Vel nýttur Varamaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.