Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Page 22
Þriðjudagur 19. maí 200922 Fólkið Á miðvikudaginn gefur rappar- inn Poetrix út 12 síðna götu- ljóðabækling. Bæklingnum verður dreift á kaffihús og aðra staði víðs vegar um bæinn. „Við lifum á tímum þar sem allir þurfa að vera pólitískir og tón- listarfólk er það líka. Þótt ég sé pólitískur á köflum sé ég ekki að ég þurfi aðra ástæðu fyrir útgáfunni en þá að mig langar að bæta samfélag mitt og ég geri það á þennan hátt,“ útskýrir Poetrix. Götuljóðabókin verður prentuð í 10 þúsund eintökum og samkvæmt Poetrix má finna yfir 400 rímur í bæklingnum sem einnig er myndskreyttur. AÐ étA okkur“ „Var að eignast nýja vinkonu,“ segir fótboltaeiginkonan og fyrrverandi fegurðardrottning Íslands Manúela Steinsson á Facebook-síðu sinni um helg- ina. Nýja vinkonan er ekki af verri endanum því um er að ræða eina söngkonu hljóm- sveitarinnar Girls Aloud, Nad- ine Coyle. Manúela skellti sér ásamt eiginmanni sínum Grétari Rafni Steinssyni á tón- leika með hljómsveitinni og varð Manúela þeirrar lukku aðnjótandi að hitta söngkon- una knáu. Einnig fékk Manú- ela að sitja fyrir á mynd með Coyle sem hún birtir á síð- unni sinni með fyrirsögninni „vinkonurnar“. Þokkadísin Cheryl Cole sem slegið hefur í gegn undanfarið sem dóm- ari í breska Idolinu er einnig í hljómsveitinni en ekki fer sög- um af því hvort Manúela hafi hitt hana. Manúela sem býr á Englandi er pistlahöfundur á pressan.is þar sem hún skrif- ar um fræga fólkið, tísku og tískuslys og margt annað fróð- legt og skemmtilegt. Ekki ætti að vera erfitt fyrir fegurðar- drottninguna að fá innblástur fyrir skrifin í félagsskap sem þessum. rAppAri gefur út götu- ljóÐAbók Manúela SteinSSon eignast nýja vini: Jóhanna Guðrún: Svo virðist sem allir hafi eitthvað að segja um Eurovision-kjól Jóhönnu Guðrúnar. Breskir fjöl- miðlar tættu hann í sig á meðan Egill Helgason hrósar Anderson & Lauth-kjólnum fræga. „Mér fannst kjóllinn fallegur,“ skrifar hann á bloggi sínu. „Og hann var efnismikill, ólíkt flestum öðr- um kjólum í keppninni. Svo má auðvitað geta þess að Jóhanna er ljóshærð í alvörunni – það er líka ólíkt hinum fjölmörgu óvæntu ljóskum frá Suður-Evr- ópu.“ Hann var líka himinlifandi yfir framkomu Jóhönnu „okkar“. „Hún þurfti ekki að hrista sig og skaka eins og t.d. keppend- ur frá Rúmeníu, Tyrklandi og Úkraínu.“ tjÁir Sig uM kjóliNN „fólk ætlAÐi „Fólk ætlaði bara að éta okkur eftir að úrslitin voru ljós,“ segir Jóhanna Guð- rún Jónsdóttir Eurovision-stjarna um ágang aðdáenda í Rússlandi eftir að Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva lauk á laugardag. Eins og frægt er orðið endaði framlag Íslands, lagið Is It True?, í öðru sæti keppninnar en Jóhanna þurfti nánast að flýja ágang aðdáenda á Eurovision-klúbbnum í Moskvu. „Það fóru flestir keppendurnir á þennan klúbb og ég ákvað að gera það líka. Maður vildi sinna aðdáend- unum og kannski hitta eitthvað af því fólki sem kaus okkur.“ En Jóhanna staldraði stutt við því það ætlaði allt um koll að keyra þegar hún mætti á svæðið. „Ég gafst fljótt upp og þurfti hálfpartinn að forða mér.“ Jóhanna segist hafa fengið nasa- þefinn af því hvernig sé að vera al- þjóðleg stórstjarna meðan á dvöl hennar í Rússlandi stóð. „Maður fékk að vera stórstjarna í tvær vikur og kynnast því hvernig það líf er. Maður fékk aldrei frið. Það voru ljósmynd- arar úti um allt og endalausir blaða- mannafundir og spurningar. Síðan þurfti maður að vera í lögreglufylgd alls staðar.“ Það var Jóhönnu kærkomið að koma heim á litla Ísland aftur þar sem hún getur gengið um frjáls ferða sinna. „Hérna fá allir að vera í friði og það er mikill plús,“ segir söngkonan en tekur þó fram að hún sé í skýjun- um yfir móttökunum sem hún og ís- lenski hópurinn fékk við heimkom- una. „Ég vil bara þakka þjóðinni allri fyrir frábærar móttökur og ótrúlegan stuðning.“ Jóhanna fékk tækifæri til að kynn- ast nokkrum keppendum Euro- vision ágætlega og þar á meðal hin- um norska Alexander Rybak sem sló stigamet með sigurlaginu Fairytale. „Hann var voðalega normal gæi. Mjög fínn og almennilegur.“ Það fór einnig vel á með Jóhönnu og kepp- endum Svíðþjóðar og Spánar. „Ég kynntist sænsku söngkonunni ágæt- lega og hún var alveg yndisleg. Líka sú spænska.“ Jóhanna segir að mikið hafi far- ið fyrir hinum gríska Sakis sem hef- ur ósjaldan verið líkt við Zoolander í aðdraganda keppninnar. „Hann var með tvö búningsherbergi meðan all- ir aðrir voru með tvö,“ segir Jóhanna en þrátt fyrir það var Sakis með fá- klæddari keppendunum á sviði þetta árið. „Hann var aldrei í kringum okk- ur hin og var alltaf með mikið fylgd- arlið með sér. Enda er hann mjög frægur í Evrópu.“ Flutningur Jóhönnu var óað- finnanlegur á laugardaginn og hafa margir sagt hana bestu söngkonuna þetta árið. Meðal annars hinn norski Rybak. „Það var mikið öryggi fyr- ir mig í bakröddunum. Bæði Friðrik Ómar og Hera Björk hafa svo mikla reynslu í þessu. Þau hjálpuðu mér helling. Sem og allur hópurinn. Þetta var alveg frábært teymi.“ Vinsældirnar hafa ekki látið á sér standa eftir að keppninni lauk. Jó- hanna er í öðru sæti á vinsældalista iTunes- verslunarinnar í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Þá er hún í fjórða sæti í Dan- mörku og því 29. í Bretlandi. „Við erum með nokkur tilboð í höndunum og munum skoða þau á næstunni.“ Jóhanna seg- ir stefnuna að vinna eins hratt og mögu- legt er við að gefa plötuna hennar Butterflies and Elv- is út í Evrópu og víðar. „Þetta var held ég bara það besta sem gat komið út úr þessu öllu,“ segir söngkonan unga þakk- lát. asgeir@dv.is Konunglegar móttökur jóhanna þakkar allri þjóðinni fyrir stuðninginn. mYNd KarL PETErSSON nýja vinkonan Nadine Coyle pósaði með manúelu eftir tónleika með girls aloud. viNgASt viÐ StórStjörNur Manúela Steinsson Er í góðum félagsskap. Jóhanna Guðrún Fékk nasaþefinn af stórstjörnulífinu í rússlandi. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir þurfti að forða sér undan ágangi æstra aðdáenda eftir að úrslitin lágu fyrir í eurovision um helgina. Hún segir sænsku söngkonuna hafa verið yndislega og ber hinum norska alexander Rybak vel söguna. Þá fór mikið fyrir hinum gríska Sakis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.