Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 5
fréttir 25. ágúst 2009 þriðjudagur 3 Kröfur í þrotabú Baugs nema tæplega 317 milljörðum króna. Stóru viðskiptabankarnir þrír eru stærstu kröfuhafar Baugs. Landsbankinn er þar stærstur með rúmlega 100 milljarða kröfu. Skiptastjórarnir skoða nú hvort hægt sé að rifta ein- hverjum af viðskiptasamningum Baugs. Salan á Högum út úr Baugi mun vera einn þessara gerninga. SKOÐA SÖLU BAUGS Á HÖGUM Kröfur í þrotabús Baugs nema tæpum 317 milljörðum króna. Stærstu kröfuhafar félagsins eru gamli Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing. Landsbankinn er þar stærsti kröfuhafinn með rúmlega 100 milljarða króna kröfu, sam- kvæmt heimildum DV. Baugur er einn stærsti skuldari gömlu bank- anna þriggja og kom það nokkuð á óvart í júlí þegar DV greindi frá því að sumarið 2006 hefði Baug- ur verið stærsti einstaki skuldari Kaupþings með 48 milljarða króna lán. Vitað var að Baugur skuldaði Landsbankanum háar fjárhæðir en skuldastaða félagsins hjá Kaup- þingi kom nokkuð á óvart. Upp- lýsingar um heildarkröfur í þrota- bú Baugs undirstrika enn frekar hversu stórtækur Baugur var í lán- tökum hjá stóru viðskiptabönkun- um þremur. Ekki er vitað með vissu hverjir aðrir eru í kröfuhafahópi Baugs né hversu mikið félagið skuldar. Heildarkröfurnar í þrotabúið, sem greint var frá í fréttatilkynn- ingu frá skiptastjórum þrotabúsins í gær, eru hins vegar nokkru hærri en gert var ráð fyrir. Skiptastjór- arnir, þau Anna Kristín Trausta- dóttir og Erlendur Gíslason, greina frá því í yfirlýsingunni að af heild- arkröfunum séu 78 milljarðar for- gangskröfur í þrotabúið. Forgangs- kröfurnar eru meðal annars laun til starfsmanna Baugs eftir að félag- ið fór í greiðslustöðvun. Aðrar for- gangskröfur eru þær sem stofnað var til eftir að félagið fór í greiðslu- stöðvun. Skoða hvort hægt sé að rifta samningum Eitt af því sem skiptastjórar þrota- búsins athuga nú er hvort hægt sé að rifta ýmsum viðskiptasamning- um sem Baugur gerði áður en fé- lagið fór í þrot í mars á þessu ári, samkvæmt heimildum DV. Skipta- stjórarnir munu reyna að rifta þeim samningum sem þeir telja óeðlilega ef þeir telja að með því móti geti þeir náð meiru upp í úti- standandi kröfur. Skiptastjórar í þrotabúum hafa heimild til þess að rifta samning- um hjá gjaldþrota fyrirtækjum ákveðið langt aftur í tímann ef þeir telja að peningum hafi verið komið út úr þeim á vafasaman hátt. Með- al annars vegna þess að rekstrar- erfiðleikar eða jafnvel gjaldþrot hafi verið fyrirsjáanlegt og því hafi eignum verið komið undan yfirvof- andi gjaldþroti. Salan á Högum skoðuð Samkvæmt heimildum DV er einn af þeim viðskiptagerningum sem verið er að skoða hvort sala Baugs á tæplega 96 prósenta hlut í Hög- um, sem meðal annars rekur Bón- us og Hagkaup, yfir til eignarhalds- félagsins 1998 ehf. á síðasta ári hafi verið óeðlileg. Félögin tvö voru á þeim tíma í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar og fjölskyldu og mun slík skoðun væntanlega ganga út á það hvort tilgangur 1998 ehf. hafi verið að koma eignum út úr Baugi. 1998 ehf. fjármagnaði kaupin í Högum með láni frá Kaupþingi og notaði Baugur söluverðmætið til þess að borga niður útistandandi lán við Kaupþing og Glitni. Kaup- þingslánið hljóðaði upp á 25 millj- arða króna og er mjög líklega hluti þeirrar upphæðar sem kemur fram í lánabók Kaupþings frá sumrinu 2006, á meðan Glitnislánið var fimm milljarðar króna. Í tilkynningunni frá skiptastjór- unum kemur fram að fyrsti skipta- fundur þrotabúsins verði 15. sept- ember og að kröfuskrá muni liggja frammi fyrir kröfuhafa 8. sept- ember. Þá mun væntanlega skýr- ast endanlega hverjir eru stærstu kröfuhafar félagsins og hversu mikið það skuldar. Skiptastjórarnir munu reyna að rifta þeim samningum sem þeir telja óeðlilega ef þeir telja að með því móti geti þeir náð meiru upp í útistandandi kröfur. IngI F. VIlHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Tæplega 317 milljarða kröfur Kröfur í þrotabú Baugs nema tæpum 317 milljörðum króna. Stærstu kröfuhafarnir eru gamli Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir. Jón Ásgeir Jóhannesson var stjórnarformaður og aðaleigandi Baugs. Sveitarstjórn Rangárþings eystra kaupir íbúðarhús á 23,6 milljónir: Kaupa einbýlishús fyrir skólastjórann Vegna ráðningar nýs skólastjóra grunnskólans á Hvolsvelli þarf sveitarstjórn Rangárþings eystra að kaupa hús fyrir tilvonandi skóla- stjóra. Húsnæðið kostar sveitarfé- lagið 23,6 milljónir króna. Á fundi byggðaráðs sveitarfélags- ins síðastliðinn fimmtudag var sam- þykkt með tveimur atkvæðum að kaupa íbúðarhúsnæði að Njálsgerði 10 á Hvolsvelli. Nýráðinn skólastjóri, Friðþjófur Helgi Karlsson, leigir húsið síðan af sveitarstjórninni. Ráðning hæfasta umsækjandans um stöðuna, Halldóru K. Magnús- dóttur, hefði sparað sveitarfélaginu kaupin enda hefur Halldóra þegar fasta búsetu á Hvolsvelli. Friðþjófur býr í Hafnarfirði en hann tekur við Hvolsskóla 1. september. Njálsgerði 10 er sex herbergja einbýlishús, 191 fermetri að stærð, með gestasalerni og sólpalli. DV greindi frá því í liðinni viku að meirihluti sveitarstjórnar Rangár- þings eystra hefði klofnað í afstöðu sinni til ráðningar nýs skólastjóra. Halldóra og Friðþjófur voru bæði metin hæf en hún þó hæfari. Hall- dóra setti upphaflega þau skilyrði fyrir ráðningu sinni að eiginmaður sinn, Unnar Þór Böðvarsson fráfar- andi skólastjóri, yrði ráðinn í hálfa stjórnunarstöðu við skólann. Hluti sveitastjórnar lagðist á móti þessu og féll Halldóra því frá kröfunni áður en til ráðningar kom. Friðþjófur var síðan ráðinn. Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir kaupin á Njálsgerði 10 alls ekki stóran fjár- hagslegan bita fyrir sveitarfélag- ið. „Þetta er bara eign sem við get- um selt aftur. Við þurfum að leigja honum húsnæði. Það er alveg sama hvort það er eign sem við eigum eða sem við þurfum að kaupa,“ segir Elv- ar. Að hans mati er vel raunhæft að geta selt húsið aftur þegar þar að kemur. „Ég myndi kannski ekki selja það á morgun en allt hér sem hefur þurft að selja hefur selst. Mér finnst þetta ekki neitt mál,“ segir hann. Elvar þvertekur fyrir að þær 23,6 milljónir sem sveitarstjórnin leggur í húsnæðiskaupin bitni á einhvern hátt á fjárútlátum til menntamála á svæðinu. „Nei, nei. Því fer fjarri.“ erla@dv.is nýja húsið Njálsgerði 10 er 191 fermetra einbýl- ishús með gestasalerni og sólpalli. Ekki hefði þurft að kaupa hús fyrir hæfasta umsækjandann. mynd FaSTeIgnaVeFur mbl.IS ICESAVE-EIGNIR GUFA UPP HJÁ AUÐMÖNNUM marka virði eigna hans. Í báðum tilfellum getur skilanefndin ekki gert annað en afskrifað stóran hluta lánanna til Magnúsanna því þeir geta ekki staðið í skilum við bankann. 60 milljarða króna afskritir af 1.100 milljarða eignum Forgangskröfurnar í þrotabú Landsbankans vegna Icesave nema í heild um 1.330 milljörðum króna. Reiknað er með því í lána- samningunum við Englend- inga og Hollendinga að eignir bankans dugi til að greiða 75 pró- sent af þessari upphæð, eða um 1.000 milljarða. Ef endanlegar af- skriftir skilanefndarinnar á lánum til Magnúsanna verða 60 milljarð- ar króna, eins og reikna má með, þýðir það að ekki verður hægt að nota þessa upphæð til að greiða niður Icesave-skuldirnar. Sá hluti Icesave-skuldanna sem eignir Landsbankans ná ekki að dekka fellur á íslensku þjóðina Séu þessar afskriftir settar í samhengi við áætlað verðmæti eignasafns Landsbankans sést að ef hægt hefði verið að fá þessar kröfur endurheimt- ar hefði það getað auk- ið virði eigna bankans sem metnar eru á 1.100 milljarða króna, tala sem byggð er á mati skilanefndar Lands- bankans frá því í lok apríl, um fimm pró- sent. Slíkar afskriftir á skuldum þessara tveggja viðskipta- manna rýra því virði eignasafns- ins um meira en 5 prósent. Þar með hverfa 60 millj- arðar sem ann- ars hefði verið hægt að nota til að greiða niður Icesave. Afskriftir á skuldum þessara tveggja við- skiptamanna rýra því virði eignasafnsins um meira en 5 pró- sent.þessa upphæð til að greiða niður Icesa- ve-skuldirnar. mögulegar 60 milljarða afskriftir Óhjákvæmilegar tugmilljarða króna afskriftir á skuldum Magnúsar Kristinssonar og nafna hans Þorsteinssonar við gamla Landsbankann minnka þær eignir gamla Landsbankans sem hægt er að nota til að endurgreiða Icesave.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.