Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 22
Amor hefur hæft hugsjóna- manninn Guðjón Má Guðjóns- son, oftast kenndan við Oz, beint í hjartastað eins og sagt var frá í Séð og heyrt fyrir stuttu. Sú heppna er hin íðilfagra Anna Ólafsdóttir, lærður kennari og fyrrverandi sambýliskona leikar- ans Hallgríms Ólafssonar. Síðan fréttin birtist í glanstímaritinu hefur parið opinberað sam- band sitt og leynir ekki ást sinni. Þau eru byrjuð að æfa saman í World Class og vekja athygli gesta líkamsræktarstöðvarinnar þar sem þau geta varla hlaupið á brettunum, svo mikið er spjall- að og hlegið. Þau hafa einnig sést rúnta um víðan völl og geta greinilega ekki slitið sig hvort frá öðru. Guðjón rekur í dag sprota- fyrirtækið Mezza og stendur á bak við Hugmyndaráðuneytið og ætti ekki að skorta hugmynd- irnar svona yfir sig ástfanginn. Frægir á Fullri Fart Fegurðardísin Ingibjörg Ragnheið- ur Egilsdóttir komst í 15 manna úr- slit fegurðarsamkeppninnar Miss Universe sem fram fór á sunnudag. Þar við sat en þrátt fyrir það má kalla Ragnheiði eina af 15 fallegustu kon- um heims um þessar mundir en alls voru 84 þátttakendur í keppninni frá jafnmörgum löndum. Það var hin 18 ára gamla Stefania Fernandez frá Venesúela sem hreppti titilinn ungfrú alheimur 2009 en með- al þeirra sem sátu í dómnefnd var leikarinn Dean Cain sem gerði það gott sem Superman í þáttunum Lois & Clark.Í öðru og þriðja sæti voru svo ungfrú Dóminíska lýðveldið og ung- frú Kosóvó. Fyrir keppnina spáði karlatíma- ritið heimsfræga Playboy Ingibjörgu sigri. Á vef tímaritsins er sérstakur dálkur sem kallast Girlwatchers er þar er fylgst með fegurðardísum úti um allan heim. „Girlwatchers setur Miss Iceland, Ingibjörgu Egilsdóttur, efst á listann sinn,“ segir meðal ann- ars á playboy.com en þar var Ungfrú Indónesíu, Búlgaríu, Hondúras og Rússlandi spáð sætunum fyrir neð- an. asgeir@dv.is Meðal 15 Fegurstu IngIbjörg komst í 15 manna úrslIt mIss UnIverse: Þekkt andlit í mannhafi ReykjavíkuRmaRaÞonsins: Mörg stór nöfn hafa geng- ið til liðs við Borgarleikhúsið í sumar. Þar á meðal eru Hilmir Snær Guðnason, Rúnar Freyr Gíslason, Ilmur Kristjánsdóttir, Jörundur Ragnarsson og Nína Dögg Filippusdóttir sem gjarnan er kennd við Vesturport. Þessi fríði hópur mun koma að fjöl- mörgum verkefnum á fjölum leikhússins í vetur og reyndar virðast verkefnin ekki einskorð- ast við svið Borgarleikhúss- ins í tilviki Nínu Daggar. Þegar blaðamaður DV hringdi í miða- sölu leikhússins á dögunum gat hann nefnilega ekki betur heyrt en að það væri rödd Nínu sem segði honum að allar línur væru uppteknar í augnablikinu. Þessi grunur fékkst hvorki staðfestur né hrakinn þegar eftir því var leitað hjá starfsfólki Borgarleik- hússins í gær. síMa NíNa? 22 þriðjudagur 25. ágúst 2009 Fólkið Ingibjörg Egilsdóttir Stórglæsileg á sunnudaginn þegar Miss Universe fór fram á Bahamaeyjum. saMrýNt par Eins og kunnugt er var met slegið í þátttökufjölda í Reykjavíkurmar- aþoninu sem fram fór síðastliðinn laugardag. Þar lét fræga fólkið ekki sitt eftir liggja og mátti sjá mörg þekkt andlit í Lækjargötunni, þreytuleg en um leið sælleg með afrek dagsins. Á meðal þeirra pólitíkusa sem hlupu voru að minnsta kosti þrír ráðherrar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók tíu kílómetra á rúmum 55 mínútum, Gylfi Magnús- son viðskiptaráðherra fór hálfmar- aþon sem hann var tvær klukku- stundir og fjórtán mínútum betur að ljúka og loks fór Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra einnig 21 kíló- metra eins og Gylfi. Árni virðist betur á sig kominn en kollegi hans þar sem hann fór kílómetrana á mun betri tíma, eða 1:51:59. Af öðrum stjórnmála- og emb- ættismönnum sem hleyptu heim- draganum á laugardaginn fór seðla- bankastjórinn fráfarandi, Svein Harald Öygard, hálft maraþon eins og DV sagði frá á dögunum að hann hygðist gera, og Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, fór tíu kílómetra. Jónsi í Í svörtum fötum og fata- hönnuðurinn Gunnar Hilmarsson í GK mættu saman á ráslínuna klukk- an 8.40 á laugardagsmorgun til að bruna 21 km. Þeir virðast að mestu leyti hafa verið samferða í hlaupinu, til dæmis var einungis sekúndumun- ur á millitíma þeirra við 10 kílómetra markið, en Jónsi hefur tekið tísku- kónginn á endasprettinum þar sem hann var tæpri mínútu á undan yfir marklínuna. Últrahnakkinn og frasameistarinn Jón Gunnar Geirdal skildi þá Jónsa og Gunnar hins vegar gjörsamlega eftir í reyk í hálfmaraþoninu. Hann fór vegalengdina á frábærum tíma, 1:31:39. Ekki einu sinni atvinnu- og landsliðsmaðurinn fyrrverandi í handbolta, Júlíus Jónasson, átti roð í Geirdalinn sem var næstum fimm mínútum á undan honum. Önnur handboltakempa, Stjörnumaðurinn Sigurður Bjarnason, var á hinn bóg- inn í deild með Gylfa viðskiptaráð- herra og fleirum um og yfir tveimur klukkustundum. Af fjölmiðlafólki sást til Steingríms Sævars Ólafssonar, fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar 2, hlaupa tíu kílómetra og sömuleiðis Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Þá er ónefndur maður sem vægast sagt var mikið í fjölmiðlum síð- astliðinn vetur, Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir með meiru, sem skottaðist hálft maraþon. Loks ber að geta afreks ofur- hlauparans Gunnlaugs Júlíus- sonar sem hljóp tvö maraþon á laugardaginn. Gunnlaugur komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar hann hljóp 334 kíló- metra á tveimur sólar- hringum og joggaði svo frá Reykjavík til Akureyrar á nokkrum dögum. Kapp- inn hóf fyrra hlaup sitt klukkan hálffimm, eða um fjórum klukkutímum áður en ræst var út í mar- aþon- ið. Ekki var nóg með að hann væri búinn að hlaupa heilt maraþon þeg- ar hersingin fór af stað heldur kom Gunnlaugur við heima hjá sér með- an á fyrri maraþonhringnum stóð og vakti son sinn sem ætlaði að hlaupa hálft maraþon. Þá fannst Gunnlaugi miður að hvergi hafi verið hægt að fá kók á drykkjarstöðvum eða í enda- marki. Hann dó þó ekki ráðalaus því hann kom við í búð í seinna maraþ- oni dagsins og fékk eina kók lánaða svo hann hefði eitthvað að drekka annað en Powerade og vatn. kristjanh@dv.is Jónsi í Í svörtum fötum Hljóp hálft maraþon á rúmum tveimur klukku- stundum. MYND GuNNar GuNNarssoN Jón Gunnar Geirdal Frasameist- arinn náði flottum tíma. MYND EGGErt steingrímur J. sigfússon Gekk þvert yfir Ísland fyrir nokkrum árum. Lét sér duga tíu kílómetra skokk á laugardaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.