Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 6
6 þriðjudagur 25. ágúst 2009 fréttir Þingmenn vilja á Fiskistofu Tólf sóttu um starf fiskistofustjóra, þar af þrír fyrrverandi alþingis- menn. Þórður Ásgeirsson, sem gegnt hefur starfinu vel á annan áratug, sagði starfinu lausu fyrir skemmstu. Þeir sem sóttu um starfið eru Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins, Árni Múli Jónas- son, Dagmar Sigurðardóttir, Einar Matthíasson, Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, Grímur Valdimars- son, Guðbrandur Sigurðsson, Halldór Eiríkur S. Jónhildarson, Hilmar Ögmundsson, Magnús Stefánsson, fyrrverandi alþing- ismaður Framsóknarflokksins og ráðherra, Sigurjón Þórðar- son, fyrrverandi alþingismaður Frjálslynda flokksins, og Valtýr Þór Hreiðarsson. Sprengjuhótun reyndist gabb Lögreglan handtók í gær mann sem grunaður er um að hafa hringt inn sprengjuhótun í Borgarholtsskóla. Samkvæmt upplýsingum frá Geir Jóni Þórissyni yfirlögregluþjóni var pilturinn færður niður á lög- reglustöð til skýrslutöku. Engin sprengja fannst og er ljóst að um gabb var að ræða. Pilturinn er ekki nemandi í skólanum og var hann ekki við skólann þegar hann var hand- tekinn. Geta ekki rukkað hvað sem er Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, hefur komið því á framfæri til Lögmannafélags Íslands að það sé misskilningur hjá einstaka lögmönnum að halda að þeir séu undanþegnir innheimtulögum. Lögin kveða á um hámark á inn- heimtukostnaði. Gísli segir þessa skoðun byggj- ast á misskilningi á lögunum. Fram kemur í ábendingu hans um innheimtukostnað að hann hafi þurft að benda viðskiptaráðuneyt- inu á sambærilegan misskilning þegar kom að setningu reglugerð- ar fyrr á árinu. Þá átti að undan- þiggja innheimtubréf lögmanna ákvæðum um hámarkskostnað. Nýtt met sett í lestri á DV.is þegar 97.864 nýttu sér vefinn: 147 prósenta aukning Lesendur DV.is, fréttavefjar DV, hafa aldrei verið fleiri en í síðustu viku. Þá fóru 97.864 einstaklingar inn á vef- inn og lásu fréttir og greinar á honum. Gamla metið var 95.187 lesendur á einni viku. Það var sett í bankahruninu miðju þegar aðsókn að DV.is tók mik- inn kipp, meðal annars þegar vefurinn greindi fyrstur allra fjölmiðla frá því að bankakerfið væri í vanda og síðan falli Glitnis og hinna bankanna. Mikill vöxtur hefur verið í lestri DV- .is. Fyrir ári lásu 39.577 manns DV.is í 34. viku ársins, það er næstum 60 þús- und manns færra en í síðustu viku sem er 34. vika þessa árs. Hlutfallslega hef- ur lestur því aukist um 147 prósent á einu ári. Þjónusta við lesendur DV.is hefur verið aukin að undanförnu og stend- ir til að auka hana enn frekar. Þannig hefur lesendum verið gefinn kostur á að segja álit sitt á fréttum og greinum á vefnum með athugasemdakerfi sem er tengt Facebook-skráningu viðkom- andi. Jafnframt eru fréttir um tiltekin mál nú tengd saman til að auðvelda lesendum að lesa allar fréttir um málið. Hnappur til að birta fréttir á Facebook hefur verið settur við fréttir og greinar á vefnum. Ýmsar breytingar eru í undir- búningi og verða þær kynntar eftir því sem þær komast í framkvæmd á vefn- um. Miklu fleiri lesendur Lestur í 34. viku 2008 39 .5 77 97 .8 64 Lestur í 34. viku 2009 AL LT F YR IR N EY TA N DA N N AL LT F YR IR N EY TA N DA N N Aldrei meiri lestur Nýtt lestrarmet var sett í síðustu viku. Stjórnarliðar telja víst að engin stór- felld átök geti úr þessu komið upp varðandi frágang á fyrirvörum við ríkisábyrgðina á Icesave-skuldun- um. Fjárlaganefnd hóf fundi í gær- morgun og um málið og hélt þeim áfram fram eftir kvöldi í gær. Með- al þeirra sem komu til fundar við nefndina voru lögfræðingarnir Þór- hallur Þorvarðarson og Þorsteinn Einarsson. Þeir rituðu grein í Morg- unblaðið í gær þar sem þeir færa fyr- ir því rök að skilanefnd Landsbank- ans geti beitt fyrir sig skuldajöfnun geri Bretar kröfur í þrotabú bank- ans. Þeir telja með öðrum orðum að skilanefnd Landsbankans geti gert sér mat úr því að bresk stjórnvöld hafi beitt ákvæðum hryðjuverka- laga gegn bankanum og valdið hon- um hundruð milljarða króna tjóni. Þetta sé unnt að meta og setja fram fjárkröfu sem gæti komið til skulda- jöfnunar. fyrirvararnir haldi Guðbjartur Hannesson, Samfylking- unni og formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við DV í gærkvöldi að innbyggt væri í allt ferlið og vanda- laust ætti að vera að tryggja það að þeir fyrirvarar sem settir hafa verið fyrir ríkisábyrgð á Icesave-skuldun- um haldi. „Það er Tryggingasjóð- ur innstæðueigenda sem tekur lán samkvæmt Icesave-samningnum til þess að endurgreiða innistæður í Bretlandi og Hollandi. Innbyggt er að Alþingi veiti ríkisábyrgð og lánin verða ekki veitt nema ábyrgðin nái tryggilega til alls lánsins.“ Guðbjart- ur segir það verkefni fjárlaganefndar að skapa umgjörð sem auki haldið í fyrirvörunum. Hann telur eðlilegast að skilanefnd Landsbankans skoði rök lögfræðinganna Þórhalls og Þor- steins. „Hér er ekkert lögfræðistagl á ferðinni heldur mögulegur blákald- ur veruleiki og forspá um möguleg- ar deilur á milli skilanefndar Lands- bankans og breska ríkisins. Slíkar deilur milli þrotabús einkafyrirtæk- is og breska ríkisins geta aldrei leitt til þess að svokallað samfélag þjóð- anna láti Íslandi blæða,“ skrifa grein- arhöfundar. Björn Valur Gíslason, þingmað- ur VG og varaformaður fjárlaga- nefndar, segir að verið sé að kanna til hlítar hvernig auka megi haldið í fyrirvörunum og engin merki séu þess að dregið hafi úr stuðningi við frumvarpið um ríkisábyrgðina í nú- verandi mynd. Þannig telji hann stuðning sjálfstæðismanna enn vera óhaggaðan. „Það er ljóst í mínum huga að Alþingi getur ekki sett lög og falið öðrum þjóðum að staðfesta lögin,“ segir Björn Valur. Andstaða Framsóknarflokksins við frumvarpið var óhögguð í gær- kvöldi. Ekki er að heyra að stuðning- ur þingflokka stjórnarflokkanna hafi riðlast. Búist er við að Alþingi taki málið til þriðju og síðustu umræðu í síðasta lagi á morgun. Pólitísk sátt frekar en lagastagl Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur og Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur eru sammála um að lagaþrætur hafi lítið að segja um Ic- esave-samningana. Í viðtalsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina sagði Guð- mundur að í hnotskurn væri málið þannig vaxið að Alþingi samþykk- ir að borga. Ef Íslendingar geti ekki borgað borgi þeir ekki. Mest sé um vert að ljúka Icesave-málinu og snúa sér að því að koma íslensku efna- hagslífi á réttan kjöl. Sigurður G. Guðjónsson sagði í sama þætti að deilan um Icesa- ve væri ekki lögfræðileg í eðli sínu. Um væri að ræða milliríkjadeilu sem þurfi að leysa á pólitískum nótum. Búið sé að semja um að leggja eign- ir Landsbankans upp í skuldina og veita ábyrgð á því sem eftir standi. Þýðingarlaust sé að draga enda- laust upp hvert lögfræðiálitið á fætur öðru. „Þetta hefur ekkert með reglur um innistæðutryggingar að gera.“ Undir þetta tók Guðmundur og varaði við lagatrú. „Betri er mögur sátt en feitur dómur,“ hafði hann eft- ir Haraldi Blöndal lögfræðingi, sem lést árið 2004. Skammt er þess nú að bíða að Icesave-málið verði endanlega afgreitt frá Alþingi og gert verði hlé á störfum þess. Fjárlaganefnd vann að því fram eftir kvöldi að orða fyrirvara um ríkisábyrð á Icesave-skuldunum þannig að í þeim yrði betra hald. Tveir lögfræðingar telja að upp geti risið ágreiningur milli skilanefndar Landsbankans og breska ríkisins og bank- inn geti þá gert kröfur á hendur breska ríkinu vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Betri tryGGinGar ræddar í Þaula „Það er ljóst í mínum huga að Alþingi get- ur ekki sett lög og falið öðrum þjóðum að stað- festa lögin.“ JóhAnn hAuksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Þaulseta yfir icesave Fjárlaga- nefnd sat fundi frá morgni til kvölds í gær við að endurbæta fyrirvara og auka tryggingar. formaðurinn Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir verkefnið að skapa umgjörð sem geri fyrirvarana haldbetri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.