Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 17
AnelkA elskAr ChelseA „Ég elska Chelsea, ég elska samherja mína, elska að spila í Meistaradeild Evrópu og hér vil ég vera eins lengi og mögulegt er,“ lét mislyndi Frakk- inn Nicolas Anelka hafa eftir sér eftir enn einn sigurleik Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Ef marka má þetta virðist Anelka hafa fundið fjölina sína en hann var afar iðinn við að skipta um félög framan af ferlinum. Anelka er nú þrítugur að aldri en hann hefur einnig leikið með Paris Saint-Germain, Arsenal, Real Madrid, Fenerbache og Bolton Wanderers. Anelka skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir samherja sinn Didi- er Drogba í 2-0 sigurleik gegn Fulham um síðustu helgi. ÓgnArsterkir ÞjÓðverjAr Evrópumeistarar Þjóðverja hófu titilvörn sína með stæl á Evrópumót- inu í Finnlandi, þegar þær lögðu Norðmenn 4-0. Þýsku stúlkurnar komust yfir úr umdeildri vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Mörkin urðu ekki fleiri fyrr en undir lok leiksins. Norðmenn fengu þá kjörið færi til að skora en sóknarmanni þeirra brást bogalistin. Þjóðverjar æddu í sókn og skoruðu auðvelt mark eftir laglegt samspil. Í kjölfarið hrundi leikur Norðmanna. Þær þýsku gengu á lagið og skoruðu tvö mörk til viðbótar í uppbótar- tíma. Þjóðverjar hafa verið Evrópumeistarar kvenna frá árinu 1997 og virðast einnig afar líklegir að þessu sinni. City kAupir bAkvörð Manchester City festi í gær kaup á örvfætta bakverðinum Sylvinho. Hann er 35 ára gamall og lék síðast með Barcelona en samningur við hann var ekki endurnýjaður eftir síðustu leiktíð. Áður lék Sylvinho með Arsenal, á árunum 1999 til 2001. Mark Hughes hefur verið duglegur að kaupa þekkta leikmenn í sumar en ekkert lát virðist á kaupæði hans. Við kaupin lét Hughes þess getið að Sylvinho muni berjast við Wayne Bridge um stöðu vinstri bakvarðar í liðinu og að reynsla hans í Evrópu- keppnum muni koma liðinu til góðs. xxx xxx UMSjóN: Boði loGASoN, bodi@dv.is sport 25. ágúst 2009 ÞriðjudAgur 17 Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda ríghAldA í ribery Framhaldssagan um franska knattspyrnumanninn Franck Ribery virðist hafa tekið enda. Ribery fer hvergi. Stjörnum prýtt lið Real Madrid hefur linnulaust reynt að fá kappann til liðs við sig í sumar en hann er á mála hjá þýska stórliðinu Bayern München. Forráðamenn Real Madrid hafa loks gefist upp á að eltast við miðjumanninn knáa. Spánverjarnir eru þó ekki á flæðiskeri staddir með miðjumenn en Real Madrid hefur í sumar keypt þungavigtarmenn á borð við Kaká og Christiano Ronaldo fyrir metfé. Íslendingar töpuðu fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Tampere í Finnlandi í gær. Frakkar skoruðu úr tveimur afar ódýrum vítaspyrnum sem rússneski dómarinn Na- talia Avdonchenko dæmdi. Margrét Lára fékk kjörið tækifæri til að minnka muninn úr vítaspyrnu en brenndi af. Mikil vonbrigði í Finnlandi en næsti leikur er á móti Noregi á fimmtudag sem tapaði líka sínum fyrsta leik. Íslensku stelpurnar okkar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun í leikn- um á móti Frakklandi í gær þegar þær komust yfir eftir rétt rúmlega fimm mínútna leik. Stelpurnar eru í B-riðli ásamt Noregi, Frakklandi og Þjóðverjum. Það var stór stund fyrir stelpurnar sem gengu inn á völlinn í Tampere í Finnlandi en þetta var fyrsti leikur íslenska A-landsliðsins í úrslitakeppni á stórmóti. Blóðbað á vellinum Áhorfendur þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en Hólm- fríður Magnúsdóttir skoraði á 6. mínútu leiksins, eftir glæsilega fyr- irgjöf Margrétar Láru Viðarsdóttur sem elti boltann að hliðarlínunni og náði að koma honum inn í teig þar sem Hólmfríður skallaði boltann af miklum krafti í netið. Íslendingar héldu boltanum vel eftir markið og áttu nokkur góð færi en á 18. mínútu fengu Frakkar ódýrt víti þegar dóm- arinn taldi að Guðrún Sóley hefði brotið á leikmanni Frakklands inni í teig. Camille Abily skoraði af miklu öryggi úr vítinu. Frakkar þurftu að gera tvær breytingar í fyrri hálfleik eftir tveir leikmenn þeirra fengu þung höfuðhögg svo að það blæddi úr höfðinu á þeim. Staðan var 1-1 í hálfleik. Ódýrt víti Rússneski dómarinn Natalia Av- donchenko var áfram í aðalhlutverki í seinni hálfleik þegar hún dæmdi vítaspyrnu á 53. mínútu leiksins. Hún var klár á því að Ólína G. Viðars- dóttir hefði ýtt sóknarmanni Frakk- lands niður. Sonia Bompastor skor- aði af miklu öryggi í hægra hornið en Þóra B. Helgadóttir, markmaður Íslands, var ekki svo langt frá bolt- anum. Frakkar bættu svo við þriðja marki sínu á 67. mínútu þegar Lou- isa Nécip skaut föstu skoti fyrir utan teig í hægra hornið. Þóra varði bolt- ann glæsilega og virtist hafa ætlað að grípa boltann en hann rann svo hægt inn. Brenndi af vítaspyrnu Öll von virtist vera úti hjá íslensku stelpunum en þær komu sterk- ar til baka eftir þriðja mark Frakk- lands. Sigurður Eyjólfsson, þjálf- ari liðsins, gerði nokkrar breytingar undir lokin. Margrét Lára fékk svo kjörið tækifæri til að minnka mun- inn þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka eftir að brotið var á Dóru Maríu Lárusdóttur inni í teig á 76. mínútu. Margrét Lára átti afar slaka vítaspyrnu sem markmaður Frakka varði léttilega. Íslensku stelpurnar voru þó sprækar síðustu mínútur leiksins. En það dugði ekki og unnu Frakkar sigur á stelpunum okkar. Næsti leikur liðsins er á fimmtudag- inn á móti Norðmönnum og verða stelpurnar að vinna þann leik til að komast upp úr riðlinum. tAp í FyrstA leiknuM Á eM Gáttaðar Íslensku stelpurnar horfa hér á leikmann franska liðsins leika sér með boltann. MYND AFP Þóra markmaður Þóra B. Helgadóttir í baráttunni í gær. Hún bjargaði mörgum hættuleg- um skotum Frakkanna. MYND AFP Boði LoGAsoN blaðamaður skrifar bodi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.