Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 16
Gunnar Levý Gissurarson forstjóri GluGGasmiðjunnar Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var í skóla Ísaks Jónssonar en að loknu hefðbundnu barna- og gagnfræðaskólanámi stundaði hann nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan meistara- námi í húsasmíði. Hann stundaði síðan nám við Tækniskóla Íslands og lauk prófi í byggingartæknifræði með rekstrarnám sem valgrein. Gunnar sinnti ýmsum störfum með námi. Að loknu tæknifræði- námi hóf hann störf hjá Húsnæð- isstofnun ríkisins og starfaði þar í fimm ár. Hann starfaði um skeið fyr- ir Byggung í Garðabæ en 1980 hóf hann störf hjá danska utanríkisráðu- neytinu og flutti þá með fjölskyldu sína til Afríku. Gunnar var rekstrar- ráðgjafi í Tansaníu næstu þrjú árin en starfinu fylgdu mikil ferðalög um Afríku og samhliða starfinu fór hann á villidýraveiðar og kleif hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro. Gunnar og fjölskylda hans komu heim til Íslands 1983. Hann hóf þá störf hjá Gluggasmiðjunni þar sem hann er nú forstjóri. Gunnar hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum. Hann sat í nemenda- ráði Tækniskólans, var fulltúi nem- enda í skólastjórn, sat í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna, Sambands ungra jafnaðarmanna, Æskulýðs- sambands Íslands, Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur og flokkstjórn Al- þýðuflokksins. Hann hefur auk þess átt sæti í mörgum ráðum og nefnd- um, s.s. sambandsstjórn Landssam- bands iðnaðarmanna og Ráðgjafa- ráði Samtaka iðnaðarins auk þess sem hann er einn af stofnendum Samtaka íslenskra húshlutafram- leiðenda og var formaður þeirra samtaka um langt árabil. Þá var hann varaformaður stjórnar Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins í tólf ár Gunnar var varaborgarfulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur 1994- 98, formaður bygginganefndar Reykjavíkur, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, sat í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykja- víkurborgar og Þróunarfélags Reykjavíkur og var varaformaður stjórnar Jarðborana. Fjölskylda Gunnar kvæntist 6.9. 1969 Huldu Kristinsdóttur, f. 28.5. 1950, klæð- skera. Hún er dóttir Kristins Malmquist Gunnarssonar, f. 12.7. 1929, d. 15.10. 1977, vélstjóra í Reykjavík, og Sigríðar Guðmunds- dóttur, f. 19.6. 1930, húsmóður. Börn Gunnars og Huldu eru Kristinn Már, f. 2.10. 1968, forstjóri í Þýskalandi en kona hans er Kirsten Max og er dóttir þeirra Lilja María og Max Jóhannes; Gissur Örn, f. 31.5. 1973, kvikmyndatökumað- ur í Reykjavík; Anna Lilja, f. 17.4. 1984, skrifstofumaður í Reykjavík en maður hennar er Kolbeinn Ólafs- son og er dóttir þeirra Arndís Eva; Eva Björk, f. 17.4. 1984, skrifstofu- maður í Reykjavík og er dóttir henn- ar Embla Huld. Systkini Gunnars eru Jónina, f. 1948, búsett í Reykjavík; Símon Már, f. 1953, búsettur í Bandaríkjunum; Ingibjörg, f. 1956, búsett í Reykjavík. Foreldrar Gunnars eru Gissur Símonarson, f. 16.9. 1920, d. 21.6. 2008, húsasmiðameistari í Reykja- vík, og k.h., Bryndís Guðmunds- dóttir, f. 17.7. 1925, húsmóðir. Ætt Gissur var sonur Símonar, bifreiða- stjóra í Reykjavík Símonarsonar, b. á Bjarnastöðum í Ölfusi Símonar- sonar, b. á Bjarnastöðum Jónsson- ar. Móðir Símonar Símonarson- ar á Bjarnastöðum var Arnþrúður Hannesdóttir, b. í Stóru-Sandvík í Flóa Guðmundssonar og Vigdís- ar Steindórsdóttur, ættföður Auðs- holtsættar Sæmundssonar. Móðir Símonar bílstjóra var Ingiríður Ei- ríksdóttir, b. í Vetleifskoti Eiríksson- ar, b. í Tungu Jónssonar, b. á Rauð- nefsstöðum Þorgilssonar, ættföður Reynifellsættar Þorgilssonar. Móðir Gissurar var Ingibjörg Gissurardóttir, b. í Gljúfurholti í Ölfusi Guðmundssonar, b. í Saur- bæ Gissurarsonar. Móðir Gissurar í Gljúfurholti var Sigríður Gísladóttir, af Reykjakotsætt..Móðir Ingibjargar var Margrét Jónína Hinriksdóttir, b. í Seli á Seltjarnarnesi Helgasonar, af Bergsætt. Foreldrar Bryndísar voru Guð- mundur Andrésson, iðnverkamað- ur á Akureyri, og k.h., Jónína Arn- ljótsdóttir húsmóðir. Bergilnd fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hvolsvelli. Hún var í Hvols- skóla, stundaði nám við Mennta- skólann á Laugarvatni, lauk þaðan stúdentsprófi, stundaði nám í við- skiptafræði við HÍ og lauk þaðan prófi í viðskiptafræði 2003 og lauk löggildingarprófi í endurskoðun 2006. Þá var Berglind í söngnámi við Söngskóla Sigurðar Demetz í tvö ár. Berglind sinnti ýmsum störfum með skóla og á sumrin. Hún var endurskoðandi hjá Grant Thorn- ton í Reykjavík 2001-2007 og hef- ur síðan verið endurskoðandi hjá Price Waterhouse og Cooper. Berglind syngur með kirkjukór Breiðabólstaðarprestakalls. Fjölskylda Eiginmaður Berglindar er Einar Viðar Viðarsson, f. 25.1. 1981, vél- virki. Börn Berglindar og Einars Við- ars eru Hákon Kári Einarsson, f. 6.10. 2004; Védís Ösp Einarsdóttir, f. 4.12. 2008. Systir Berglindar er Kristrún Hákonardóttir, f. 5.4. 1986, söng- nemi. Birgir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu sex árin, síðan í Hrísey um skeið og loks á Akureyri. Hann var í Grunnskóla Hríseyjar og síðan í Glerárskóla á Akureyri, lauk stúdentsprófi frá MA, lauk BA-prófi í ensku og sagnfræði frá HÍ 2006, lauk MS-prófi í kínversk- um fræðum frá Edinborgarháskóla 2008 og er nú að ljúka MS-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Edinborgar- háskóla. Birgir starfaði við Hagkaup á Akureyri á árunum 1998-2002 með námi, starfaði hjá Banönum í Reykjavík á árunum 2004-2006 og hefur starfað hjá Hagkaupum í Spöng frá 2006. Fjölskylda Kona Birgis er Svanborg Guð- mundsdóttir, f. 11.8. 1974, iðju- þjálfi. Börn: Emma Birgisdóttir, f. 8.3. 2007; Alex Þór Birgisson, f. 3.8. 2009. Systkini: Gunnar Geir Jó- hannsson, f. 27.11. 1980, tölvun- arfræðingur í Reykjavík; Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 31.5. 1986, mann- fræðingur í Reykjavík. Foreldrar Birgis eru Ingibjörg Ásgeirsdóttir, f. 13.12. 1956, verka- kona á Akureyri, og Jóhann Birgir Ingvarsson, f. 7.7. 1953, verkamað- ur í Reykjavík. Berglind Hákonardóttir endurskoðandi á Hvolsvelli Birgir Jóhannsson ms í kínverskum fræðum 30 ára í dag 30 ára í gær 30 ára n Dusana Poláková Sunnubraut 9, Reykjanesbæ n Mariusz Drozdz Túngötu 64, Eyrarbakka n Helgi Ingólfur Ingólfsson Lindarhvammi 7, Kópavogi n Rafal Cybulski Fellsmúla 4, Reykjavík n Arnar Dór Hlynsson Hagaflöt 9, Akranesi n Áslaug Kristvinsdóttir Dúfnahólum 4, Reykjavík n Inga Þórunn Hallgrímsdóttir Lagarási 8, Egils- stöðum n Þorlákur Snær Helgason Tjarnarlundi 17d, Akureyri n Hallur Dan Johansen Úthlíð 5, Reykjavík n Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir Víðimel 52, Reykjavík 40 ára n Miglena Kostova Apostolova Hólsgötu 4, Nes- kaupstað n Carla Maria Nogueira Matias Sigtúni 35, Reykjavík n Jóhanna Norðdahl Sogavegi 119, Reykjavík n Ívar Örn Þórhallsson Miðtúni 3, Reykjavík n Ásdís Kristjánsdóttir Suðurhvammi 17, Hafnarfirði n Engilbert O Friðfinnsson Hjaltabakka 22, Reykjavík n Kristín Helga Ólafsdóttir Laugalind 6, Kópavogi n Gunnhildur Lilja Gísladóttir Austurbraut 10, Höfn í Hornafirði n Sigríður Baldursdóttir Vogagerði 3, Vogum n Margrét Leifsdóttir Tómasarhaga 31, Reykjavík n Grétar H Sigurgíslason Sandgerði 15, Stokkseyri n Sonja Kristín Jakobsdóttir Ljósabergi 2, Hafn- arfirði n Sveinbjörg Jónsdóttir Smáraflöt 8, Garðabæ n Ragnar Þór Einarsson Birkihlíð 10, Sauðárkróki n Guðni Benjamínsson Langholtsvegi 18, Reykjavík 50 ára n Ólafía Bjarnadóttir Álfholti 26, Hafnarfirði n Sigurður Helgason Víðiteigi 10d, Mosfellsbæ n Hans Hafsteinn Þorvaldsson Hamrabyggð 12, Hafnarfirði n Ása Kristveig Þórðardóttir Faxabraut 31b, Reykjanesbæ n Þórir Haraldsson Traðarbergi 15, Hafnarfirði n Sigurður Óskar Pétursson Nýbýlavegi 88, Kópa- vogi 60 ára n Jóhannes L Blöndal Drápuhlíð 20, Reykjavík n Sólveig Elíasdóttir Grænlandsleið 28, Reykjavík n Elísabet Una Einarsdóttir Sóltúni 16, Reykjavík n Einar Baldursson Galtalind 26, Kópavogi n Gerður Torfadóttir Ásvallagötu 63, Reykjavík n Sigurður Baldursson Sléttu, Reyðarfirði n Katrín Selja Gunnarsdóttir Stillu, Mosfellsbæ n Sveinn Sveinsson Bjargi 2, Mosfellsbæ n Þórhalla Guðmundsdóttir Dúfnahólum 2, Reykjavík n Anita Fríða Oddsdóttir Orrahólum 7, Reykjavík n Jónína Loftsdóttir Laugarásvegi 45, Reykjavík n Sveinn Bjarnason Hörgsholti 27, Hafnarfirði 70 ára n Sigríður Magnúsdóttir Vesturvangi 22, Hafnarfirði n Sveinn Sveinsson Ljósalandi 18, Reykjavík n Fjóla Kristjánsdóttir Sogavegi 54, Reykjavík n Guðrún Ágústa Sæmundsdóttir Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík n Páll Vilhjálmsson Hraunbæ 39, Hveragerði n Ásthildur Salbergsdóttir Grænlandsleið 49, Reykjavík n Sigrún Guðmundsdóttir Lundarbrekku 10, Kópavogi n Ingvi Þór Þorkelsson Hafnarbergi 5, Þorlákshöfn 75 ára n Jóhannes Helgason Óðinsgötu 19, Reykjavík n Sigríður Ólafsdóttir Æsufelli 6, Reykjavík n Halldór Halldórs Fagrahvammi 12, Hafnarfirði n Hafsteinn Snæland Heiðargerði 12, Vogum n Ellen M Thors Miðleiti 5, Reykjavík n Andrea Kristín Tómasdóttir Austurbrún 6, Reykjavík 80 ára n Guðrún Margeirsdóttir Sólheimum 27, Reykjavík n Guðrún Kristjánsdóttir Fannafold 129a, Reykjavík Til hamingju með afmælið! 60 ára í gær 16 þriðjudaGur 25. ágúst 2009 ættfræði Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Smáauglýsingasíminn er515 5550 smaar@dv.is 30 ára í dag Anita Harðardóttir sjúkraliði á stokkseyri Anita fæddist á Selfossi en ólst upp á Stokkseyri. Hún var í Grunnskóla Stokkseyrar, stundaði nám við Fjöl- brautarskóla Suðurlands á Selfossi og lauk þaðan sjúkraliðaprófi 2008. Anita hóf störf við dvalar- og hjúkrunarheimilið Kumbaravog á Stokkseyri árið 2000 og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Systkini Anitu eru Ásta Harðardóttir, f. 4.7. 1969, kennari, búsett í Hafnar- firði; Guðfinnur Harðarson, f. 30.5. 1970, sjómaður, búsettur á Selfossi. Foreldrar Anitu eru Rosemarie Karlsdóttir, f. 31.7. 1951, hestakona í Reykjavík, og Hörður Antonsson, f. 20.5. 1939, fyrrv. sjómaður, búsettur á Stokkseyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.