Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 12
12 þriðjudagur 25. ágúst 2009 fréttir Kammakarlo Barnaföt Bæjarlind 12 Kópavogi s.554-5410 www.kammakarlo.is ÚTSALAN í fullum gangi! Natasja Kampusch, sem flýði úr haldi mannræningja síns fyrir þremur árum, segist ekki enn geta skynjað að hún sé frjáls. Hún segist stundum sakna þess öryggis sem kjallaraprísund hennar bauð upp á. Hún fer lítið út úr húsi til að forðast móðganir sem dynja á henni og ásókn almennings. Fangi þrátt Fyrir Frelsi Natasja Kampusch, austurríska stúlkan sem var í haldi mannræn- ingja í átta og hálft ár, segir í viðtali við þýsk og austurrísk blöð að hún sé ekki frjáls, en nú eru um þrjú ár síðan henni tókst að flýja. Að sögn Natösju, sem var rænt þegar hún tíu ára var á leið í skól- ann, hefur henni gengið erfiðlega að ná áttum í frelsinu og telur sig skorta mikið með tilliti til einkalífs. Natasja er nú tuttugu og eins árs og sagði í viðtali að henni fyndist hún vera misskilin og skorta rætur. Hún býr nú einsömul í lítilli íbúð í Vín og sagði að litlu munaði að hún hefði horfið á ný til þeirra lífsvenja sem hún tileinkaði sér þegar hún var fangi. Móðganir og ásakanir Natasja Kampusch segist að mestu halda sig heima við því hún sé orð- in þreytt á sífelldum móðgunum sem dynja á henni þegar hún fer út fyrir hússins dyr. Einnig er hún sífellt beð- in um eiginhandaráritun og teknar af henni myndir í gríð og erg. „Líf í frelsi virðist ekki vera eins gott og ég ímyndaði mér einu sinni,“ sagði Natasja við austurríska blað- ið Krone. Hún segir að væntingar almennings til fórnarlamba glæpa væru „furðulegar“. Ef fórnarlömb- in vildu fara í felur lægju þau undir ámæli því almenningur teldi sig eiga rétt á að vita hvað gerðist. Ef fórnar- lömb létu undan þeim þrýstingi þá væru þau sökuð um að vera gullgraf- arar sem reyndu að hagnast á málinu og leituðu í sviðsljósið. „Ég þarf sífellt að verja sjálfa mig,“ sagði Natasja og segist stundum sakna þess öryggis sem kjallarafang- elsi hennar til margra ára bauð, þrátt fyrir allt, upp á. Kvaddi ræningja sinn Natasja Kampusch hefur rofið allt samband við föður sinn og samband hennar við móður sína er þrung- ið spennu. Ástæðan mun vera bók móðurinnar frá 2007 þar sem hún upplýsir að Natasja hafi gert sér ferð að líkkistu Wolfgangs Priklop- il, mannræningja síns, til að kasta á hann hinstu kveðju. Priklopil framdi sjálfsmorð með því að kasta sér fyrir járnbrautarlest eftir að Natösju tókst að flýja. Í kjölfar flóttans varð Natasja fræg á örskotsstundu og innan tveggja vikna gaf hún sitt fyrsta viðtal. Síð- ar stjórnaði hún eigin viðtalsþætti þar sem hún tók tali ýmist frægðar- fólk. En skyndilega dró hún sig í hlé frá sviðsljósinu og ekki talið loku fyrir það skotið að mál Jósefs Fritzl í mars 2008 hafi haft áhrif á ákvörðun henn- ar. „Líf í frelsi virðist ekki vera eins gott og ég ímyndaði mér einu sinni,“ sagði Natasja við austurríska blaðið Krone. Natasja Kampusch árið 2008 Segist skorta rætur og vera misskilin. MyNd AFP KolbeiNN þorsteiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Vill fjölga árstíðum Ástralski vísindamaðurinn, Tim Entw­istle, segir að álfan þarfnist fimm eða sex árstíða vegna loftslags- ins. Entw­istle segir að Ástralía þurfi að losna undan hinum „gerræðis- legu“ fjóru árstíðum sem landið fékk í arf frá Bretlandi. Tim Entw­istle stakk upp á „sprummer“ (árstíð á milli vors (spring) og sumars (summer)) og „sprinter“ (snemmbúið vor). Að mati Entw­istle myndi nýtt kerfi hjálpa fólki að skilja það um- hverfi sem það býr í og að fylgjast með loftslagsbreytingu. Hýrir biskupar kljúfa kirkju Hefðbundnir lútherstrúarmenn í Bandaríkjunum eru ekki á eitt sáttir við kirkju sína eftir að samþykkt var að heimila samkynhneigðu fólki að starfa sem prestar. Þeir hafa hótað að yfirgefa söfnuðinn. Evangelsk-lúherska kirkjan í Bandaríkjunum er ein sú stærsta sem opnar dyr sínar fyrir samkyn- hneigðum körlum og konum til starfans. Um mánuður er síðan kirkjan kaus að leyfa vígslu samkyn- hneigðra biskupa. Bráðasta hættan yfirstaðin Þúsundir íbúa í úthverfum norður- hluta Aþenu hafa yfirgefið heimili sín vegna eldanna sem leikið hafa lausum hala, þrátt fyrir baráttu slökkviliðsmanna síðan á föstudag. Sterkir norðanvindar undanfarna daga hafa magnað eldana, en í gær hafði vindhraði eitthvað minnkað. Yfir 2.000 slökkviliðsmenn, her- menn og sjálfboðaliðar, studdir sautján flugvélum og þyrlum, hafa barist linnulítið við eldana. Engar fréttir hafa borist af mannskaða og bráðasta hættan er talin yfirstaðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.