Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 15
Hver er maðurinn? „Einir Guð- laugsson verkfræðingur, íþróttamað- ur, kærasti, bróðir, sonur, barnabarn, frændi, vinur, rokkunnandi og sturtusöngvari.“ Hvað drífur þig áfram? „Góð rokk- tónlist, heilbrigt líferni, metnaðurinn í sjálfum mér, ómetanlegur stuðning- ur frá kærustunni, fjölskyldunni og vinunum og síðast en ekki síst; gott viskí og/eða gott koníak.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Vest- mannaeyjum, Bandaríkjunum og Garðabænum.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Tónlist og íþróttir fyrst og fremst. Vera með vinunum og eyða tíma með mínum nánustu.“ Hvernig kynntust þið Örn? „Við kynntumst á okkar fyrsta ári í B.S. náminu hér heima. Við höfum verið samferða í sama námi síðan.“ Hvernig var að útskrifast með hæstu einkunn eða 12? „Það var óneitanlega góð en jafnframt óvænt tilfinning. Við lögðum upp með ákveðnar væntingar og jákvætt að standast þær.“ Í hverju var þetta útskriftarverk- efni fólgið? „Að hanna kraft- og hraðastýringu fyrir sex liða þjarkaarm sem hefur sex frjálsleikagráður.“ Hvaða gráður ertu með? „Ég er með mastersgráðu í rafmagnsverk- fræði.“ Stefnir þú á frekara nám? „Einhvern tíma í fjarstaddri framtíð.“ Við hvað viltu helst starfa? „Við það sem ég menntaði mig en sem bónus eitthvað tengt tónlist. Ég er reyndar kominn með mjög áhugavert starf hjá verðandi tengda- föður mínum. Við að tryggja og auka ákveðin gæði í flutningi á frosnum og ferskum matvælum.“ Er tæknin leið okkar úr kreppu? „Upp að vissu marki er hún það. Íslendingar eru framarlega í tækni- hugsun og ég held að það sé hægt að virkja það mun meira.“ StóðSt Sumarið væntingar þínar? „Já, ég var í Stokkhólmi í sumar að vinna og í fríi.“ Vala Rún GÍSladóttiR 23 árA nEmi „Já það gerði það, sólin og veðrið stóð upp úr hjá mér.“ EyGló GunnþóRSdóttiR myndliSTAmAðUr „Já heldur betur, ég fór í margar gönguferðir á Íslandi meðal annars Esjuna og Fimmvörðuháls.“ inGibjÖRG jóna HalldóRSdóttiR 21 árS nEmi „nei, ég er að fara til Frakklands á eftir þannig að það mun standa upp úr hjá mér.“ SaRa bjÖRG bjaRnadóttiR 21 árS ÍSlEndinGUr Dómstóll götunnar EiniR GuðlauGSSon og ÖRn inGólfSSon útskrifuðst með hæstu einkunn frá Tækniháskólanum í danmörku. Þeir hönnuðu háþróað- an vélarm og hlutu mikið lof fyrir. RokkaRi og Rafmagns- veRkfRæðinguR „Já algjörlega, þetta var alveg frábært sumar.“ EGill ViGniSSon 18 árA nEmi maður Dagsins Síðustu daga hafa borist fregnir af for- eldrum sem búa við svo bág efnahags- leg kjör að þeir geta ekki keypt bækur og ritföng handa börnum sínum nú þegar skólarnir fara aftur af stað. Í fjöl- miðlum er frá því sagt að einkum eigi þetta við foreldra barna á framhalds- skólaaldri. Það er skelfilegt að hugsa til þess að við búum í landi þar sem menntun er ekki grundvallarmann- réttindi heldur ráðist af efnahag. Það sem er jafnvel enn verra er að hugsa til þess að þetta eru hreinlega ekki nýj- ar fréttir – þótt þær hafi ekki endilega verið sagðar áður. Fátækt hefur ætíð verið til á Íslandi, líka fyrir kreppu. fátækt og góðærið Þúsundir foreldra hafa í gegnum árin barist í bökkum við að koma börn- um sínum í gegnum grunnskóla og menntaskóla. Þetta hefur ekki hvað síst reynst erfitt fyrir foreldra sem búa í dreifbýli og hafa þurft að senda börn- in sín frá sér mjög ung og borga fyrir þau fæði og húsaskjól fjarri heimili sínu. Það er ekkert sjaldgæft að rek- ast á ungt fólk um þrítugt sem ólst upp í dreifbýli og upplifði það að fara í heimavistaskóla 6 ára gamalt. 16 ára þurfa mörg börn í hinum dreifð- ari byggðum landsins að annaðhvort flytjast á heimavist/leiguíbúð úti í bæ, eða eyða fúlgum í bensínkostnað til að komast í framhaldsskóla. Og þá eru ótalin fæðiskostnaður og námsgögn. Í góðærinu grasseraði líka fátækt, en þá mátti ekki tala um hana eða við- urkenna að hún væri til. Árið 2002 af- greiddi Davíð Oddsson athugasemdir um örtröð mæðra með börn á hand- leggjunum fyrir framan Mæðrastyrks- nefnd með þeim orðum að það væri alltaf til fólk sem sækir í ókeypis mat og fatnað. Þetta var Ísland 2002. Það er ólíklegt að staðan sé nokkru skárri í dag, eftir að þjóðin hefur horfst í augu við efnahagslegt hrun í boði þeirra sem sópuðu málefnum fátækra und- ir teppið í góðærinu. En í dag höfum við að minnsta kosti stjórnvöld sem viðurkenna að vandinn er til stað- ar, stjórnvöld sem vilja af heilum hug sporna við vandanum. þeir sem fengu eitthvað ókeypis Fyrir ríkisstjórn sem þarf að berjast við afleiðingar hruns frjálshyggjunn- ar og horfist í augu við 170 milljarða halla á ríkissjóði næstu ár eru verkefn- in erfið, en eitt verður að vera alveg á tæru. Börnin mega ekki vera þau sem þurfa að líða fyrir það hvernig hægri- menn hafa farið með efnahag lands- ins. Við þurfum að skoða eðli og um- fang vandans vandlega svo við vitum hvað við eigum í höggi við og svo verð- ur ríkið að grípa inn í og tryggja að öll börn geti hlotið góða menntun. Það hefði átt að vera búið að gera það fyr- ir löngu, í stað þess að segja að fólk standi í biðröð fyrir framan Mæðra- styrksnefnd af því að það séu alltaf einhverjir sem vilja fá hlutina endur- gjaldslaust. Hræsni þeirra orða hefur aldrei verið greinilegri heldur en nú þegar loks hefur verið afhjúpað hverj- ir það virkilega voru sem fengu hluti eins og banka, fyrirtæki og risalán án þess að borga fyrir það. Og skömm þeirra manna sem tóku sér þessi orð í munn mun fylgja þeim alla tíð. Fátækt fyrir og eftir kreppu kjallari mynDin 1 þóttist vera bróðir sinn til að hafa mök við kærustuna hans 25 ára bandarískur lögreglumaður, Jared rohrig, þóttist vera bróðir sinn til að hafa samfarir við kærustuna hans. 2 „of feit“ fyrir flugvélina 55 ára konu, Anna dellucci, var meinað að ganga um borð í vél Easy Jet þar sem hún þótti „of feit“. Hún er farin í mál. 3 Stunginn af kærasta systur sinnar Calum davenport, leikmaður West Ham, mun að öllum líkindum ekki leika knattspyrnu framar. Hann var stunginn með hníf af kærasta systur sinnar. 4 Sonurinn skírður Birgitta Haukdal og eiginmaður hennar Benedikt skírðu son sinn Víking Brynjar. 5 Sprengjuhótun í borgarholts- skóla - myndir Borgarholtsskóli var rýmdur vegna sprengjuhótunar í gær. Ölvaður maður um tvítugt var handtekinn stuttu seinna. Ekki var hægt að yfirheyra hann vegna ölvunar. 6 Sat límdur við klósettsetuna Óprúttnir einstaklingar í borginni Cains í ástralíu gerðu 58 ára gömlum karlmanni mikinn grikk á dögunum. Hrekkjalómarnir settu mjög öflugt lím á klósettsetu á almenningssalerni í verslunarmiðstöð í borginni og gekk maðurinn í gildruna. 7 Helköttaður true blood-foli True Blood-folinn mehcad Brooks tók á dögunum þátt í þríþraut á eyjunni Waikiki í Hawaii-eyjaklasanum. Keppt var í hjólreiðum, hlaupi og sundi. mest lesið á dV.is umræða 25. ágúst 2009 þriðjudagur 15 dýrt spaug Sprengjuhótunin sem barst í Borgarholtsskóla í gær reyndist vera gabb. Fjölmennt lögreglulið ásamt slökkviliði var mætt á vettvang og yfirfór skólann vel. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sagði aðspurður að vissulega væri það kostnaðarsamt þegar kalla þurfi út mannskap vegna innistæðulausrar hótunar sem þessarar. Öryggi borgaranna skipti þó alltaf mestu. Mynd RóbERt REyniSSon StEinunn RÖGnValdSdóttiR formaður Ungra vinstri grænna skrifar Í góðærinu grass- eraði líka fátækt, en þá mátti ekki tala um hana eða viðurkenna að hún væri til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.