Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2009, Blaðsíða 10
framhaldsskóla.“ Birtingarmynd kreppunnar Þórhallur Heimisson, sóknarprestur skrifaði á heimasíðu sína fyrir helgi að hann hafi fengið „ákaflega erfið samtöl frá fólki sem getur ekki lát- ið börnin sín byrja í skóla á þessu hausti, því ekki er til peningur til að kaupa námsbækur og skólavörur“. Af þessum sökum hafi sumir nemendur ekki mætt í framhaldsskóla fyrir helgi þar sem kostnaður við skólabyrjun nemur tugum þúsunda. Katrín Jakobsdóttir menntala- málaráðherra segir þetta háalvarlegt mál sem hún mun skoða til hlítar. „Við erum náttúrlega stödd í efna- hagsþrengingum og það eru ýmsar birtingarmyndir af því og þetta er ein þeirra. Mér finnst mjög alvarlegt að heyra þessar fregnir og mun reyna að fylgjast eins vel með og ég get. Í fyrsta lagi ætla ég að kanna hvernig staðan er. Við ætlum að setja okkur í sam- band við framhaldsskólana og kanna hvaða tíðindi skólameistarar hafa haft af þessu. Í kjölfarið ætlum við að biðja þá um að koma til skila hvaða leiðir eru færar í þessum efnum fyrir efnaminni fjölskyldur. Það veltur allt á umfangi málsins hvað við getum gert. Það er spurning hvort við get- um styrkt bókasöfnin til að koma til móts við þessa nemendur. Við þurf- um að vega og meta stöðuna og hvað við getum gert.“ Samfélagsleg ábyrgð Katrín segir úrræði vera til fyrir fjöl- skyldur sem eiga í fjárhagserfiðleik- um og segir framhaldsskóla suma hverja hafa brugðist við. „Við leggjum áherslu á að skól- arnir leiðbeini nemendum áfram um hvað er hægt að gera. Þá hvort hægt sé að nálgast bækur á bókasöfnum eða í rafrænu formi og hvort hægt sé að sækja um styrki og hvar. Einn- ig leggjum við áherslu á að skólarnir reyni að hjálpa nemendum og styðja þá. Við þekkjum dæmi um að félags- þjónustur sveitarfélaganna hafa ver- ið að veita nemendur bókastyrki. Við vitum að skólarnir hafa sjálfir hverj- ir brugðist við með sínum hætti til að mæta þessum þrengingum sem nú eru. Fjölbrautaskólinn í Breið- holti hefur verið að gefa nemend- um sínum hafragraut í morgunmat svo dæmi sé tekið. Í Menntaskólan- um í Reykjavík var stofnaður sjóður á vegum útskriftarnema sem er bóka- kaupasjóður sem hægt er að sækja um. Margir skólar hafa sýnt mjög mikla samfélagslega ábyrgð með sín- um gjörðum.“ n Lastið fær La Senza í Kringlunni. Rómantísk- ur unnusti hugðist kaupa undirföt á sína heittelskuðu, sem var með í för. Hann mátti hins vegar ekki fara inn á svæðið þar sem mátunin fór fram, jafnvel þó að um lokaðan klefa væri að ræða. Lítið varð því úr kaupunum. n Lofið fær Spice, asískur veitingastað- ur við Lyngháls. Þar er hægt að fá góða tveggja til þriggja rétta máltíð á 1.000 krónur í hádeginu. Afgreiðslan tekur örskamma stund og maturinn bragðast undantekningarlaust vel. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía Algengt verð verð á lítra 186,9 kr. verð á lítra 189,9 kr. Skeifunni verð á lítra 188,4 kr. verð á lítra 180,2 kr. Algengt verð verð á lítra 189,9 kr. verð á lítra 181,6 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 185,6 kr. verð á lítra 177,3 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 186,3 kr. verð á lítra 178,1 kr. Algengt verð verð á lítra 189,9 kr. verð á lítra 181,6 kr kr.UmSjóN: LILjA kATRíN gUNNARSDóTTIR liljakatrin@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i 10 þriðjuDAgur 25. ágúst 2009 neytenDur Kostnaður ritfanga fyrir grunnskólanema getur verið frá 3.500 krónum og upp í rúmlega sextán þúsund að sögn Sjafnar Þórðardóttur, formanns Heimilis og skóla. Henni finnst bagalegt að framhaldsskólanemar geti ekki keypt bækur og ritföng vegna kreppunnar og vonar að slíkt hið sama hendi ekki grunnskólabörn. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra leggur áherslu á að framhaldsskólarnir hjálpi og styðji nemendur sína. „Mér finnst náttúrlega bagalegt að ekki allir foreldrar hafi efni á ritföng- um og bókum fyrir börnin sín. Ég tel að félagsþjónustur í hverju sveitarfé- lagi ættu að bregðast við og aðstoða þá sem þurfa á aðstoðinni að halda. Ég vona að ég fái ekki fréttir af því að grunnskólabörn mæti ekki í skólann vegna stöðu foreldra sinna,“ segir Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heim- ilis og skóla. Hún hefur ekki fengið mál beint inn á borð til sín þess efnis að for- eldrar hafi ekki efni á því sem tengist skólanum en hefur orðið vör við það í fjölmiðlum. Einnig hefur hún orð- ið vör við að nemendur tilkynni sig veika í framhaldsskóla vegna bágs efnahagslegs ástands á heimilinu. Gríðarlegur munur Sjöfn nefnir sem dæmi að barn í 6. bekk hafi greitt 3.500 krónur í efn- iskostnað í Mýrarhúsa- skóla en rúmlega sextán þús- und í skóla í Grafarvogi. Er það rúmlega 450 prósenta munur. Sjöfn vill gjarn- an sjá að grunnskólar taki grunnskóla Seltjarnarness sér til fyrirmyndar. „Bókabúðin í sveitarfélaginu tek- ur saman pakka fyrir hvern bekk frá 1. og upp í 6. Allir nemendur fá eins í hverjum árgangi og eru pakkarn- ir frá 3.500 krónum og upp í 6.500 krónur. Ef allar hverfisbókabúð- ir myndu þjónusta skólana og íbú- ana myndi það spara samfélaginu mikla fjármuni. Hverfisbúðin fær þá að lifa, foreldrarnir eru sáttari og auk þess eru nemendurnir allir með eins þannig að það er enginn metingur í gangi. Þetta vekur spurningar hjá mér af hverju verð er ekki sambæri- legt hjá öllum grunnskólum lands- ins,“ segir Sjöfn. „Ég heyrði að barn í skóla í Graf- arvogi hefði fengið lista og það far- ið með móður sinni í búð og uppi hefði staðið yfir sextán þúsund króna reikningur. Það er rosalega mikill munur. Ég vil gjarnan að það verði skoðað og ég veit að við hjá Heim- ili og skóla ætlum að fá að sjá þessa lista og gera þennan samanburð um í hverju munurinn liggur. Það er ósköp sorglegt að heyra að grunn- skólabörn þurfi að eyða fjárhæðum eins og framhaldsskólanemendur fyrir ritföng.“ Ekki kaupa orðabækur Sjöfn segist hafa heyrt um að skól- ar séu að biðja um að börn eigi sér- stakar tegundir af ritföngum, sem oft geta kostað mun meira en ódýr- asta tegundin. Á heimasíðu sumra grunnskóla, til dæmis Húsaskóla, er tekið fram á innkaupalista 10. bekkj- ar að nemendur þurfi að eiga orða- bækur. Sjöfn segir skólana ekki geta farið fram á að nemendur kaupi slík- ar bækur. „Þessar bækur eru yfirleitt til í skólanum og nemendur fá að nota þær sem uppflettirit. Það er ekki hægt að fara fram á það í grunnskóla að þau kaupi þessar bækur en það er náttúrlega hægt að fara fram á það í InnKaupalIStI 1. BEKKJar MýrarhúSaSKóla: 1 stk. Reikningsbókin mín 2 stk. stílabækur A5 1 stk. Sögubókin mín A5 4 stk. plastmöppur m/glærri forsíðu 2 stk. blýantar Faber-Castell 2 stk. límstifti (miðstærð) 1 stk. skæri m/hlíf 1 stk. teygjumappa plast 4 stk. Verkefna- og úrklippubækur (þykkar) Samtals: kr 4.500 allir þurfa að eiga Tréliti, strokleður, yddara, reglustiku, skæri og spilastokk. InnKaupalIStI 5. BEKKJar MýrarhúSaSKóla: 1 pk. línustrikuð blöð A4 4 stk. plastmöppur með glærri forsíðu 1 stk. glósubók án gorma 3 stk. límstifti stór 3 stk. Verkefna- og úrklippubók 1 stk. skriftarpenni filt (F.C.) Samtals: kr. 3.500 allir þurfa að eiga 2 stk. A4 teygjumöppur (plast), 1 stk. hvít mappa með plastvasa á forsíðu (meðalþykk) /(safnmappa) 1 möppu (stóra) og millispjöld f/10. tímaritabox Skrúfblýant, gjarnan með breiðu gúmmígripi og blý. A4 teygjumöppu (plast), vasareikni, tréliti/tússliti, strokleður, yddara, reglustiku, skæri, gráðuboga og spilastokk. gott er að eiga áherslupenna. InnKaupalIStI 10. BEKKJar húSaSKóla: Íslenska: málfræðilykill. 1 stk. A5 stílabók (fyrir þá sem ekki eiga bók fyrir upplestra- ræfingar). 1 stk. A4 stílabók. 1 stk. A4 lausblaðamappa og pappír. Stærðfræði: 2 stk. A4 rúðustrikaðar bækur (ekki gorma). Vasareiknir fyrir framhaldsskóla. gráðubogi. Hringfari, reglustika. Enska: málfræðilykill, póstmappa með teygju, glósubók með miðjulínu. 1 stk. A5 stílabók. Danska: málfræðilykill, 1 stk. glósubók með miðjulínu, 1 stk. A5 stílabók. raungreinar: 2 stk. A4 stílabækur (ekki gorma). Samfélagsfræði: 3 stk. A4 stílabók eða mappa og laus blöð. Lífsleikni: 1 stk. A4 plastmappa með glærri forsíðu og litaðri bakhlið. 1 stk. A5 stílabók. myndmennt: 450% MUNUR Á RITFÖNGUM 2 stk. 2B blýantar. gott strokleður. Heimilisfræði: 1 stk. A4 plastmappa með glærri forsíðu og litaðri bakhlið Bókfærsla: Dagbók, höfuðbók, lausblaðamappa - þunn. Íþróttir og sund: Sundgleraugu, sundfatnaður, innanhússíþróttaskór, stuttbuxur og bolur. Skrautskrift/kortagerð (valgr.): Artline Calligaphy 2.0 og 1.0 svartir. Förðunarfræði mappa með plastvösum, A4. Trélitir, límstifti og góð skæri. auk þess þurfa allir að eiga: Orðabækur: ensk-íslenska/ íslensk- enska og dansk-íslenska/íslensk- danska. Penna, blýanta eða blýpenna og blý, strokleður, yddara, skæri, penna, límstifti, áherslupenna, Skóladagbók fyrir heimanám. „Það er ósköp sorglegt að heyra að grunn- skólabörn þurfi að eyða fjárhæðum eins og framhaldsskóla- nemendur fyrir ritföng.“ Kostnaður sligar heimilin mörg heimili hafa ekki efni á ritföngum og skólabókum sökum efnahagsþrenginga. óskiljanlegur munur Sjöfn ætlar að kanna af hverju gríðarlega mikill munur er á kostnaði vegna ritfanga fyrir grunnskólanema. lIlJa KatrÍn GunnarSdóttIr blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.