Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Blaðsíða 4
4 miðvikudagur 26. ágúst 2009 fréttir Gleymdu að lýsa kröfu Lögmannsstofan ehf., sem sér um meðferð fjögurra millj- arða króna kröfu lífeyrissjóðs- ins Stapa í Straum-Burðarás, gleymdi að lýsa kröfunni innan réttra tímamarka. Nú þarf að leita samþykkis annarra kröfu- hafa til að unnt verði að endur- heimta einhvern hluta þessarar kröfu, annars tapast fjáræðin að öllu leyti. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gær. Fresturinn til að lýsa kröfum í Straum rann út 18. júlí. Sam- kvæmt gjaldþrotalögum þurfa handhafar þriggja fjórðu hluta heildarfjárhæðar almennra krafna að samþykkja kröfu líf- eyrissjóðsins eftir að frestur hef- ur runnið út til að lífeyrissjóður- inn geti endurheimt fjárhæðina að hluta. Alli ríki kominn yfir milljarð Aðalsteinn Jónsson SU 11, sem nefndur er eftir Aðal- steini Jónssyni, fyrrverandi aðaleiganda og stjórnanda Hraðfrystihúss Eskifjarðar sem þekktur var undir heit- inu Alli ríki, er búið að veiða fyrir meira en milljarð króna á fiskveiðiárinu. Aflaverð- mæti skipsins fór yfir millj- arðinn þegar það mætti með fullfermi af frystum síldar- flökum í síðustu viku og hafði þá verið úti í viku. Í frétt á heimasíðu Eskju hf. sem gerir skipið út kemur fram að árangurinn megi að hluta þakka góðri makrílveiði í júní og byrjun júlí en um leið er harmað að makríl- veiðin hafi verið stöðvuð eftir það. Minna fé lagt í lýtaaðgerðir Stjórnvöld hyggjast spara þrjátíu milljónir króna undir lok ársins og 90 milljónir á ársvísu með því að draga úr niðurgreiðsl- um vegna lýtalækninga. Þannig verður hætt að niðurgreiða lýtaaðgerðir vegna rósroða og hert skilyrði fyrir því að ríkið niðurgreiði æðahnútaaðgerðir. Breytingin tekur gildi 1. október með nýrri reglugerð heilbrigðis- ráðherra. Samkvæmt tilkynningu um breytinguna nemur árlegur kostnaður vegna lýtalækninga um 400 milljónum króna á ári og af því greiða Sjúkratryggingar Íslands um 300 milljónir. Meiri umferð og mun hægari Nú þegar framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu eru teknir til starfa að nýju eftir sumar- leyfi má búast við að umferð þyngist á álagstímum. Lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til ökumanna að hafa þetta í huga og gera ráð fyrir að ferðatími, sérstaklega á morgnana milli klukkan átta og níu kunni að lengjast frá því sem verið hefur. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að gott ráð til að komast hjá mestu umferðarös- inni er að leggja fyrr af stað en ella eða síðar eftir atvikum. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að umferðaróhöppum fjölg- ar í september, samanborið við mánuðina þar á undan. Nýja Kaupþing hefur stefnt eigendum Materia Invest vegna persónulegra ábyrgða þeirra: Magnús Ármann fyrir dóm Mál Nýja Kaupþings gegn Kevin Stan- ford, Magnúsi Ármann og Þorsteini M. Jónssyni verður tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur 3. september. Snýst málið um 720 milljóna króna persónulegar ábyrgðir þeirra, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir félagar áttu félagið Materia In- vest sem var einn stærsti hluthafinn í FL Group. Samkvæmt útlánayfirliti Kaupþings sem birt var á wikileaks. org námu skuldir Materia Invest við Kaupþing í september 2008 51 milljón evra eða 9,4 milljörðum ís- lenskra króna miðað við núverandi gengi. Í lánayfirlitinu kemur fram að þessir þrír eigendur Materia Invest væru hver persónulega ábyrgir fyr- ir 2 milljónum evra eða sem nemur samtals 1.100 milljónum króna. Þor- steinn M. Jónsson sagði frá því í sam- tali við Vísi í gær að hann hefði nú þegar samið við Nýja Kaupþing um sínar persónulegu ábyrgðir. „Ég vil ekkert um þetta segja,“ sagði Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaup- þings, þegar DV spurði hann hvort Kevin Stanford og Magnús Ármann hefðu verið búnir að reyna að semja um skuldir sínar við bankann. Hann vildi heldur ekki tjá sig um hvort Þor- steinn M. Jónsson hefði samið um skuldir sínar. DV sagði frá því um miðjan júlí að Magnús Ármann og Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá sérstökum sak- sóknara. Var ástæðan grunur um markaðsmisnotkun þeg- ar einkahlutafélagið Imon, sem Magnús Ármann átti, keypti hlutabréf í Landsbankanum fyrir níu millj- arða króna nokkrum dögum fyrir bankahrun- ið í október 2008. Auk þess- ara mála sagði Stöð2 frá því á mánu- dag að Magnús Ármann og viðskiptafé- lagi hans Sigurður Bollason væru til rannsóknar hjá embætti skatt- rannsóknarstjóra vegna notkunar á erlendum greiðslukortum hér- lendis. Voru kort Magnúsar notuð fyrir um 40 milljónir króna á einu ári. Ríkisskattstjóri vísaði málum 30 einstaklinga til embættis skatt- rannsóknarstjóra. Því er ljóst að mikið mæðir á Magnúsi Ármann þessa dagana en hann flutti nýverið til Bretlands. as@dv.is Upptekinn maður Mál Magnúsar Ármann eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara og embætti skattrannsóknarstjóra og nú hefur Nýja Kaupþing stefnt honum. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar, tók þátt í golfmóti MP banka á Grafarholtsvelli síðastliðinn fimmtudag, auk þess sem hann var við kvöldverðarboð bank- ans síðar um kvöldið. Sigmundur hef- ur verið sakaður um að vera ölvað- ur í ræðustól á Alþingi í umræðum um Icesave-málið síðar sama kvöld, en hann situr í fjárlaganefnd Alþing- is sem fjallar um málið. Á myndbandi af ræðum Sigmundar sést að hann gleymir ítrekað spurningum og verður fyrir frammíköllum stjórnarandstöð- unnar af þeim sökum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks og fyrsti vara- forseti Alþingis, hefur farið fram á að framkoma Sigmundar í ræðustóli þetta kvöld verði rædd í forsætisnefnd Alþingis þegar hún kemur saman næsta fimmtudag. Hellti í sig rauðvíni Í samtali við svæðisútvarp Austur- lands þvertók Sigmundur Ernir fyrir að hann hefði bragðað áfengi áður en hann fór í umræður á Alþingi. Einn gestanna í veislu MP banka um kvöldið segist hins vegar hafa séð Sigmund Erni þar sem hann var orð- inn æði slompaður að sjá. „Ég ber mikla virðingu fyrir Alþingi og alþingismönnum og mér fannst ástand þingmannsins vera allt að því óviðeigandi. Veislan var vegleg og það var boðið upp á hvítvín, rauðvín og bjór. Ég veitti því eftirtekt að þingmað- urinn hellti í sig rauðvíni,“ segir veislu- gesturinn sem að sinni vill ekki láta nafns síns get- ið. Samkvæmt upp- lýsingum sem DV fékk frá veitingasölu GR í Grafarholti var vissulega boðið upp á óáfenga drykki í veislunni, en ekk- ert óáfengt rauð- vín hafi verið í boði þegar blaðamað- ur spurðist sér- staklega fyrir um það. Sigmundur sló um sig Veislugesturinn segir að þrátt fyrir rausnarlegar veitingar hafi varla sést vín á nokkrum manni, nema þing- manninum sem sló dálítið um sig. Meðal annars hafi hann sagt erlend- um gesti að hann væri þekkt sjón- varpsandlit á Íslandi og þingmaður að auki. „Útlendingurinn var upprifinn af því að hitta slíkt stórmenni enda er hann af þjóð sem telur tugmilljónir,“ segir gesturinn. Hann segir að í raun- inni hafi ekkert verið hægt að skamm- ast yfir því þótt þingmaðurinn hafi verið áberandi slompaður í frítíma sínum þótt það hafi óneitanlega vakið athygli annarra gesta. Hins vegar hafi viðhorf hans til þess breyst þeg- ar hann kveikti á sjón- varpinu eftir að hann kom heim til sín. Hefði átt að fara heim „Ég kom heim til mín upp úr klukkan 10 um kvöldið. Þá kveikti ég á Sjónvarpinu og stillti á Alþingi. Mér krossbrá þegar ég sá að Sigmundur Ernir, sem skömmu áður var að hella í sig rauðvíni, var mætt- ur í ræðustól. Fyrsta hugsun mín var hvernig hann hefði komist af Grafarholtinu í þingið. Ég var alveg gáttaður á þessu. Þarna var verið að ræða Icesave, eitt alvarleg- asta mál sem þingið hefur tekist á við, og hann vogar sér að mæta drukk- inn í umræður,“ segir veislugesturinn. Hann segir að eftir að myndbandi með þingmanninum hafi verið dreift hafi hann heyrt frá mörgum veislugesta sem séu hneykslaðir á þingmannin- um. „Hann hefði átt að fara heim eftir veisluna en ekki mæta í þingið. Þetta er óviðeigandi og ég sætti mig ekki við slika framkomu þingmanns,“ segir veislugesturinn sem hafði í framhald- inu samband við Ragnheiði Ríkharðs- dóttur alþingismann til að segja henni sögu sína. Þær upplýsingar fengust frá Ragnheiði Ríkharðsdóttur í gærkvöldi að hún vildi ekki tjá sig nánar um mál- ið við fjölmiðla fyrr en búið væri að taka það fyrir í forsætisnefnd. Veislugesturinn sem DV ræddi við vildi ekki koma fram undir nafni að svo stöddu. Hann sagðist hins veg- ar myndu stíga fram ef „þess gerðist þörf“. Annar veislugestur staðfesti frá- sögn hins fyrri í samtali við DV í gær og sagðist hafa séð Sigmund drekka töluvert magn af rauðvíni. Sigmundur í felum Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Sigmund Erni í gær. Þegar blaða- maður DV bankaði upp á heimili Sig- mundar í Grafarvogi í gærkvöldi kom eiginkona Sigmundar til dyra. Hún svaraði því að Sigmundur væri ekki heima, þrátt fyrir að blaðamaður hafi örskömmu áður séð Sigmund ganga um stofugólfið talandi í síma. Þegar blaðamaður tjáði henni að hann hafi skömmu áður séð Sigmundi bregða fyrir í forstofunni vildi hún ekki kann- ast við það. ritstjorn@dv.is Veislugestir í kvöldverðarboði MP banka segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið hélt þrumuræðu um Icesave-málið í ræðustóli Alþingis. Myndband af undarlegum tilsvörum og einbeitingarskorti Sigmundar á þinginu hefur farið sem eldur um sinu á netinu. Sjálfur sagði Sigmundur í samtali við Ríkisútvarpið að hann hefði ekki drukkið áfengi. „HELLTI Í SIG RAUÐVÍNI“ Sigmundur Ernir Rúnarsson Í samtali við Ríkisútvarpið þvertók þingmaðurinn fyrir að hann hefði smakkað áfengi kvöldið sem hann fór í ræðustól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.