Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Síða 6
6 miðvikudagur 26. ágúst 2009 fréttir Stal frá gjaldkera Þjófnaður á peningum úr gjald- keraskúffu Íslandsbanka í Vest- mannaeyjum var kærður til lög- reglu í síðustu viku. Alls var 180 þúsund krónum stolið en um er að ræða tvo þjófnaði, annars vegar 20. maí og hins vegar 14. ágúst. Sami aðili á hlut að máli í báðum tilvikum og sást þjófnað- urinn á eftirlitsmyndavél bank- ans. Viðkomandi aðili hefur viðurkennt þjófnaðinn og skilað þeim peningum sem hann tók ófrjálsri hendi. Málið er þó enn í rannsókn. Sophia Hansen hefur verið ákærð af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjársvik. Samkvæmt heimildum DV er Sophia ákærð fyrir að hafa haft Sigurð Pétur Harðarson fyrir rangri sök en þung viðurlög eru við broti af því tagi. Sophia var fyrr á þessu ári dæmd til að greiða Sigurði Pétri um 20 milljónir króna vegna vangoldinna skulda. Dómi héraðsdóms hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar. SOPHIA ÁKÆRÐ FYRIR FJÁRSVIK Lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu hefur ákært Sophiu Guðrúnu Hansen fyrir fjársvik, samkvæmt upplýsingum af vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið verður þingfest í Héraðsdómi 9. september. Lögreglan verst fregna af málinu, þar sem það hefur enn ekki verið þingfest. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er Sophia ákærð fyrir að hafa haft Sigurð Pét- ur Harðarson fyrir rangri sök, en hún kærði hann fyrir að hafa fals- að undirskrift hennar og þannig haft af henni fé. Sigurður Pétur neitaði því að hafa falsað undir- skrift Sophiu og var undirskriftin send til rithandarrannsóknar Sta- tens kriminaltekniska laboratori- um í Svíþjóð og bentu niðurstöð- ur þeirrar rannsóknar eindregið til þess að umrædd undirskrift væri ekki gerð af Sigurði Pétri heldur Sophiu sjálfri. Mál Sophiu á hend- ur Sigurði Pétri var því látið niður falla, en niðurstaðan gaf á sama tíma tilefni til þess að höfða op- inbert mál á hendur Sophiu, enda lögbrot að hafa mann fyrir rangri sök. Varðar fangelsi. Í 148. grein almennra hegningar- laga segir að hver, sem með rangri kæru, röngum framburði, rang- færslu eða undanskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar að sak- laus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, skuli sæta fangelsi allt að 10 árum. Við ákvörðun refsingarinnar skal hafa hliðsjón af því hversu þung hegning er lögð við því broti sem sagt er að viðkomandi hafi framið. Ekki náðist í Kristján Stefáns- son, lögmann Sophiu, í gær. Áfrýjar til Hæstaréttar Málið er hins vegar ekki svona klippt og skorið, því Sophia hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykja- víkur frá því í febrúar á þessu ári, þar sem hún var dæmd til að greiða Sigurði Pétri tæpar 20 milljónir króna. Sophia og Sigurður hafa um langt skeið staðið í málaferlum gegn hvort öðru og sér ekki fyrir endann á þeim. Áfrýjun Sophiu var þingfest í Hæstarétti í síðustu viku og skilaði lögmaður Sophiu inn greinargerð vegna áfrýjunarinnar. Ekki ligg- ur fyrir hvenær málið verður flutt í Hæstarétti en lögmaður Sigurð- ar Péturs hefur um það bil mánuð til þess að bregðast við þeim gögn- um sem lögð hafa verið fram. Ekki er búist við því að málið verði flutt í Hæstarétti fyrr en í lok þessa árs eða snemma á næsta ári. Sigurður Pétur var á árum áður nánasti bandamaður Sophiu í bar- áttu hennar um að fá dætur sín- ar Dagbjörtu og Rúnu heim til Ís- lands, en barnsfaðir hennar Halim Al neitaði henni um umgengnis- rétt. Valgeir örn ragnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er Sophia ákærð fyrir að hafa haft Sigurð Pétur Harðarson fyrir rangri sök. Sophia Hansen Tapaði skuldamáli gegn Sigurði Pétri Harðarsyni fyrr á þessu ári. Því hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar, en lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært hana fyrir fjársvik. Mótorhjól og bifreið skullu saman Mótorhjól og bifreið skullu saman á Korpúlfsstaðavegi í Grafarholti á áttunda tíman- um í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni slasaðist enginn alvarlega í atvikinu þótt ekki væri útilokað að vélhjóla- maðurinn hafi orðið fyrir hnjaski. Tildrög slyssins voru óljós. Játaði sprengjugabbið Piltur um tvítugt sem hand- tekinn var í gær í Hafnarfirði í tengslum við sprengjuhótun í Borgarholtsskóla játaði við yf- irheyrslur í dag að hafa hringt inn hótunina. Um gabb var að ræða en pilturinn var í annar- legu ástandi. Pilturinn var hand- tekinn í heimahúsi í Hafnar- firði í gær, eins og áður segir í annarlegu ástandi, og var hann látinn sofa úr sér. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Lögfræðideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ákveður í framhaldinu hvort hann verði ákærður fyrir hótunina. KOMDU Í ÁSKRIFT Hringdu í síma 515 5555 eða sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða farðu inn á www.birtingur.is Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.