Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Síða 8
8 miðvikudagur 26. ágúst 2009 fréttir Framundan er spennandi dagskrá sem hentar þér fullkomlega www.badhusid.is Sá kostur er ræddur að ríkið semji við Magma Energy um eignarhald á HS Orku í krafti yfirráða sinna yfir Íslandsbanka. Íslandsbanki og lífeyrissjóðir eiga nú þegar um 40 prósenta hlut í Geysi Green Energy auk þess sem félagið skuldar bankanum á þriðja tug milljarða króna. Vilji stjórnvalda stendur til þess að semja við Ross Beaty um milljarða fjárfestingar Magma Energy í HS Orku um leið og samkomulag næst um meiri- hlutaeign Íslendinga í orkuvinnslunni. Þjóðnýting geysis green blasir við Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra vill kanna í þaula hvort ekki sé unnt að ná samkomulagi sem allir geti sætt sig við varðandi eignarhald á HS Orku. Kanadíska fyrirtækið Mag- ma Energy sækist eftir að auka hlut sinn í fyrirtækinu til muna með kaup- um á hlut Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðar í HS Orku. Stjórnvöld standa því frammi fyrir því að þjóð- ina sárvantar erlendar fjárfestingar inn í landið um leið og þau óttast yfir- ráð útlendinga yfir auðlindum þjóð- arinnar. Orkuveitu Reykjavíkur er heimilt að eiga 10 prósenta hlut að hámarki í öðru orkufyrirtæki og þarf því að losa sig við allt umfram það eða 6,6 pró- sent að minnsta kosti. Stjórn félagsins hafði hins vegar tekið ákvörðun um að selja allan hlut sinn í HS Orku. Steingrímur kveðst vera til við- ræðu um ýmislegt en vill ekki ræða í smáatriðum hver niðurstaðan varð af fundi hans með Ross Beaty, forstjóra og aðaleiganda Magma Energy, í gærmorgun. „Það má hins vegar vera ljóst hver afstaða mín er til eignar- halds á íslenskum orkufyrirtækjum.“ Beaty ekki til í hvað sem er Orkuveita Reykjavíkur hefur frest til mánaðamóta til að svara tilboði Mag- ma Energy í 16,6 prósenta hlut sinn í HS Orku. Meðal þess sem rætt hef- ur verið er að Rafmagnsveitur ríkis- ins, ríkið, Reykjavíkurborg og jafnvel Hafnfirðingar eignist allir hluta í HS Orku þannig að tryggt verði að orku- fyrirtækið verði í meirihlutaeigu Ís- lendinga. Eftir því sem DV kemst næst mun Ross Beaty ekki hafa litist á þann kost og hótað því að segja skilið við verk- efnið. Enda virðast áform Magma En- ergy og Geysis Green Energy felast í því að eignast sameiginlega HS Orku að fullu með naumri meirihluta- eign GGE. Í kaupunum felast orku- vinnsluréttindi til 65 ára með mögu- legri framlengingu. Engin staða til kaupa Fyrir síðustu helgi var skipaður sér- stakur starfshópur frá þremur ráðu- neytum sem ætlað er að leggja fram tillögur um lausn málsins. Í hópnum eru meðal annarra Kristján Skarp- héðinsson, ráðuneytisstjóri í iðn- aðararráðuneytinu, Einar Karl Har- aldsson frá forsætisráðuneytinu og Guðmundur Árnason, starfandi ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Við starfshópnum blasa tveir kost- ir samkvæmt heimildum DV. Annar þeirra er sá að ríkið jafni tilboð Mag- ma Energy eða yfirbjóði kanadíska félagið varðandi kaupin á samanlagt 32 prósenta hlut OR og Hafnfirðinga í HS Orku. Ólíklegt þykir hins vegar að ríkið geti ráðist í um12 milljarða króna fjárfestingar eins og ástatt er um skuldbindingar ríkissjóðs og gríð- arlega skuldsetningu hans. Þykir lík- legt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði ýmislegt við þennan kost að at- huga jafnvel þótt fyrirheit væru um að Magma gæti aukið hlut sinn síðar upp í 49 prósent. Íslandsbanki leysi til sín GGE? Hinn kosturinn er að Íslandsbanki leysi til sín Geysi Green Energy. Glac- ier Renewable Energy Fund, sem er að verulegu leyti í eigu Íslandsbanka og lífeyrissjóða, á nú þegar 40 pró- senta hlut í GGE. Fjárfestingarfélagið Atorka, sem er í greiðslustöðvun, á 41 prósents hlut í GGE en eigendur At- orku eru afar háðir Íslandsbanka um framtíð félagsins, en bankinn er stór lánveitandi helstu eigenda Atorku. Aðrir hluthafar eru minni; einna stærstur er VGK Invest og tengdir að- ilar með um 10 prósenta hlut. Til viðbótar þessu skuldar GGE Íslandsbanka yfir 20 milljarða króna á sama tíma og verðmæti félagsins hafa rýrnað verulega eftir banka- hrunið. Að öllu samanlögðu er því staða Íslandsbanka gagnvart Geysi Green Energy afar sterk þótt bank- inn hafi lítið beitt sér með beinum hætti varðandi framtíð félagsins. Verði síðari kosturinn fyrir valinu getur ríkið eignast allan hlut GGE í HS Orku. Í krafti þessa gæti ríkið, eða Íslandsbanki, reynt samninga við Magma Energy um nauma meiri- hlutaeign Íslendinga í HS Orku um leið og þjóðin fengi erlendar fjárfest- ingar Magma Energy inn í landið. Mörg tækifæri Ásgeir Margeirsson, stjórnarformað- ur HS Orku og forstjóri GGE, segir að tækifærin blasi við og tvöfalda þurfi umfang félagsins á næstu árum til þess að mæta eftirspurn eftir orku aiðju eða annarra verkefna í ná- grenni orkuveranna. Hann segist enga skoðun hafa á því hvort félagið eigi að vera í meirihlutaeign Íslend- inga; aðalatriðið sé að samkeppnis- reglur séu virtar. „Það hefur ekkert verið rætt um niðurfellingu skulda GGE. Tækifærin bíða og vilji til sam- vinnu við Íslendinga um tækniþekk- ingu á sviði jarðvarmanýtingar víða um heim stendur óhögguð þrátt fyrir bankahrun. Það eina sem við viljum gera er að vinna okkur út úr byl síð- asta vetrar og taka til hendinni,“ seg- ir Ásgeir. Veikur fjárhagur GGE Þótt tækifærin blasi við HS Orku og eigendanna er staða GGE augljós- lega veik sem fyrirtækis á almennum markaði. Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og aðstoðarforstjóri Time Warner fjölmiðlasamsteypunnar, hefur dregið sig út úr GGE. Hann átti 2,6 prósenta hlut í félaginu og var meðal annars stjórnarformaður fram á þetta ár. Bandaríkjamaðurinn Adam Wolf- ensohn, sem einnig tók sæti í stjórn GGE í fyrra fyrir hönd Wolfensohn & Co, var skrifaður fyrir 3,9 prósenta hlut. Það hlutafé hefur ekki bor- ist ennþá. Eyjólfur Árni Rafnsson, núverandi stjórnarformaður GGE, staðfestir að Wolfensohn hafi ekki greitt hlutafé sitt enn og hafi borið við breyttum aðstæðum vegna fjár- málakreppunnar og bankahrunsins á Íslandi. Einu hluthafarnir sem enn standa á eigin fótum - ef svo má segja - er Mannvit /VGK Invest sem eiga um eða rétt innan við 10 prósent í fé- laginu. Að öðru leyti er félagið með beinum eða óbeinum hætti í fangi Ís- landsbanka sem fjallaði meðal ann- ars um málefni GGE á bankaráðs- fundi í gær. Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Það má hins vegar vera ljóst hver afstaða mín er til eignarhalds á íslenskum orkufyrirtækjum.“ „Viljum komast út úr bylnum“ Ásgeir Margeirsson er stjórnarformað- ur HS Orku og forstjóri GGE. Ráðherrar VG Vandi forystu VG er sá að hún vill ekki að auðlindir landsmanna komist í hendur útlendinga á sama tíma og þjóðin þarfnast erlendra fjárfestinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.