Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Side 14
Miðvikudagur 26. ágúst 200914 ÞRAUTAKÓNGUR í hundafimi skór og FYLgIHLUTIr „Tengdamóðir mín gaf mér roð sem ég ákvað að nota í pils á sjálfa mig. Fyrr á þessu ári byrjaði ég síðan að gera fylgi- hluti úr fiskroði og leðri,“ segir Lilja Sig- urðardóttir. Hún hefur alltaf verið lagin í höndunum og byrjaði sem lítil stúlka að sauma á saumavél. Eftir að hún kynntist fiskroði sem efnivið til handavinnu hef- ur hún búið til og selt hárspangir, teygjur, belti og eyrnalokka úr roðinu. Lilja er Hornfirðingur að upplagi en flutti til Egilsstaða upp úr tvítugu og hef- ur búið þar síðustu ár. Fyrr á þessu ári fór hún að selja hönnunina í handverkshús- inu Skemmunni á Egilsstöðum. Með auk- inni eftirspurn kom hún sér upp Face- book-síðu undir heitinu „Fylgihlutir úr fiskroði“ þar sem sjá má myndir á nýjum vörum og verð. Tengdamóðir Lilju keypti roðið, sem var upphafið að öllu saman, í Sjávarleðri hf. á Sauðárkróki. Lilja hefur síðan keypt efniviðinn sinn þar og er nú orðinn stór- viðskiptavinur. Salan hefur gengið vonum framar enda var fiskroðshönnunin fyrst aðeins til heimabrúks. Lilja er sem stendur í fæðingarorlofi og nýtir hverja þeirra fáu lausu stunda sem hún hefur til að vinna úr roðinu. Hún hefur þegar búið til seðlaveski úr roði og hyggur á sölu á þeim þegar lengra líður, auk þess sem hún hefur hug á að sauma töskur, púðaver og aðra stærri hluti. Hægt er að hafa samband við Lilju í gegnum netfang lilsig@visir.is og sendir hún hvert á land sem er. erla@dv.is DV0908253516.jpg DV0908251570.jpg DV0908259271.jpg Lilja Sigurðardóttir er óvænt komin í útgerð á eigin handverki úr fiskroði: Fylgihlutir úr fiskroði Spöng Hárspöng úr þorskroði og laxaroði. Teygja Hárteygja úr laxaroði og leðri. Lokkar Eyrnalokkar úr laxableiku þorskroði. Héðinn Hendriksson selur skó og fatnað á netinu ásamt mági sín- um Sabri Kitmitto. Skóna selja þeir á vefsíðunni skonet.is og fötin fást á fabulous.is. Þeir byrjuðu að selja föt á fabulous.is í janúar á þessu ári og hófu síðan að selja skó á skonet. is í þessari viku. „Þegar við stofnuð- um fyrirtækið var þetta reyndar ekki það sem við ætluðum í fyrstu. Okk- ur langaði að opna vefverslun sem myndi bjóða vörur á viðráðanlegu verði,“ segir Héðinn. Viðtökurnar hafa að hans sögn verið mjög góðar og hafa Íslendingar verið duglegir að kaupa hjá þeim föt á netinu. „Fólki líst einfaldlega mjög vel á að geta keypt sér vörur á góðu verði. Markmið okkar er að berjast gegn óhóflega dýrum verslunum og bjóða vörur á því verði sem við telj- um sanngjarnt,“ segir hann. Vonast hann til þess að fólk verði jafnduglegt að nýta sér nýju vefsíðuna sem mun eingöngu selja skó. Allar vörurnar sem þeir bjóða upp á koma frá birgjum í Evrópu. Héðinn segir að mark- hópur fatasíð- unnar sé kon- ur og þá frekar yngri kynslóð- in. „Með skó- síðunni viljum við hins veg- ar reyna að þjónusta alla, bæði konur, karla og einn- ig börn,“ segir hann. Aðspurður hvort það sé ekki óvenju- legt að tveir karlmenn séu að selja kven- fatnað og skó segist Héð- inn fá þessa spurningu nánast dag- lega. „Það finnst það mörgum skrýt- ið en flestum finnst það í góðu lagi. Við veljum allt sjálfir bæði skóna og fötin og mér finnst þetta bara frekar skemmtilegt,“ segir hann hlæjandi. Þeir hafa báðir verið í fullri vinnu meðfram netsölunni. Héðinn hef- ur verið í tölvubransanum í mörg ár en Sabri er múrari. Héðinn segist þó vera að hætta í sínu starfi til þess að einbeita sér að netsölunni. „Það er framtíðarvonin hjá okkur að geta starfað alfarið við þetta,“ segir hann. Varðandi lagerhúsnæði segir Héðinn að þeir séu að flytja í nýtt húsnæði í Kópavogi þar sem hægt verður að máta föt en skósalan muni áfram fara alfarið fram á netinu. „Það er ekkert mál fyrir viðskiptavini að senda vör- ur til baka, skipta um stærðir á fatn- aði eða skóm svo lengi sem vörurnar eru ónotaðar,“ segir Héðinn að lokum og hvetur fólk til þess að vera áfram óhrætt við að versla á netinu. as@dv.is Héðinn Hendriksson og Sabri Kitmotto selja föt á vefsíðunni fabulous.is og skó á skonet.is. Þeir stofnuðu fyrirtæki um áramótin og voru ekki ákveðnir hvað þeir ætluðu að selja en markmiðið var þó að selja vörur á netinu á sanngjörnu verði. Íslendingar hafa tekið fatasíðunni vel og bættu þeir skósíðunni við en hún var opnuð í byrjun vikunnar. SeljA SKÓ eTInU Góðar viðtökur Héðinn Hendriksson segir að Íslending-ar hafi verið duglegir að kaupa föt á vefsíðunni fabulous.is og því hafi þeir ákveðið að bæta vefsíðunni skonet.is sem selur eingöngu skó. mynd RóbeRT ReyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.