Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 11
Borist hefur fyrirspurn frá kaupanda gallaðrar fasteignar um það hvort hann megi halda eftir hluta af kaupverðinu til trygg- ingar gallakröfu sinni. Og ef svo er hversu miklu hann megi halda eftir og hvort það hafi einhverja áhættu í för með sér. má halda eftir greiðslu? sigurður helgi guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is neytendur 8. september 2009 Þriðjudagur 11 Í fasteignakaupum er oftast umsamið að kaupverðið greiðist í nokkrum greiðslum. Algengt er að kaupandi hafi aðeins greitt hluta þess þeg- ar hann fær eign afhenta. Eftir af- hendingu getur kaupandi orðið þess áskynja að ástand eignarinnar sé verra en kaupsamningur eða lagafyr- irmæli kveða á um. Stöðvunarréttur kaupanda í slíkum tilvikum er lög- festur og byggist á gagnkvæmissjón- armiðum. Þegar framlagi seljanda, hinni seldu eign, er áfátt hefur það áhrif á skyldu kaupanda til að greiða fullt kaupverð. Í fasteignakaupalögun- um frá 2002 er mælt fyrir um heimild kaupanda til að halda eftir greiðslu til að tryggja kröfur sínar vegna galla. Samkvæmt fasteignakaupalögum ber að hafa þrennt í huga varðandi stöðv- unarréttinn: Í fyrsta lagi þarf krafa kaupanda að vera réttmæt. Í öðru lagi er stöðvun greiðslu á hans hættu. Í þriðja lagi má ekki halda of miklu eft- ir. Skilyrði stöðvunarréttar Í stöðvunarrétti felst heimild til að halda eftir svo miklu af kaupverði sem svarar til áætlaðra skaðabóta eða af- sláttar vegna galla sem kaupandi tel- ur vera á eign. Skilyrði fyrir beitingu stöðvunarréttar er því að samhengi sé á milli þess sem kaupandi heldur eftir af kaupverði og áætlaðrar gallakröfu. Kaupandi sem beitir stöðvunarrétti verður að meta það sjálfur hversu langt hann má ganga. Grundvallarat- riði er að sá sem beitir stöðvunarrétti gerir það á eigin ábyrgð og áhættu. Gangi kaupandi of langt er um van- efnd af hans hálfu að ræða og get- ur hann þá þurft að greiða seljanda dráttarvexti og innheimtukostnað af því sem umfram er eða þurft að sæta riftun samnings af hálfu seljanda. Sönnun um galla og fjárhæðir Kaupandi þarf yfirleitt að afla traustra gagna frá fagmönnum rétti sínum til stuðnings, til dæmis fyrsta kastið matsgerðar verkfræðings eða bygg- ingarmeistara á orsökum galla og kostnaði við úrbætur. Kostnaður vegna slíkra sönnunargagna fellur undir stöðvunarréttinn. Á síðari stig- um er svo oft nauðsynlegt að styrkja sönnunarstöðuna og fá mat dóm- kvadds matsmanns. Þvingunarúrræði og tryggingarráðstöfun Þótt skilyrði séu fyrir stöðvunarrétti er kaupanda heimilt en aldrei skylt að beita honum. Tilgangur stöðvun- arréttar er einkum tvíþættur. Í fyrsta lagi felst í honum ákveðin þvingun (þvingunarúrræði) gagnvart selj- anda um að hann efni skyldur sínar og bæti úr göllum. Það reynir oftast á stöðvunarréttinn og úrbætur þegar um nýbyggingar er að tefla. Bæti selj- andi úr göllum fellur stöðvunarrétt- ur kaupanda niður og skyldur hans samkvæmt samningi taka við. Í öðru lagi er stöðvunarrétturinn tryggingar- úrræði ef kaupandi hyggst rifta kaup- unum eða þegar fjárhagur seljanda er bágur. Vafi um kröfu og fjárhæðir Ef kaupandi er í vafa um gallakröfu sína og hann óttast gagnaðgerðir seljanda getur hann einfaldlega val- ið þá leið að nýta sér ekki stöðvunar- rétt sinn. Hann greiðir þá kaupverðið með skilum á umsömdum gjalddög- um. Telji kaupandi samt sem áður ekki útilokað að hann eigi gallakröfu ber honum að tilkynna seljanda það með sannanlegum hætti, annars er hætta á að krafa hans glatist sökum tómlætis vilji hann bera gallana fyrir sig síðar. Kaupanda er því, til dæmis við útgáfu afsals, nauðsynlegt að til- kynna seljanda að hann áskilji sér rétt til að sækja rétt sinn vegna tiltekinna galla . Sönnunaraðstaðan Á meðan kaupandi heldur eftir hluta kaupverðsins á grundvelli stöðvunar- réttar vegna galla er ekki unnt að ljúka viðskiptum aðila sem lýkur að jafnaði ekki fyrr en við afsalsgerð. Náist ekki samkomulag um bætur er einsýnt að málið ratar fyrir dómstóla. Þegar í það stefnir er brýnt fyr- ir kaupanda að gá að sér. Krafa selj- anda er skýr og klár samningskrafa og fyrirfram sterkari en umdeild og óljós gallakrafa kaupanda. Seljandi þarf ekki að sanna sína kröfu, hann þarf aðeins að benda á samninginn. Kaupandi þarf hins vegar að sanna sína kröfu, bæði tilvist hennar og fjár- hæð. Sönnunargögn Á fyrstu stigum getur kaupanda verið nóg að afla faglegra sönnunargagna utan réttar en þegar á hólminn er komið fyrir dómstólum þarf hann yf- irleitt alltaf sterkari gögn í farteskinu, það er mat dómkvadds matsmanns. Hvor aðila getur tekið frumkvæðið í því að fara með málið fyrir dómstóla. Seljandi getur höfðað má til heimtu vangoldins kaupverðs sem kaupandi mætir með gallakröfu sinni. Dómsmál Kaupandi getur líka orðið fyrri til og höfðað gallamál. Algengara er þó að seljandi ríði á vaðið. Í slíku máli er kaupanda rétt að hafa uppi gagnkröfu vegna galla. Dómstóll sker þá úr um hvort kaupandi hafi beitt stöðvunar- réttinum innan þeirra marka sem lög setja. Komist dómstóll að þeirri nið- urstöðu að gallakrafa kaupanda sé jafnhá eða hærri en sú fjárhæð sem haldið er eftir er ljóst að hann hélt greiðslu réttilega eftir og þarf því ekki að greiða eftirstöðvar kaupverðsins eða dráttarvexti. Komi hins vegar í ljós að gallakrafa kaupanda var lægri en sú fjárhæð sem haldið var eftir er kaupandi dæmdur til að greiða selj- andanum mismuninn ásamt drátt- arvöxtum. Áhættusamt og vandmeðfarið úrræði Hafi kaupandi farið glannalega að og stórlega ofmetið kröfu sína og haldið óhæfilega miklu eftir kann riftunar- krafa seljanda að ná fram að ganga. Það er því miður nokkuð algengt að kaupendur brenni sig og fari flatt á stöðvunarréttinum með því að of- meta rétt sinn, galla og fjárhæðir og halda greiðslum eftir án þess að lagaskilyrði séu fyrir hendi. Er rétt að hvetja kaupendur til varfærni í að beita stöðvunarréttinum og að afla sér góðrar ráðgjafar og vissu fyrir því að öll skilyrði séu fyrir hendi. Vafasamir samningar Ef kaupandi verður var við að ástand fasteignar er verra en kaupsamningur eða lög kveða á um getur hann farið fram á að kaupin verði stöðvuð. Nýbyggingar Oftast reynir á stöðvunarrétt í fasteignakaupum þegar um nýbyggingar er að ræða. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 - Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is GenGisfall í sePTeMBeR Allar pizzur á matseðli 1.500 kr miðað við sóttar pizzur 568-6868 Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. Það borgar sig að auglýsa í DV! ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.