Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 14
Svarthöfði er sleginn yfir pistli Björgvins G. Sigurðssonar þingmanns um nafnlausar ásakanir í hans garð á netinu. Svarthöfði hefði nefnilega aldrei trúað því að einhver tæki mark á þessu rugli, hvað þá háttvirtur alþingismaður. Björgvin segir að ekki sé til meira óréttlæti en mannorð-sníð. Nú vill svo til að tiltekn-ir aðilar hafa gjörsamlega rústað fjárhag tugþúsunda saklausra Íslendinga með gagnrýnisleysi og vítaverðu gáleysi, en það óréttlæti er ekki í forgangi hjá viðskiptaráð- herranum fyrrverandi. Nei, hann vill hreinsanir á vefnum í forgang. Þeir sem tjá sig ómaklega og nafnlaust eiga að vera dregnir upp á yfirborðið og látnir mæta dómara sínum. Eða í það minnsta eigi að refsa þeim sem settu upp vefsíðuna, þar sem einhver rugl- aði. Björgvin ætlar að „beita sér af öllu afli“ til að breyta lögum um ærumeið- ingar, sem allra hraðast. Ólíkt því sem Björgvin kann að telja eru stærstu vanda-mál þjóðarinnar ekki þau að nafnleysingi hafi náð að skrifa rugl á netsíðuna ER.is, sem er spjallvettvangur mæðrasíðunn- ar Barnalands, um ímyndað fyllerí hans og framhjáhald. Vandinn er sá að meðan hann var viðskiptaráðherra hrundu þrír stærstu bankar landsins fyrirvaralaust, og krónan sökk niður á botn. Ríkisstjórn hans hafði búið þannig um hnútana að almenning- ur sökk með og margir berjast nú við að ná andanum. Innan tveggja ára munu 40% Íslendinga skulda meira í húsnæði sínu en þeir eiga. Ríkisstjórn- in hefur ekkert gert fyrir þetta fólk. En Björgvin ætlar að beita öllu sínu afli í að stoppa húsmæðurnar sem slúðra á Barnalandi. Áttum okkur strax á því að ef yfirvöldum verður gert kleift að refsa nafnlausum bloggurum munu þau fara gegn fleirum en þörf er á. Ef lög verða sett gegn nafnlausu rugli munu lögin verða notuð gegn öllu nafnlausu á netinu. Það væri verra, því einhverjar mikilvægustu uppljóstranir sem upp koma í samfélögum koma oft sem nafnlausar heimildir, jafnvel í athuga- semdum á netinu. Netið endurspeglar mann-lífið. Nafnlausir bloggarar eru ekkert betri en fólk er almennt. Í samfélagi okkar leynast leiðindapúkar og rógberar - en stundum - stórmerkilegir uppljóstrar- ar. Það sem Björgvin vill gera er hins vegar að beygja frjálsar umræður á netinu undir vald yfirvalda. Þá verður af sem áður var, að fólk geti tjáð sig jafnfrjálst á netinu og í raunheimum. Til að öðlast fullnaðarsigur gæti Björgvin í framhaldinu krafist þess að upptökubún-aði verði komið fyrir við alla heita potta landsins, svo yfirvöld geti fylgst með því hvort þar sé dylgjað. Þá mætti draga rógberana glóðvolga upp úr pottinum og færa þá fyrir dómara, eða sundlaugarstjórana, sem bera ábyrgð á þeim vettvangi sem rógber- inn nýtti sér. Það er nefnilega bara stigs-munur á nafnlausum, rakalausum fullyrðingum á netinu og í heita pottinum. Munurinn felst í því að fleiri komast í fullyrðingarnar á netinu. Hins veg- ar eru hvorki fleiri né færri sem taka mark á þeim. Svarthöfði hefur ímugust á sumu þvaðrinu sem fer fram nafnlaust. Jafnframt hefur hann rekist á ófáar athuga- semdirnar þar sem gífurlega mikil- vægar upplýsingar hafa komið fram. Í fyrstu líða upplýsingarnar fyrir nafnleysið. En slíkar fullyrðingar geta reynst vera réttar eftir nánari skoðun og þær geta ljóstrað upp um skandala valdamanna, sem aldrei hefði verið svipt hulunni af án nafnleysis. Auðvitað eru uppljóstranir einskis nýtar fyrir þá sem eru við völd í samfélaginu. Slíkar uppljóstranir snúa nefnilega yfirleitt að þeim. Nauðsynin fyrir nafnlausar athugasemdir á netinu er meiri á Íslandi en ann-ars staðar. Hér á landi er til siðs að valdaklíkur útiloki fólk frá atvinnumarkaði ef það segir svo sem eitt styggðaryrði um stórmennin sem halda um taumana. Þetta er land mannfæðar, krosseignatengsla og klíkuskapar. Þegar allt kemur til alls missir fólk trúna á þeim fjölmiðl-um sem birta gagnrýnislaust nafnlausar ásakanir. Þannig hefur farið fyrir Eyjunni, sem hefur fengið viðurnefnið „rotþró netsins“ vegna þess að stærstur hluti þess skrif- aða efnis sem birtist á síðunni er nafn- lausar athugasemdir. En viti menn, fólk er ekki svo vitlaust að gleypa það sem kemur þar fram. Sá sem hins vegar trúir því upp á þjóðina að hún svelgi í sig úr rotþrónni af bestu lyst ætti að endurskoða viðhorf sitt gagn- vart fólkinu í landinu. Fólk er ekki fífl. Hreinsanir Björgvins Spurningin „Já, mér finnst þetta frumleg hugmynd. Hún væri þá dálítið öðruvísi en hinar stytturnar í bænum því hann var eiginlega andhetja hann Helgi,“ segir Guðjón Friðriksson, sagn- fræðingur og einn helsti sérfræðingur okkar um sögu Reykjavíkur og styttur bæjarins. Stofnuð hefur verið sérstök síða á Fésbókinni þar sem 7000 manns hafa lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að reisa styttu af Helga Hóseassyni. er við Hæfi að reisa Helga styttu? Sandkorn n Meðal þess sem hæst ber á komandi jólabókavertíð er lífs- saga Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem Páll Valsson skrásetur. Vigdís er örugglega virtasti núlif- andi Íslend- ingurinn. Kjör hennar sem forseta markaði tímamót þar sem kona var í fyrsta sinn kjörin til þess embættis. Og hún var lítt umdeild þann tíma sem hún sat á Bessastöðum. Nú er einungis spurningin sú hversu einlæg hún er í frásögn sinni og tilbúin til að fjalla um málin á persónulegum nótum. n Tryggvi Þór Herbertsson al- þingismaður liggur fremur lágt í umræðunni. Hann klagaði meðbloggara sinn á Eyjunni, Teit Atlason, til ritstjóra fyrir orðbragð í sinn garð en einnig nafnlausu gungurn- ar. Teiti hafði orðið það á að kalla þing- manninn vindhana. Með þessu hefur Tryggvi líklega viljað kalla fram samúð líkt og Björgvin G. Sigurðsson fær vegna rógs í hans garð um drykkju- skap og framhjáhald. Tryggvi er kúlulánaþegi og þáði milljónir fyrir hvítþvottarskýrslu um efna- hagsástandið á Íslandi fyrir hrun. Flestir virðast á því máli að hann verði að þola glósur Teits. n En þótt Tryggvi Þór Herberts- son krefjist uppreisnar í sam- skiptum við Teit Atlason ofur- bloggara er enga iðrun að finna hjá þessum fyrrverandi guðfræði- nema sem reiknar með að verða dreginn fyrir dómstóla. „Innan- búðarmaður í Sjálfstæðisflokkn- um sagði mér að ég verði senni- lega kærður...,“ bloggar Teitur og tekur síðan af skarið með að hann muni halda sínu striki. „Ég veit satt best að segja ekkert hvað ég geri í þessu klögumáli Tryggva. - Ég ætla a.m.k. ekki að gera ekki neitt.“ n Meðal gesta í Silfri Egils um helgina var Illugi Gunnarsson alþingismaður. Bloggarinn Jónas Kristjánsson nefnir innkomu þingmannsins í umræðuna í færslu þar sem hann heggur eftir því að Illugi nefndi að í byrjun febrú- ar hefði verið góður tími til aðgerða. „Þá féll einmitt ríkisstjórn- in, sem Ill- ugi studdi. Gaf hún sér þó áður tíma til að draga sjóð níu að landi á kostnað skattgreiðenda. Alltaf er gaman að sjá menn, sem hafa strikað yfir fortíð sína. Svo taumlaust, að þeir muna ekkert fyrir 1. febrúar. Af- neitun fortíðar er alger,“ bloggaði Jónas. LyngHáLS 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ef fyrstu kynni eru eitthvað mislukkuð getur tekið langan tíma að breyta skoðun fólks á okkur.“ n  Sirrý er með námskeið og fyrirlestra fyrir fólk  sem vill efla sig og sækja fram. Hún veit hvað hún  syngur. - pressan.is „Hún er fyrir pöpulinn. Fyrir bolinn.“ n  Lögfræðingurinn, söngvarinn, uppistandarinn,  og nú ljóðskáldið Bergur Ebbi Benediktsson  gefur út ljóðabók sem er fyrir alla. Bolinn.   - Fréttablaðið „Ég hef alla tíð frá því ég var krakki haft mikinn áhuga á pólitík og stjórn- málum – það þótti stund- um afbrigðilegt.“ n  Alþingismaðurinn og rokkarinn Björn Valur Gíslason í helgarviðtali. - DV „Ég er nú ekki eins róttæk- ur og flutningsmenn þessarar tillögu eru.“ n  Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra um  þá hugmynd að taka tóbak úr almennri sölu á  Íslandi sem forvarnaraðgerð. - DV.is „Ég held að þetta hafi verið besti landsleikur okkar allra í langan tíma.“ n  Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson var ánægður með leik  íslenska landsliðsins í fótbolta eftir  jafnteflisleikinn gegn Noregi.   - Morgunblaðið Aumingjaskapur Leiðari Sú staða er ótrúleg að hrunamenn dómskerfisins skuli eyða dýrmæt-um tíma og orku í að hundelta blaðamenn í tengslum við upplýs- ingaleka úr bankakerfinu. Fjölmiðlar hafa á undaförnum misserum vitnað í þau gögn úr myrkviðum bankakerfisins sem þeim hafa borist. Það er gert í því ljósi að slíkt kunni að varpa ljósi á hrunið. Hluti af lánabók Kaupþings frá árinu 2006 barst ritstjórn DV í sumar. Þar mátti sjá svart á hvítu hvernig bankinn krosslánaði eigendum sínum. Þá sést að samráð var milli bankanna um að stærstu eigendur lánuðu hver öðrum. Þess var vandlega gætt af hálfu DV að birta ekki upplýsingar um einstaklinga eða fyrirtæki sem voru í hefðbundnum, eðlilegum við- skiptum. Annar hluti lánabókar Kaupþings birtist á heimasíðunni Wikileaks.org. Úr- val þeirra upplýsinga sem þar var að finna birtist í flestum fjölmiðlum. Þarna voru slá- andi tölur um það hvernig Kaupþingsmenn höfðu fyrirhyggjulaust ausið út fé í tengd fyrirtæki. Fleiri mál tengd uppljóstrunum úr Glitni hafa haldið vöku fyrir liðleskjum kerfisins. Svo er að sjá sem Fjármálaeftirlitið telji nauðsynlegast að elta uppi þá fjölmiðla- menn sem hafa það eitt til saka unnið að upplýsa þjóðina um það sem gerðist í bak- herbergjum bankanna. Það sætir furðu að sú auma stofnun sem flaut sofandi að feigð- arósi í aðdraganda hrunsins og sinnti eng- um viðvörunarljósum skuli vera upptek- in af að viðhalda leynd og setja undir leka. Einhverjir höfðu bundið vonir við að Gunn- ar Andersen, nýr forstjóri FME, myndi færa með sér ferska vinda inn í trénaða stofnun- ina. Annað er að koma á daginn. Nýi for- stjórinn heldur að hlutverk hans sé að þagga niður í þeim sem varpa ljósi á orsakir hruns- ins. Heldur virkilega einhver Íslendingur að réttlætið felist í því að fá blaðamenn dæmda fyrir að sinna skyldu sinni? Aumingjaskap- urinn er algjör. Með réttu ætti Fjármálaeft- irlitið að berjast fyrir því að lánabækur allra bankanna frá því fyrir hrun verði opnað- ar almenningi. Þær koma hverjum einasta landsmanni við. Allir Íslendingar eru nú að taka á sig álögur vegna þess að bankarnir fóru offari á meðan eftirlitið svaf. Hér með er lýst eftir lánabók Landsbankans til opin- berrar birtingar. reynir traustason ritstjóri skrifar. Hér með er lýst eftir lánabók Landsbankans bókStafLega 14 þriðjudaGur 8. september 2009 umræða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.