Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 13
fréttir 8. september 2009 þriðjudagur 13
NAGLASKÓLI
Hafnargötu 34, 230 RNB
S: 421 1441 www.fame.is
Minnum á Naglaskóla Fame,
sem hefst 15. sept. nk.
Frábær leið til að afla aukatekna.
Kennari er Arna Björk Bjarnadóttir, margfaldur
Íslandsmeistari, með yfir 10 ára reynslu.
Enn eru nokkur pláss laus.
Bjóðum upp á visa- og eurokortalán
ATH: Stéttafélögin taka þátt í námskeiðiskostnaði
Blaðakonan Lubna Ahmed Hussein slapp við 40 vandarhögg þegar hún var fundin sek um lögbrot. Hún
hafði brotið það af sér að klæðast ósæmilega, hún var í buxum. Hún gefur lítið fyrir þau lög sem banna
henni slíkan klæðaburð og mætti í buxum í dómsal.
Sek um að klæðaSt buxum
Lubna Ahmed Hussein, súdönsk
kona sem ákærð var fyrir ósæmileg-
an klæðaburð, mun sleppa betur en
á horfðist í upphafi. Lubna Hussein
var handtekin í júlí ásamt tólf öðrum
konum sem íklæddust buxum, sem
telst saknæmt samkvæmt 152. grein
refsilöggjafar landsins. Lubna sem er
blaðakona var fundin sek samkvæmt
súdönskum lögum og dómstóll í Kart-
úm dæmdi hana til að greiða sem
svarar til um 25 þúsunda króna í sekt
eða sæta mánaðar fangelsisvistar ella.
Lubna Ahmed Hussein hefði getað
verið dæmd til að þola allt að fjöru-
tíu vandarhöggum samkvæmt áður-
nefndri grein refsilöggjafarinnar.
Stóð föst á sínu
Nokkuð ljóst er að Lubna hefur ekki
ætlað sér að sýna nokkurn bilbug, því
hún sagði starfi sínu hjá Sameinuðu
þjóðunum lausu, en það hefði getað
veitt henni friðhelgi og lýsti vilja til
þess að réttarhöldin yfir henni yrðu
prófmál fyrir réttindi kvenna.
Áður en dómur var kveðinn upp
hafði lögregla handtekið að minnsta
kosti fjörutíu mótmælendur, suma
hverja kvenmenn klædda buxum,
en mótmælendum var síðan sleppt
gegn tryggingu.
Að sögn fréttaritara BBC, �ames
Copnall sem var fyrir utan dómhús-
ið í Kartúm, urðu mótmælendur fyr-
ir barðinu á íslamistum sem rifu í
tætlur mótmælaspjöld. Fréttaritari
BBC sagði að nærvera sendifulltrúa
og mannréttindasinna innan veggja
dómhússins gæfi til kynna að litið
væri á réttarhöldin yfir Lubnu sem
prófmál í réttindum kvenna í Súdan.
Í frétt BBC segir að enn sé á huldu
hvort Lubna hyggist greiða sektina
eða fara í fangelsi, en leiddar eru að
því líkur að hún hafi í það minnsta
ekki hugsað sér að greiða sektina
upphaflega, en lögfræðingar hennar
reyni að telja henni hughvarf.
Hélt uppi andófi
Lubna Ahmed Hussein hélt því fram
við réttarhöldin að hún hefði ekk-
ert brotið af sér og mætti í dómhús-
ið íklædd svipuðum buxum og hún
klæddist þegar hún var handtekin.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International báðu á föstudaginn yf-
irvöld í Súdan að fella niður kærur
á hendur Lubnu og afnema lög sem
réttlæta hýðingu sem refsingu fyrir
að klæðast „ósæmilega“.
Sjálf skrifaði Lubna Ahmed Huss-
ein dálk sem birtist í dagblaðinu The
Guardian á föstudaginn þar sem hún
sagði meðal annars: „Þegar ég hugsa
um réttarhöldin yfir mér þá bið ég
þess að dætur mínar muni aldrei lifa
í ótta við lögregluna... Við verðum
fyrst örugg þegar lögin vernda okkur
og þessi lög verða felld úr gildi.“
KoLbeinn þorSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„Þegar ég hugsa um
réttarhöldin yfir mér þá
bið ég þess að dætur
mínar muni aldrei lifa í
ótta við þessa
reglugerð.“
Lubna Ahmed Hussein, fyrir miðju, yfirgefur dómhúsið Lubna vildi að réttað yrði í máli hennar og að um prófmál yrði að ræða.