Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Síða 17
Hverjir fara í 2. deild? Í kvöld fara fram seinni undanúrslitaleikir í úrslitakeppni þriðju deildar en sigurvegarar úr þeim rimmum leika í 2. deild að ári. Aðeins eitt „alvöru“ félag á möguleika á því – það er að segja félag með yngri flokka starf – en það er Völsungur frá Húsavík. Völsungur tekur á móti Hvíta riddaranum á heimavelli eftir 1-1 jafntefli í Mosfellsbæ. Hvíti riddarinn er varalið Aftureldingar sem féll niður í 2. deild í síðustu viku og gæti því aðalliðið og varaliðið leikið í sömu deild að ári. Í hinum leiknum takast á hálfgert varalið KR, Knattspyrnufélag Vesturbæjar eða KV, og op- inbert varalið HK, Ýmir. Kópavogsbúarnir höfðu sigur í fyrri leiknum á heimavelli, 1-0, en seinni leikurinn fer fram í kvöld á gervigrasi KR-inga, heimavelli KV sem þeir kalla KV-park. Englandsmeistarar Manchester Un- ited hafa svarað ásökunum franska liðsins Le Havre með harðorðu bréfi eftir að síðarnefnda liðið hættir ekki þeim ásökunum að Man. United hafi lokkað til sín táning frá þeim á ólöglegan hátt. Forsvarsmenn Le Havre stigu fram í dagsljósið eft- ir að Chelsea var bannað að kaupa leikmenn í eitt ár fyrir að láta táning frá Lens rifta samningi sínum til að ganga í raðir akademíu sinnar. Segja menn hjá Le Havre að Manchester United hafi boðið for- eldrum táningsins Pauls Pogba peningagreiðslur og hús til að búa í svo hann myndi ganga í raðir Englandsmeistaranna. En United- menn svöruðu ásökunum Frakk- anna í gær með yfirlýsingu þar sem stendur: „Manchester Unietd hef- ur í dag skrifað Le Havre AC bréf þar sem stendur að tekið verður til aðgerða gegn liðinu hætti það ekki opinberum ásökunum um að félag- ið hafi lokkað til sín Paul Pogba á ólöglegan máta.“ Nú þegar eins og áður segir hef- ur Chelsea verið sett í bann fyrir að láta annan Frakka, Gael Kakuta, rifta samningi sínum við franska liðið Lens til að ganga í raðir Chel- sea. Fær Chelsea ekki að kaupa leik- menn í heilt ár og hafa bæði leik- maðurinn og Chelsea verið sektað fyrir athæfið. tomas@dv.is Manchester United sendir Le Havre tóninn: Hart mætir Hörðu Crewe kvartar Forsvarsmenn enska knattspyrnu- liðsins Crewe Alexandra sem Guðjón Þórðarson stýrir hafa sent kvörtun til enska knattspyrnusambandsins vegna ónefnds félags úr úrvalsdeild- inni. Segja menn hjá Crewe að umrætt félag hafi reynt að nappa af þeim 15 ára pilti á ólöglegan máta. Dario Gradi, yfirmaður knattspyrnu- mála hjá liðinu og fyrrum þjálfari þess til 24 ára, sagði við breska blaðið Daily Express að pilturinn hefði tilkynnt skyndilega að hann vildi komast strax í burtu til að ganga til liðs við stórt félag. „Þetta er einfalt, stóru félögin eru að stela leikmönnum annarra. Hvað verður um fjárhag félaganna sem missa menn á þennan hátt?“ spyr Gradi. Getur ekki beðið Ítalski ökuþórinn Giancarlo Fisichella segir að það verði stór stund fyrir sig og sína þegar hann sest upp í Ferrari- bílinn í fyrsta skipti um helgina. Fisichella náði frábærum árangri með Force India-liðinu í Belgíu í síðustu viku en stökk á tækifærið þegar Ferrari kallaði eftir þá keppni. Það verður auðvitað draumur fyrir þennan 36 ára Ítala að keppa með Ferrari á heimabraut liðsins og heimabraut sinni, Monza, um næstu helgi. „Ég var eiginlega búinn að gefa Ferrari-drauminn upp á bátinn. En í staðinn er ég að fara aka fyrir stærsta liðið, mitt uppáhaldslið, á minni heimabraut. Það gerist ekki betra en það,“ segir Fisichella. UMSjón: tóMAS ÞóR ÞóRðARSon, tomas@dv.is sport 8. september 2009 þriðjudaGur 17           Reiðir United-mönnum líka ekki ásakanir Le Havre. mynd Getty ImaGes Pepsi-deild kvenna fer aftur af stað í kvöld eftir frí vegna lokakeppni Evrópumótsins. Stærsti leikur kvöldins, og kannski stærsti leikur ársins, fer fram á Stjörnuvelli þar sem Valskonur fara í heimsókn til Stjörnunnar. Valur getur farið ansi langt með að tryggja sér titilinn með sigri. Þjálfarar beggja liða eru sammála um gildi leiksins. „Ég er nokkuð viss um að þær ein- beiti sér allar að Val núna og séu búnar að hrista Finnlands-förina af sér,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Pepsi- deild kvenna. Freyr fékk sterkasta hlutann af leikmannahópi sínum aftur í síðustu viku eftir að stelpurn- ar komu heim frá lokakeppni Evr- ópumótsins í Finnlandi. Freys og stelpnanna hans bíður leikur gegn Stjörnunni í kvöld í Pepsi-deildinni en með sigri getur liðið farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistara- titilinn. Sigri Valskonur verða þær alltaf með minnst tveggja stiga for- skot á næsta lið og eiga leiki gegn Keflavík og Aftureldingu eftir. Leiki sem Valur vann í fyrri umferðinni með markatölunni 15-4. Hrindum stjörnunni burt með sigri „Já, ég er alveg sammála því,“ viður- kennir Freyr um gildi leiksins. „Við vitum að það eru tvær umferðir eft- ir kvöldið í kvöld en þar mætum við liðum sem við eigum að vinna. Því lít ég á þetta sem úrslitaleik. Það er alla- vega ljóst að ef við vinnum verðum við búnar að hrinda Stjörnunni alveg frá okkur í baráttunni um titilinn,“ seg- ir Freyr en hvað þarf hann að varast í leik Stjörnuliðsins? „Stjarnan er gott og vel skipulagt lið sem er alltaf erfitt að mæta. Þær eru duglegar, vinnusamar og fastar fyrir. Ef litið er yfir fjölda spjalda í deildinni er Stjarnan þar langefst og það er engin tilviljun. En þetta er alvöru leikur sem verður gaman að takast á við,“ seg- ir Freyr sem stefnir að fjórða Íslands- meistaratitli félagsins í röð. Frábært tækifæri Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, hefur átt frábært tíma- bil með stelpunum sínum úr Garða- bænum og gaman er fyrir svona ungt lið að mæta þreföldum Íslandsmeist- urum í leik sem skipti svona miklu máli svo seint á tímabilinu. „Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að fá svona tækifæri. Að undanskildum bikarúrslitaleiknum er þetta líklega bara stærsti leikurinn á árinu,“ segir Þorkell Máni. Liðin gerðu jafntefli, 2-2, í fyrri leik liðanna í deildinni þar sem Vals- liðið var tölvert betra og óð í færum. Leik liðanna í undanúrslitum bik- arsins sigraði Valur, 5-0. „Valsliðið er eina liðið í ár sem hefur látið okkur líta illa út – eiginlega virkilega illa. Það er samt skrítið að segja það en þær fengu færri færi í 5-0 sigrinum en í 2-2 jafnteflinu. Við vitum alveg hvað þarf til að stöðva Valsliðið en í því eru bara svo mikið af góðum leik- mönnum. Það er ljóst að allar mínar stelpur þurfa að eiga leik ævi sinnar ætlum við að hafa sigur,“ segir Þorkell Máni Pétursson. tÓmas ÞÓR ÞÓRÐaRsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is „þetta er úrslita- leikur“ Þorkell máni Pétursson Hefur unnið þrekvirki með ungt Stjörnulið. Jafntefli í fyrri leiknum Stjarnan hirti gott stig af Valskonum á Vodafone-vellin- um fyrr í sumar. mynd ame

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.