Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. september 2009 fRéttIR FINNUR OG KRISTINN TENGDIR Á 850 VEGU Viðskiptavensl Finns Ingólfsson- ar, athafnamanns og fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra, og Kristins Hallgrímssonar, lögmanns S-hópsins sem keypti Búnaðar- bankann árið 2003, eru meira en 850 talsins. Með viðskiptavensl- um er átt við hvernig þeir Finn- ur og Kristinn tengjast í gegnum ýmis eignarhaldsfélög og fyrirtæki sem þeir hafa verið prófkúruhafar og stjórnarmenn fyrir og í gegnum sameiginlega viðskiptafélaga. Sé endurskoðendafyrirtækið Deloitte einnig talið inn í tengslanet Finns og Kristins tengjast þeir á yfir 1300 vegu en slík tengsl í gegnum end- urskoðendafyrirtæki teljast nú ekki vera mjög mikil. Tengsl Finns og Kristins eru meðal annars í gegnum fjárfestinga- félagið Gift, Icelandair Group, VGK Invest, Frumherja Invest, Langflug, Eglu hf. og fleiri fyrirtæki. Upplýsingarnar um viðskipta- tengsl Finns og Kristins er að finna í gagnagrunninum rel8 sem tölvun- arfræðingurinn Jón Jósef Bjarnason hefur unnið að síðastliðin tvö ár. Gagnagrunnurinn er aðgengilegur á Internetinu á slóðinni www.rel8.- com. Gagnagrunnurinn sýnir tengsl þeirra félaga í viðskiptalífinu fram til 1. ágúst 2007 og því er hægt að nota gagnagrunninn til rannsókna á íslenskri viðskiptasögu. Jón á eft- ir að láta inn upplýsingar í gagna- grunninn fyrir árin 2008 og 2009. Gagnagrunnurinn er byggður á gervigreindarforriti sem Jón notaði þegar hann vann fyrir kreditkorta- fyrirtækið Europay International fyrir nokkrum árum. En Jón þróaði gagnagrunn fyrir Europay sem not- aður var til að koma í veg fyrir til- tekna tegund kreditkortasvindls. Nátengdir S-hóps menn Ólafur Ólafsson, kenndur við Sam- skip, er einnig nátengdur þeim Finni og Kristni. Tengsl Finns og Ól- afs eru tæplega 170 talsins, meðal annars í gegnum Eglu sem var aðili að kaupum S-hópsins á Búnaðar- bankanum, á meðan tengsl Kristins og Ólafs eru rúmlega 500 talsins. Þessi tala hækkar í báðum tilfellum mikið ef endurskoðendafyrirtæki eru tekin með. Tengsl Ólafs og Kristins í við- skiptalífinu eru gríðarlega umfangs- mikil. Meðal annars í gegnum Ker, Olíufélagið, Samskip, Kjalar og Ice- landic Seafood. Segja má að Krist- inn tengist afar mörgu af því sem Ólafur Ólafsson gerir í viðskiptalíf- inu og hefur gert á liðnum árum. Til að mynda vakti það nokkra at- hygli í fréttum af máli sjeiksins Al- Thanis þegar meðeigandi Kristins á lögmannsstofunni Fulltingi, Telma Halldórsdóttir, var stjórnarmaður í eignarhaldsfélagi sem keypti hlut í Kaupþingi skömmu fyrir banka- hrunið. Málið hefur verið til rann- sóknar hjá sérstökum saksóknara efnahagshrunsins og liggur Telma undir grun í því en talið er að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til að hífa upp hlutabréfaverð í Kaupþingi og auka tiltrú markaðar- ins á bankanum. Ekki leikur mikill vafi á því að Telma vann fyrir sjeik- inn og settist í stjórn félagsins út af nánu samstarfi Kristins og Ólafs í INgI F. VIlhjálmSSoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is hönnuðurinn Jón Jósef Bjarnason hefur unnið að gagnagrunni síðastliðin tvö ár sem gerir eftirlitsaðilum kleift að rannsaka tengsl manna í viðskiptalífinu í gegnum fyrirtæki og eignarhaldsfélög. Nýr gagnagrunnur jóns jósefs Bjarnasonar tölvunarfræðings gerir mönnum kleift að rannsaka tengsl aðila í viðskiptalífinu. Uppflettingar í gagnagrunninum sýna fram á gríðarleg tengsl þekktra samstarfsmanna úr viðskiptalífinu, til að mynda úr S-hópnum. Fjármálaeftirlitið hefur keypt aðgang að gagnagrunninum. Höfund- urinn segir að hann sé fyrst og fremst ætlaður fyrir eftirlitsaðila til að fylgjast með viðskiptalífinu. Hann vonast þó til að geta veitt almenningi aðgang að gagnagrunn- inum. gríðarleg tengsl Myndin sýnir hluta viðskiptatengsl- anna á milli Finns Ingólfssonar og Kristins Hallgríms- sonar úr rel8 gagnagrunninum. engslin eru svo mikil og skýringarmyndin af þeim svo stór og flókin að ekki reyndist mögulegt að gera myndina skiljanlegri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.