Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2009, Blaðsíða 12
12 þriðjudagur 8. september 2009 fréttir
Bongbong gegn
Noynoy
Imelda Marcos, ekkja Ferdin-
ands Marcos forseta Filippseyja,
á sér þann draum að tengjast
forsetaembættinu á ný. Imelda
upplýsti í síðustu viku að hún
þrýsti á son sinn, Ferdinand
yngri sem einnig er þekktur sem
Bongbong, að bjóða sig fram til
forsetaembættisins á næsta ári.
Imelda sagðist vilja vinna í rík-
isstjórn sonar síns fyrir eitt pens
á ári sem „móðir“ þeirra þorpa
sem stærstur hluti eyjaskeggja
býr í.
Helsti keppinautur Bong-
bongs yrði sennilega Benigno
yngri, sonur Benignos Aquino
heitins höfuðandstæðings Marc-
osar, en hann er einnig þekktur
sem Noynoy.
Herinn rannsak-
ar sjálfsvíg
Aldrei hafa fleiri bandarískir
hermenn framið sjálfsvíg síðan
skráning hófst fyrir þrjátíu árum.
Bandaríski herinn stendur nú
fyrir viðamestu rannsókn sinnar
tegundar á fjölda sjálfsvíga í röð-
um þarlendra hermanna.
Á síðasta ári frömdu 143 her-
menn í landhernum sjálfsvíg og
113 í öðrum deildum banda-
ríska hersins, og hefur fjöldinn,
sem fyrr segir, ekki verið hærri
í 30 ár.
Það sem af er þessu ári hefur
verið tilkynnt um fleiri en eitt
hundrað sjálfsvíg á meðal her-
manna í virkri herþjónustu.
„Sláandi“
launamunur
Samvæmt nýrri opinberri könn-
un breska jafnréttisráðsins þéna
þarlendar konur um áttatíu pró-
sentum minna en karlar, í störf-
um hjá fjármálastofnunum þar
sem tekið er mið af árangri og
segir í skýrslunni að um „sláandi
mismun“ sé að ræða.
Niðurstöður könnunarinnar
hafa einnig leitt í ljós að rúmlega
átta af hverju tíu konum sem
hefja nýtt starf fá að meðaltali
lægri laun en karlar.
Könnunin er sú fyrsta sinnar
tegundar og tók til 44 fyrirtækja
sem samanlagt veita vinnu 22,6
prósentum þeirra sem vinna í
fjármálageiranum.
Ef hugmynd Yuris Luzhkov, borgarstjóra Moskvu, nær fram að ganga er hætt við að
vetrarmynd borgarinnar og ímynd breytist. Borgarstjórinn vill dreifa efnum í skýin
til að koma í veg fyrir snjókomu í höfuðborginni og ekki eru allir á einu máli um ágæti
hugmyndarinnar.
BORGARSTJÓRINN
VILL BANNA SNJÓ
Hinn rússneski vetur er fyrir margt
löngu orðinn sögufrægur. Með nokkr-
um sanni má fullyrða að herir Napól-
eóns Bonaparte, og síðar Adolfs Hitl-
er, hafi þurft að lúta í lægra haldi fyrir
rússneska vetrinum. En nú stendur
veturinn frammi fyrir nýjum andstæð-
ingi, í það minnsta í höfuðborg lands-
ins, því Yuri Luzhkov, borgarstjóri
Moskvu, vill banna vetrarsnjó innan
borgarmarkanna.
Eftir Luzhkov var haft að snjór
skyldi bannaður í borginni um vetr-
artímann til að spara fé og bæta lífið
í borginni. Samkvæmt fullyrðingum
borgarstjórans myndu bændur utan
borgarinnar njóta góðs af, því upp-
skera myndi aukast ef farið yrði að til-
lögum hans og þar til gerðum efnum
yrði „sáð“ í skýin.
Fer sínu fram
Máli sínu til stuðnings benti Yuri
Luzhkov á að borgaryfirvöld hefðu
áður gripið til umræddrar tækni til
að leysa upp regnský til að tryggja
gott veður á almennum frídögum, til
dæmis hátíðahöldin 9. maí sem hald-
in eru ár hvert til að fagna sigri í síðari
heimsstyrjöldinni.
„Af hverju höldum við ekki snjón-
um utan borgarmarka Moskvu? Fyrir
sveitirnar myndi það þýða meiri raka
og stærri uppskeru. Og fyrir okkur,
minni snjó,“ sagði Luzhkov.
Vissulega myndi snjólaus Moskva
vera stílbrot við þá vetrarmynd sem
gjarna tengist borginni, með pels-
klæddu fólki á götum og torgum, en
síðan Luzhkov varð borgarstjóri 1992
hefur hann oftar en ekki náð fram vilja
sínum.
Áhyggjur af flóðum
Samkvæmt fréttum rússneskra dag-
blaða gætir ótta á meðal íbúa á svæð-
um fyrir utan borgina um að flóð gætu
aukist með þeim afleiðingum að þeir
þyrftu jafnvel að yfirgefa heimili sín, ef
fyrirætlanir Luzkovs ná að ganga eftir.
Vladimir Litvishkov, embættis-
maður í landnýtingu, tók undir þær
áhyggjuraddir. „Á þeim frídögum þeg-
ar ský eru leyst upp yfir Moskvu verður
aukin þéttni raka vandamál fyrir okk-
ur,“ sagði Litvishkov við fréttamenn.
Í frétt á vefsíðu The Times seg-
ir að borgaryfirvöld gætu sparað sem
nemur tveimur þriðju hlutum þess
fjármagns sem fer í að ryðja götur og
torg, oft og tíðum sólarhringum sam-
an. Þegar svo ber undir eru notaðir
2.500 snjóplógar til snjóruðnings, og
um 50.000 verkamenn hreinsa götur
og gangstéttir borgarinnar.
Vísindamenn vara við
Vísindamönnum hugnast ekki hug-
myndir borgarstjórans og hafa þeir
varað við að skýja-sáning yfir vetrar-
tímann geti mögulega haft alvarlegar
afleiðingar með tilliti til umhverfisins.
Þegar sáð er í skýin yfir Moskvu, í
aðdraganda mikilvægra opinberra
viðburða, er allt að einni tylft flugvéla
flogið yfir skýin og joðíði, fljótandi
nitri og sementssalla dreift í regnskýin
til að auka rakaþéttnina.
En hætturnar eru líka af öðrum
toga en vísindamenn hafa haft orð á
því á síðasta ári féll 25 kílóa sements-
poki af himnum ofan og í gegnum þak
heimilis í Moskvu. Skýring embættis-
manna var sú að pokinn hefði „fyrir
mistök ekki leyst upp í háloftunum“
þegar sáð var í skýin yfir Moskvu.
Mildir vetur undanfarið
Alla jafna ríkir vetur konungur í
Moskvu frá október fram í mars en
undanfarin ár hafa vetur verið óvenju
mildir og hafa sumir skellt skuldinni á
hlýnandi loftslag á heimsvísu. Því má
kannski segja að vetur hershöfðingi,
eða snjór hershöfðingi eins og rúss-
neski veturinn hefur stundum ver-
ið kallaður með skírskotun til þeirra
hernaðarlegu áhrifa sem hann hef-
ur haft, hafi mildast hin síðari ár. En
engu að síður tókst honum að koma
borgaryfirvöldum í Moskvu, sem og
almenningi, í opna skjöldu í október
2007. Þá olli mikil og óvænt ofankoma
2.300 umferðaróhöppum á tveggja
daga tímabili.
Ekki á vísan að róa
Þegar Sovétríkin voru og hétu, árið
1986, í kjölfar Tsjernóbyl-kjarnorku-
slyssins var brugðið á það ráð að sá
í skýin til að verja Moskvu og aðr-
ar borgir fyrir geislavirku úrfelli. Síð-
ar tilkynnti fólk í borginni Gomel í
Hvíta-Rússlandi um svart regn, en
um tveggja áratuga skeið var því hald-
ið leyndu ásamt fullyrðingum um að
íbúarnir hefðu orðið fyrir eitrun vegna
geislunar.
Rússar eru ekki þeir einu um til-
raunir til að bæta veðrið með því að
sá í skýin. Kínverjar fóru þá leið í von
um að tryggja að opnunarhátíðin á ól-
ympíuleikunum á síðasta ári færi fram
í sólskini, en árangur ku ekki hafa
staðið undir væntingum.
Svipaða sögu má segja um G8-
ráðstefnuna í Pétursborg í Rússlandi
árið 2006. Vladimír Pútín, þáverandi
forseti Rússlands, upplýsti leiðtoga
heims um að sáð hefði verið í skýin til
að tryggja gott veður. Það hellirigndi.
KoLbEinn þorstEinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Vetrarmynd frá Moskvu Rússneski
veturinn í Moskvu á undir högg að sækja.
MYnd photos.coM
En hætturnar eru líka af
öðrum toga en vísinda-
menn hafa haft orð á
því á síðasta ári féll 25
kílóa sementspoki af
himnum ofan.
hermenn napóleons horfa til
Moskvu Rússneski veturinn hefur verið
kallaður vetur hershöfðingi.
Ítalskur faðir hefur verið í varðhaldi í Brasilíu í tæpa viku:
Sýndi dóttur sinni blíðuhót
Handtaka ítalsks ferðamanns í Bras-
ilíu eftir að hann sást kyssa átta ára
dóttur sína á almannafæri hefur feng-
ið misjafnar undirtektir.
Að sögn vitna á faðirinn að hafa
snert stúlkuna á óviðurkvæmilegan
máta, og samkvæmt nýsamþykktum
lögum í Brasilíu gæti faðirinn átt yfir
höfði sér frá átta til fimmtán ára fang-
elsisvist.
Faðirinn, sem hefur ekki verið
nafngreindur, hefur nú setið í varð-
haldi í um vikutíma og um helgina
voru gerðar árangurslausar tilraunir
til að fá hann leystan úr haldi.
Umræddur faðir, 48 ára kaupsýslu-
maður, var handtekinn 2. september
í strandbænum Fortaleza í Norðaust-
ur-Brasilíu, þar sam hann var í fríi
ásamt eiginkonu sinni og dóttur, eftir
að brasilísk hjón tilkynntu lögreglu að
hann hefði snert unga stúlku á óvið-
urkvæmilegan hátt. Einnig mun fað-
irinn hafa kysst dóttur sína beint á
munninn þar sem þau voru saman í
sundlaug skammt frá fjölmennri bað-
strönd fullri með ferðamönnum.
Eiginkona mannsins, sem er bras-
ilísk, var nærstödd þegar umrætt atvik
átti sér stað, og hefur sagt að málið sé
allt á misskilningi byggt og haft hef-
ur verið eftir starfsfólki á staðnum að
það hafi ekki tekið eftir neinu óvenju-
legu. Einnig virðist sem fólkið sem
hafði sambandi við lögregluna hafi
ekki gert sér grein fyrir því að um föð-
ur og dóttur var að ræða.
Til að auka enn fremur á misskiln-
inginn, segir eiginkonan, er dóttir
hjónanna dökk á hörund og faðirinn
útlendur.
Ekki er með öllu óþekkt að barna-
níðingar geri sér ferð til norðaustur-
hluta Brasilíu og viðvaranir vegna
þeirra eru gjarna hengdar upp á hót-
elum. Eiginkonan og móðirin sagði
ríkisfréttastofu landsins að ef hún
hefði minnsta grun um að fullyrðing-
arnar væru réttar myndi hún hiklaust
taka málstað dótturinnar.
Faðir og dóttir
í sundi Fólkið á
myndinni snertir ekki
fréttina.
MYnd photos.coM