Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Qupperneq 2
Bjarni Ármannsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Glitnis, á eignir upp á tæpa 10 milljarða króna inni í tveimur eignarhaldsfélögum sem eru í hans eigu. Skuldir sömu félaga eru samtals tæplega 6 milljarðar króna. Bjarni á því eigið fé sem nemur tæp- um 4 milljörðum króna inni í eignar- haldsfélögunum tveimur, Sjávarsýn og Landsýn. Hagnaðurinn af rekstri félaganna tveggja nam auk þess tæp- um 700 milljónum króna á árinu 2008. Þetta kemur fram í ársreikn- ingum félaganna tveggja sem Bjarni skilaði í ágúst. Þrátt fyrir að eiga þessar eign- ir inni í félögunum tveimur, sem og aðrar eignir, sér hann ekki ástæðu til að greiða að fullu útistandandi skuld annars eignarhaldsfélags í sinni eigu, Imagine Investments, upp á um 868 milljónir króna. DV greindi frá því á miðvikudaginn í síðustu viku að Bjarni hefði komist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um uppgjör vegna skuldarinnar sem fæli það í sér að hann greiddi ótilgreinda upphæð - líklega nokkra tugi milljóna - en eft- irstöðvar skuldarinnar, um 800 millj- ónir króna, yrðu afskrifaðar. Skuld Imagine er tilkomin út af kaupum Bjarna á 12 prósenta hlut í norska fasteignafélaginu Glitn- ir Property Holding fyrir rúmar 900 milljónir króna í árslok 2007 sem voru fjármögnuð að mestu leyti með láni frá Glitni. Bjarni lagði fram rúmlega 350 milljóna króna eigin- fjárframlag inn í Imagine sem hann tapaði að mestu þegar hlutabréfin í í Glitnir Property Holding hríðféllu í verði þegar fasteignamarkaðurinn á Norðurlöndum fór á hliðina á fyrri hluta árs 2008. Kaupin á hlutnum í Glitnir Property voru því fjármögnuð að um það bil 1/3 hluta með pening- um sem Bjarni lagði inn í félagið. Samkvæmt heimildum DV munu að minnsta kosti um þrír milljarðar króna af skuldum Bjarna í félögun- um tveimur, Landsýn og Sjávarsýn, vera út af lánum sem hann fékk frá Glitni á sín- um tíma. Stærstur hluti skulda eignar- haldsfélaganna er því tilkominn vegna lána sem Bjarni fékk hjá bankanum sem hann var forstjóri hjá þar til í lok apr- íl 2007. Bjarni borgar ekki Í viðtalinu við DV á miðvikudaginn í síðustu viku sagði Bjarni, aðspurð- ur af hverju hann borgaði ekki upp alla skuldina, að slíkt væri „óábyrg meðferð á fjár- munum“. Nú er það hins vegar svo að Bjarni er borgunarmaður fyrir skuldinni og vel það. Orð Bjarna kunna að hljóma sérkennilega en það sem hann átti auðvitað við var að hann þyrfti ekki að borga skuld Imagine þar sem lán- ið hefði verið tekið af eignarhalds- félaginu og að veðið fyrir því hefði verið í hlutabréfunum sem félagið keypti. Bjarni var því ekki persónu- lega ábyrgur fyrir láninu og því þarf hann ekki að greiða það niður. Skila- nefndin hefur leyst til sín hlutabréfin í Glitnir Property Holding, sem voru veðið fyrir láninu, með gríðarlegum afföllum og hefur því ekki aðra kosti en að afskrifa mismuninn á upphaf- legu lánsfjárhæðinni og því verði sem fékkst fyrir bréfin þegar þau voru seld. Þess vegna segir Bjarni að það væri óábyrgt að borga alla skuld- ina: Hann þarf þess ekki lögum sam- kvæmt og væri hann þar af leiðandi að teygja sig lengra með því en lög kveða á um. Þegar almenningur ber þessa lendingu á skuldamálum Bjarna við Glitni saman við uppgjörið á eigin skuldum vegna fasteignakaupa til dæmis, blöskrar ýmsum að Bjarni geti gengið frá borði á þennan hátt og skilið skuldina eftir í félaginu. DV hafði samband við Bjarna Ár- mannsson í gær til að spyrja hann út í hvort það væri réttlætanlegt siðferði- lega að hans mati að hann gæti skilið skuld eftir inni í einu eignarhaldsfé- lagi þrátt fyrir að eiga milljarða inni í tveimur öðrum. Bjarni vildi ekki ræða um málið. „Ég vil ekki ræða þetta,“ sagði Bjarni en það skal tekið fram að í gegnum tíðina hefur hann verið einn þeirra auðmanna sem hafa lagt sig fram um að svara fyr- irspurnum og spurningum frá fjöl- miðlum þó svo að hann vilji það ekki í þessu máli. Hægt að ætlast til þess að Bjarni borgi Eftir að hafa fylgst með umræðu lið- innar viku um fréttina af skuldaaf- skrift Bjarna, en margir hafa tjáð sig um málið í fjölmiðlum, og ummæl- um hans um að það sé ekki ábyrg meðferð á fjármunum að borga skuld Imagine að fullu stendur eftirfarandi spurning eftir: Er hægt að ætlast til þess að Bjarni Ármannsson, eða maður í sömu stöðu og hann, borgi skuld af siðferðilegum ástæðum, þegar enga lagalega kröfu er hægt að gera til hans um það? DV leitaði til Jóns Ólafssonar, heimspekings og prófessors við Há- skólann á Bifröst, með þessa spurn- ingu en eitt af sérsviðum hans er sið- fræði. Jón telur að hægt sé að gera þá siðferðilegu kröfu til Bjarna að hann greiði skuldina við Glitni til fulls. „Þessari spurningu þarf hugsanlega að svara játandi við núverandi kring- umstæður. Eins og þú bendir á fyllast margir reiði við að heyra að skuldin sé einfaldlega afskrifuð eins og ekk- ert sé sjálfsagðara á meðan ýmsar aðrar skuldir verða aldrei afskrifað- ar, og munu fylgja fólki til æviloka. Stóreignamaður getur að sjálfsögðu kosið að greiða skuld einkahlutafé- lags síns, þegar hann hefur efni á því, vegna þess að hann telur að sér beri siðferðilega að gera það. Hann getur líka gert það vegna þess að hann vill sýna almenningi að honum sé full al- vara með að viðurkenna sína ábyrgð á hruninu.“ Bjarni ætti að reyna að ná sátt við samfélagið Jón telur að hugsanlega sé það mik- ilvægt fyrir íslensku auðmennina, meðal annars Bjarna Ármannsson, að þeir sýni breytta hugsun í verki. „Geri hann þetta ekki mun slyðru- orð siðleysisins loða við hann það sem eftir er. Bjarni hefur, eins og aðr- ir, val: Að halda áfram að vera stór- eignamaður og fjárfestir eða ná sátt við samfélagið. Og þá er spurningin um að vera annaðhvort nógu harður af sér til að þola áframhaldandi hatur og jafnvel fyrirlitningu samfélagsins eða vera nógu stór til að skerða eig- in eignir verulega. Því miður virðast stóreignamennirnir allir vera litlir karlar þegar að slíkum örlagaspurn- ingum kemur. Kannski hugtök á borð við smásál eigi frekar við um þá en siðleysingi,“ segir Jón en þarna er hann væntanlega að vísa til þess að Bjarna virðist þykja vænna um fé sitt en orðspor og því ætlar hann ekki að borga skuld Imagine til fulls. Hvað var bankinn að hugsa? Ein af spurningunum sem vakna í kjölfar umræðunnar um afskriftir skulda Bjarna er hvort það sé verj- 2 þriðjudagur 15. september 2009 fréttir Eigið fé tveggja eignarhaldsfélaga í eigu Bjarna Ármannssonar nemur um fjórum milljörðum króna. Annað eignarhaldsfélag Bjarna skuldar Glitni tæpar 900 milljónir og verða þær felldar niður að mestu. Bjarni telur að hann eigi ekki að borga skuldina því það væri óábyrg meðferð á fjármunum. Siðfræðingur telur að Bjarni eigi að borga skuldina við Glitni. Lagaprófessor seg- ir erfitt að breyta lögum þannig að menn séu í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldum eignarhaldsfélaga. Á MILLJARÐA EN BORGAR EKKI IngI F. VIlHjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is SPARAÐU OG GRÆDDU sparnaður umsjón Baldu r Guðmundsso n Sparar tíma og peninga „Ég er talsver t fljótari að hj óla og fara í s turtu en að taka st rætó,“ segir G uðmundur A ndri Hjálmarsson , heimspekin gur og tölvu nar- fræðingur. A ndri hefur í um eitt ár h jólað til vinnu sinn ar, úr Garðab æ niður í mi ðbæ Reykjavíkur. Leiðin er að sögn Andra u m 10 kílómetrar o g því hjólar hann um 20 kíló- metra alla v innudaga. Á einni viku hjólar hann 100 kíló metra. Mikill tímaspa rnaður Hjólreiðar ge ta verið skilvi rk leið til að s para peninga. Sam kvæmt tölum frá Félagi ís- lenskra bifre iðaeigenda k ostaði um sí ðustu áramót 4.800 krónur á da g að reka tve ggja milljóna krón a bíl. Margfal t ódýrara er þ ó að taka strætó en níu mánaða kort kostar 30 .500 krónur, samk væmt heima síðu Strætós. Það má því ljóst vera að hjólr eiðar geta sp arað mikinn penin ga. Andri segir þ ó tímasparna ð helstu ástæ ð- una fyrir því að hann hóf að hjóla í vin nuna. „Það tekur sv o langan tím a að taka str ætó. Auk þess er þ etta fín líkam srækt,“ segir h ann og bætir við að hann ha fi ekki sérsta klega horft í sparn aðinn, þegar hann ákvað að byrja að hjóla í vinnuna. „Þ að kemur inn alls kyns viðhald á hjólinu og þess háttar e n það er svo sem sá ralítill kostna ður,“ segir ha nn. Nagladekk á v eturna Andri segir e kki mikið má l að hjóla í v inn- una á veturn a, þegar veðu r eru misjöfn . „Ég set nagladek k undir og kl æði mig vel. Þá er þetta bara fr ábært,“ segir Andri sem h jólar á reiðhjólast ígum stóran hluta leiðari nnar. Hann segir a ð það sé lítið mál. „Það ke mur hins vegar fy rir að maður fer aðeins í um- ferðina og þa ð getur verið svolítið erfitt. Fólk er ekkert rosl ega tillitssam t,“ segir Andr i að- spurður. Hann segir að merkileg a margir hj óli í vinnuna. „ Það eru allt af einhvejrir . Mér finnst það ha fa aukist und anfarið, alveg tví- mælalaust.“ bald ur@dv.is Guðmundur A ndri Hjálmars son SéRblAÐ Um SPARnAÐ F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð dv.is miÐvikUDAGUR OG fimmtU DAGUR 9.–10. september 2009 dagblaðið vísir 124. tbl . 99. árg. – verð kr. 347 SkUlD bJARnA HJÁ Glitni vERÐUR AfSkRifUÐ HEfÐivERiÐ ÓÁbYRGt AÐ bORGA, SEGiR bJARni SLEPPUR VIÐ 800 MILLJÓNIR BJARNI ÁRMANNSSON: „ÍSlAnD vERÐUR blESSAГ StYRkiR öRYRkJA StJÓRnin HÆkkAR mAtinn 16 k r. 160 k r. 8 kr . fRéttiR nEYtEnDUR fÓlk HEllSAnGElS: kROSStEnGSl JÓnS ÁSGEiRS 9. september DV greindi frá því að Bjarni slyppi við að borga um 800 milljónir. Erfitt að breyta lögunum Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir að erfitt sé að breyta lögum um hlutafélög þannig að eigendur þeirra verði persónulega ábyrgir fyrir skuldum félaganna. Hann segir söguna af Bjarna miklu frekar sýna að stjórnend- ur banka þurfi að biðja um betri veð þegar lán eru veitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.