Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Síða 3
fréttir 15. september 2009 þriðjudagur 3
Á MILLJARÐA
EN BORGAR EKKI
andi að gildandi lög í landinu hafi
afleiðingar sem nær allir sammæl-
ast um að eru siðlausar. Stefán Már
Stefánsson, prófessor í lögfræði við
Háskóla Íslands og einn helsti sér-
fræðingur landsins í félagarétti,
meðal annars lögum um hluta- og
einkahlutafélög, segir að vandamál-
ið í tilfelli sögunnar af Bjarna sé fyrst
og fremst hjá bankanum. „Það er
einkum tvennt sem slær mig í þessu.
Í fyrsta lagi spyr maður: Banki sem
stendur í útlánastarfsemi á náttúru-
lega að krefjast fullnægjandi trygg-
inga fyrir útlánum sínum. Þetta er
eiginlega aðallega bankinn sem ég
er að gagnrýna hér: Á bankinn að
lána 900 milljónir gegn veðum sem
síðar reynast ófullkomin? Annað
sem slær mig er að Bjarni fái svona
hátt lán frá banka sem hann er ný-
hættur hjá því hann hefur örugglega
haft áhrif þarna inni ennþá. Það er
ávallt spurning hvernig eigi að fara
með lán og veðtryggingar í svona til-
vikum.“
Breyttar vinnureglur ekki
lagasetning
Stefán Már segir aðspurður að það sé
erfitt að breyta lögum um hluta- og
einkahlutafélög á þann veg að eig-
endur þeirra verði í persónulegum
ábyrgðum fyrir þau lán sem félögin
taka. „Að minnsta kosti þannig að
vel fari,“ segir prófessorinn.
Hann segir að lagalega séð sé
líklega best að reyna að koma í veg
fyrir lán og tryggingar af þessu tagi
í framtíðinni með því að fara aft-
ur yfir lög um fjármálafyrirtæki og
reyna að styrkja þau og efla. „Það
er auðvitað hægt að setja ákvæði
í lög sem tryggja að aðeins sé lán-
að út gegn mjög ríkum trygging-
um. Það má líka segja að hægt sé
að taka á þessu innan stjórna fjár-
málafyrirtækja, þannig að þær láni
ekki svona háar fjárhæðir nema
veðin séu örugglega fullnægjandi.
En stjórnir banka munu þá vænt-
anlega verja sig með því að veð-
in fyrir lánunum hafi verið full-
nægjandi á þeim tíma sem þau
voru veitt. Það er voðalega erfitt
að ætla að banna bönkum að stunda
lánveitingar þar sem veð kunna að
vera ótrygg. Þess vegna er erfitt að
eiga við þetta lagalega,“ segir Stefán.
Niðurstaða hans er því sú að
bankar þurfi að setja sér vandað-
ar vinnureglur um lánveitingar og
tryggingar fyrir þeim þó hann útiloki
ekki að hægt sé að taka á slíkum lán-
veitingum með lagasetningu. Stefán
segir að eitt sem honum detti í hug
sé að Fjármálaeftirlitið fylgist í fram-
tíðinni með því að veðsetningar fyrir
lánum fjármálafyrirtækja séu innan
tiltekins ramma svo komist verði hjá
því að veðsetningar sem taldar voru
fullnægjandi í upphafi reynist síðar
vera bara „eitthvert loft“.
Siðleysi laganna
Út frá þessu sést að þó að flestir
sem hafa tjáð sig um meðferðina á
skuldum Bjarna Ármannssonar telji
að það sé með öllu siðlaust að hann
geti skilið 800 milljóna skuldir inni
í einu eignarhaldsfélagi, sérstaklega
þegar litið er til þess að hann á millj-
arða í tveimur öðrum, þá virðist ekki
vera hægt að gera neitt lagalega séð
til að sporna við því að slíkar ákvarð-
anir séu teknar. Bjarni er því réttum
megin við lögin í ákvörðunum sín-
um og skoðunum en aftur á móti er
varla hægt að segja að viðhorf hans
geti talist mjög siðleg. Hins vegar
getur Bjarni alltaf skýlt sér á bak við
lögin og sagt að ekkert athuga-
vert sé við uppgjör skulda
eignarhaldsfélaga
hans þar sem lög
hafi ekki verið
brotin þegar
skuldir Ima-
gine voru
gerðar
upp.
Löglegt en siðlaust?
Þegar almenningur ber þessa lendingu á skuldamálum Bjarna
við Glitni saman við uppgjörið á eigin skuldum vegna fasteigna-
kaupa til dæmis, blöskrar ýmsum að Bjarni geti gengið frá borði
á þennan hátt og skilið skuldina eftir í félaginu. Spurningarnar
sem vakna um réttmæti þessarar meðferðar á skuldum Bjarna
eru bæði lagalegar og siðferðilegar. Jónas Kristjánsson bloggari
er sá netverji sem í síðustu viku ræddi hvað mest um afskriftirn-
ar á skuld Bjarna og afstöðu bankamannsins til málsins. Skoðun
Jónasar, sem fullyrða má að sé skoðun breiðs hóps meðal almennings, er sú að
þó að niðurstaðan sé lögleg sé hún siðlaus. Um þetta atriði segir Jónas: „Menn
eiga að borga skuldir sínar. Einkum ef þeir hafa ráð á því. Engu máli skiptir, hvort
viðkomandi er í yfirstétt, sem þarf ekki að leggja fram veð og getur lagt skuldina
í verðlaust einkahlutafélag. Allir eiga að borga sínar skuldir og skuldir sinna
einkahlutafélaga burtséð frá formsatriðum.“ Bjarni Ármannsson er hins vegar
ósammála þessu, að því er virðist.
Þrjú eignarhaldsfélög í eigu
Bjarna Ármannssonar
Upplýsingar úr ársreikningum fyrir árið 2008
ImagIne InveStment ehf.
Skuldir: 868 milljónir.
eignir: 300 þúsund.
tap á árinu 2008: 1.243,7 milljónir.
Skuldirnar afskrifaðar að mestu hjá Glitni.
SjÁvarSýn ehf.
Skuldir: 1.427,3 milljónir.
eignir: 3.577,9 milljónir.
hagnaður á árinu 2008: 398 milljónir króna.
eigið fé: 2.150,8 milljónir.
LandSýn ehf.
Skuldir: 4.425 milljónir.
eignir: 6.203 milljónir.
hagnaður á árinu 2008: 287 milljónir.
eigið fé: 1.778 milljónir.
„Geri hann það ekki mun
slyðruorð siðleysisins loða við
hann það sem eftir er. Bjarni
hefur, eins og aðrir, val: Að
halda áfram að vera stór-
eignamaður og fjárfestir eða
ná sátt við samfélagið.“
Bjarni á að borga Jón Ólafsson siðfræðingur telur að Bjarni Ármannsson eigi að
borga skuld sína við Glitni vilji hann ná sáttum við íslenskt samfélag, jafnvel þó
honum beri ekki lagaleg skylda til þess.
neitar að tjá sig Bjarni Ármannsson vill
ekki ræða um siðferðilegt réttmæti þess
að skuldir einkahlutafélags hans séu af-
skrifaðar þrátt fyrir að hann eigi milljarða
inni í öðrum eignarhaldsfélögum.