Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 11
Hvað má geyma Hvar? guðbjörg mattHíasdóttir, lögfræðingur Húseigendafélagsins, svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is neytendur 15. september 2009 þriðjudagur 11 Spurning: Nýlega breytti hússtjórn nýtingu hjólageymslu á þann veg að aðeins reiðhjól fá þar inni. Tvö vélhjól eru í hjólageymslu nú og hefur hússtjórn beðið um að þau verði fjarlægð. Helstu málsbætur vélhjólaeigenda eru þær að vélhjól hafa verið leyfð frá 1984 auk þess sem bílastæði við hús- ið eru af skornum skammti. Getur hússtjórn takmarkað þegar áunna hefð vélhjóla í hjólageymslu? Svar: Húsfélög hafa vald til þess að setja húsreglur um nýtingu og um- gengni á sameign. Svo lengi sem slíkar reglur eru innan ramma laga og hafa fengið lögformlega af- greiðslu í samræmi við lög um fjöl- eignarhús binda þau alla eigendur. Húsreglur þarf aða taka fyrir á lög- lega boðuðum húsfundi þar sem meirihluti bæði miðað við fjölda og hlutfallstölur ljáir þeim sam- þykki. Þó er ekki heimilt að breyta nýtingu rýmis með slíkum regl- um sem sérstaklega er ætlað fyrir til dæmis þvottahús eða geymslu hjóla samkvæmt teikningu þannig að slík not séu alfarið felld niður og rýmin tekin til nýtingar fyrir allt aðra hluti, nema allir samþykki. Hægt er hins vegar að setja al- mennar reglur um nýtingu þvotta- húsa svo sem með því að úthluta hverjum og einum tiltekna daga og þess háttar. Með sama hætti get- ur húsfélag sett reglur um að ein- göngu megi geyma reiðhjól í hjóla- geymslu. Fyrri háttur á nýtingu hjólageymslu svo sem geymsla vélhjóla breytir því ekki. Um er að ræða takmörkun sem rúmast inn- an þeirra marka sem húsfélögum eru sett. Samkvæmt lögum um fjöleign- arhús ber hverjum eiganda að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til ann- arra við hagnýtingu sameignar og fara í hvívetna eftir löglegum regl- um og ákvörðunum húsfélagsins varðandi afnot hennar. Svo lengi sem rétt var staðið að setningu þessa reglna þá binda þær alla eig- endur. Sjá einnig að nokkru svar við næstu spurningu. Spurning: Ég bý í blokk þar sem sífellt er verið að deila um það hvort geyma megi dót á sameign svo sem skó, komm- óðu og fleira. Konan á annarri hæð hefur lagt undir sig stigapallinn og aðrir eru einnig með dót á pöll- um fyrir framan hurðir en þó ekki eins mikið. Eins og gefur að skilja er meira áberandi það dót sem allir sjá á fyrstu hæðunum og fólk er ekki sátt við að þurfa að halda sínum pöllum auðum, meðan konan á annarri er með frítt spil. Hvaða reglur gilda um þessa hluti? Má geyma dót á sameign? Svar: Um er að ræða mjög algengt þrætuefni. Ef sátt ríkir ekki um nýt- ingu sameignar gildir að óheimilt er að geyma muni á sameign. Mik- ilvægast er að taka á þessum mál- um á húsfundum og móta ákveðna stefnu en vænlegast er að taka á þessum málum með skýrum hús- reglum. Algengt er að í húsregl- um sé að finna ákvæði þess efnis að óheimilt sé að geyma skótau og aðra persónulega muni á sameign. Í málum af þessum toga sem komið hafa til kasta kærunefndar fjöleignarhúsamála hefur nefnd- in úrskurðað svo að óheimilt sé að geyma skótau eða húsgögn á sam- eign án samþykkis meðeigenda. Í sumum fjölbýlishúsum ríkir þegj- andi samkomulag um að hver og einn megi geyma skótau fyrir fram- an hurðar og aðra smálega hluti. Í öðrum húsum er sífelldur ágrein- ingur um þessi málefni. Til eru dæmi þess að húsfélög komi fyrir hillum til dæmis undir stiga á jarð- hæð þar sem íbúum er heimilt að geyma vinnuskó, gönguskó, línu- skauta og þess háttar. Einnig eru til dæmi um að húsfélög heimili eina skóhillu af tiltekinni stærð og gerð á tilteknum stað fyrir framan hurð- ar. Allt fer þetta eftir húsnæðinu og vilja íbúa hvaða lausnir er hægt að finna á þessum málum. Algengast er þó að blátt bann sé við geymslu einkamuna á sameign. Ef ekki er að finna heimild í hús- reglum til geymslu muna á sam- eign, verður hver og einn að halda einkamunum innan séreignar eða virkja húsfélagið til að setja rýmri reglur til að heimila þá nýtingu sem viðkomandi eigandi leggur til. Í lögum um fjöleignarhús segir að eigendum beri skylda til að ganga þrifalega um sameign og taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til ann- arra við hagnýtingu sameignar og fara í hvívetna eftir löglegum regl- um og ákvörðunum húsfélagsins varðandi afnot hennar. Jafnramt er þeim óheimilt að nota sameig- inlegt húsrými til annars en það er ætlað. Í lögunum er einnig skýrt tekið fram að einstökum eiganda verði heldur ekki fenginn aukinn og sérstakur réttur til hagnýtingar sameignar umfram aðra nema allir eigendur ljái því samþykki. Síðast en ekki síst er eiganda óheimilt á eigin spýtur að fram- kvæma nokkrar breytingar á sam- eign eða helga sér til einkanota til- tekna hluta hennar. Eigandi getur þannig ekki öðlast sérstakan rétt til sameignar á grundvelli hefð- ar, hvorki eignarrétt né aukinn af- notarétt. Persónulegir munir á sameign „Algengt er að í húsreglum sé að finna ákvæði þess efnis að óheimilt sé að geyma skótau og aðra per- sónulega muni á sameign.“ Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Hraun er nýtt íslenskt rúmfatamynstur frá Lín Design. Rúmfatnaðurinn er ofinn úr 340 þráða bómull sem verður mjúk og þægileg. Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Hraun Nýtt íslenskt rúmfatamynstur 30% kynningarafsláttur Verð áður 9.890, verð nú 6.930 kr.        Hægt að banna vélhjól Húsfélag getur sett reglur um að eingöngu megi geyma reiðhjól í hjólageymslu, jafnvel þó vélhjól hafi verið geymd þar fram að því. mynd PHotos.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.